Gryfjan í Stúdentakjallaranum „eins og sundlaug“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 21. janúar 2021 11:08 Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta, í gryfjunni í Stúdentakjallaranum en búið er að dæla mesta vatninu út. Vísir/Egill Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar Stúdenta, sem rekur Stúdentakjallarann, Bóksölu stúdenta og veitingasöluna Hámu á Háskólatorgi segir ekki ljóst hversu mikið tjón stofnunarinnar er vegna vatnslekans sem varð í Háskóla Íslands í nótt. „Þegar ég kom á svæðið þá var búið að dæla mest öllu vatninu út. Samstarfsmaðurinn minn, yfirkokkurinn í Hámu, var kallaður út klukkan eitt í nótt, þá var allt á floti,“ sagði Rebekka í samtali við fréttastofu í morgun. Slökkviliðið var kallað út klukkan eitt í nótt vegna vatnslekans en ljóst þykir að mikið tjón hafi orðið í mörgum byggingum Háskólans austan Suðurgötu. Stór kaldavatnsæð rofnaði í götunni með þessum afleiðingum. „Það má segja að þetta hafi verið svolítið eins og sundlaug gryfjan hérna í Stúdentakjallaranum hjá okkur. En tjónið á eftir að koma í ljós. Vatnstjón getur verið gríðarlega mikið og við erum bara að reyna að bjarga því sem við getum akkúrat núna en endanleg staða mun kannski liggja fyrir síðar,“ sagði Rebekka. Vatnið náði sums staðar að efri dyrakörmum Vatnið náði að minnsta kosti upp að hné í gryfjunni að sögn Rebekku. „En mér skilst að hérna í næstu byggingu hafi vatnið náð hátt upp í efri dyrakarma á sumum stöðum.“ Hún sagði þetta auðvitað mikið áfall. FS hefði haft Hámu og Stúdentakjallarann lokuð meirihluta síðasta árs og svo gerðist þetta. Aðspurð sagði hún ekki ljóst hversu langan tíma hreinsunarstarf tæki. Dagurinn færi að minnsta kosti í það. „Þetta snýst svolítið um það að koma tækjum og tólum í gang. Við erum að reyna að finna út úr því núna hvort allar græjurnar virka.“ Erfitt væri að segja til um hvernig starfsemi verði háttað næstu daga hjá þeim einingum FS þar sem varð tjón í lekanum. „Við þurfum aðeins að reyna að átta okkur á því hvað gerðist og hvaða áhrif þetta hefur. Líka þegar vatn er búið að liggja á, við erum með parket á gólfum og svona. Það er spurning hvaða áhrif það hefur til lengri tíma,“ sagði Rebekka. Skóla - og menntamál Slökkvilið Hagsmunir stúdenta Veitingastaðir Vatnsleki í Háskóla Íslands Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
„Þegar ég kom á svæðið þá var búið að dæla mest öllu vatninu út. Samstarfsmaðurinn minn, yfirkokkurinn í Hámu, var kallaður út klukkan eitt í nótt, þá var allt á floti,“ sagði Rebekka í samtali við fréttastofu í morgun. Slökkviliðið var kallað út klukkan eitt í nótt vegna vatnslekans en ljóst þykir að mikið tjón hafi orðið í mörgum byggingum Háskólans austan Suðurgötu. Stór kaldavatnsæð rofnaði í götunni með þessum afleiðingum. „Það má segja að þetta hafi verið svolítið eins og sundlaug gryfjan hérna í Stúdentakjallaranum hjá okkur. En tjónið á eftir að koma í ljós. Vatnstjón getur verið gríðarlega mikið og við erum bara að reyna að bjarga því sem við getum akkúrat núna en endanleg staða mun kannski liggja fyrir síðar,“ sagði Rebekka. Vatnið náði sums staðar að efri dyrakörmum Vatnið náði að minnsta kosti upp að hné í gryfjunni að sögn Rebekku. „En mér skilst að hérna í næstu byggingu hafi vatnið náð hátt upp í efri dyrakarma á sumum stöðum.“ Hún sagði þetta auðvitað mikið áfall. FS hefði haft Hámu og Stúdentakjallarann lokuð meirihluta síðasta árs og svo gerðist þetta. Aðspurð sagði hún ekki ljóst hversu langan tíma hreinsunarstarf tæki. Dagurinn færi að minnsta kosti í það. „Þetta snýst svolítið um það að koma tækjum og tólum í gang. Við erum að reyna að finna út úr því núna hvort allar græjurnar virka.“ Erfitt væri að segja til um hvernig starfsemi verði háttað næstu daga hjá þeim einingum FS þar sem varð tjón í lekanum. „Við þurfum aðeins að reyna að átta okkur á því hvað gerðist og hvaða áhrif þetta hefur. Líka þegar vatn er búið að liggja á, við erum með parket á gólfum og svona. Það er spurning hvaða áhrif það hefur til lengri tíma,“ sagði Rebekka.
Skóla - og menntamál Slökkvilið Hagsmunir stúdenta Veitingastaðir Vatnsleki í Háskóla Íslands Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira