Lýsti áhyggjum af stöðu ferðaþjónustunnar á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 21. janúar 2021 12:21 Að óbreyttu spá forráðamenn ferðaþjónustunnar að sex til sjöhundruð þúsund ferðamenn komi til landsins á þessu ári en þeir voru tvær milljónir í fyrra. Ferðamálaráðherra segir stöðuna ekki einungis ráðast af gangi bólusetninga innanlands heldur einnig af ástandi mála í öðrum löndum. Sérstaklega í Bandaríkjunum og Bretlandi þaðan sem flestir ferðamenn hafa komið. Vilhelm/Vilhelm Þingflokksformaður Viðreisnar segir óljóst hvernig stjórnvöld ætli að bregðast við vanda ferðaþjónustunnar takist ekki að bólusetja meirihluta þjóðarinnar fyrir sumarið. Ferðamálaráðherra segir stjórnvöld standa með ferðaþjónustunni en þróun í faraldursins í öðrum löndum ráði einnig miklu. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar lýsti áhyggjum sínum af stöðu ferðaþjónustunnar á komandi sumri í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun ef ekki tækist að bólusetja bróðurpart þjóðarinnar fyrir sumarið. „Samkvæmt bestu spá Samtaka ferðaþjónustunnar gera þau ráð fyrir um sex til sjöhundruð þúsund ferðamönnum á árinu — samkvæmt bestu spá. Þeir voru tvær milljónir árið 2019. Þetta byggir á því að ytri landamæri Schengen opni fyrir vorið þannig að við getum tekið á móti ferðamönnum frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Hér er mikil óvissa á ferð,” sagði Hanna Katrín. Samherjamálið rætt á AlþingiFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Hún spurði Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur ferðamálaráðherra hvernig stjórnvöld hygðust styrja ferðaþjónustuna á næstu mánuðum, þar sem viðspyrnukrafur ferðaþjónustunnar færi þverrandi. Svör ríkisstjórnarinnar hefðu verið mjög óskýr hingað til um aðgerðir til skemmri tíma. „Fari svo að bólusetningar verði ekki klárar fyrir sumarbyrjun, hver eru skilaboð hæstv. ráðherra til ferðaþjónustufyrirtækja og til fyrirtækja í veitingahúsa- og öldurhúsarekstri,” spurði Hanna Katrín. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir segir stjórnvöld standa með ferðaþjónustunni enda hafi þau tröllatrú á framtíð hennar.Vísir/Vilhelm Ferðamálaráðherra sagði stöðuna hér einnig ráðast af þróun mála í öðrum löndum, sérstaklega í Bandaríkjunum. „Mín skilaboð til ferðaþjónustunnar og afleiddra starfsgreina innan hennar eru einfaldlega: Við stöndum með ykkur, það höfum við sýnt það í verki. Við erum með augun á boltanum. Við erum tilbúin að hlusta, við erum að taka ákvarðanir. Við erum að styðja við ykkur af því að við höfum tröllatrú á íslenskri ferðaþjónustu til framtíðar,” sagði Þórdís Kolbrún Gylfadóttir. Ferðamennska á Íslandi Viðreisn Alþingi Tengdar fréttir Hlutafé Isavia aukið vegna rekstrartaps í kreppunni Gengið var frá 15 milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi Isavia sem haldinn var þann 12. janúar síðastliðinn. Hlutafjáraukningunni er ætlað að mæta rekstrartapi vegna COVID-19. 19. janúar 2021 12:26 Segir nýjar reglur á landamærum auka fyrirsjáanleika í ferðaþjónustu Áætlun stjórnvalda um að koma á litakóðakerfi á landamærunum eykur fyrirsjánaleika ferðaþjónustunnar fyrir sumarið. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það mikilvægt skref að búið sé að svara ákalli ferðaþjónustunnar. 15. janúar 2021 18:48 Ferðaþjónustan allt að fjögur ár að ná sér á strik Ferðaþjónustan mun líklega ekki ná að vinna sig upp úr áfalli síðasta árs fyrr en að þremur til fjórum liðnum, að mati Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Landsmenn vilja ekki að mikið fleiri ferðamenn komi til landsins en þeir voru fyrir kórónuveirufaraldurinn samkvæmt könnun sem fréttastofa lét gera fyrir áramót. 4. janúar 2021 18:46 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar lýsti áhyggjum sínum af stöðu ferðaþjónustunnar á komandi sumri í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun ef ekki tækist að bólusetja bróðurpart þjóðarinnar fyrir sumarið. „Samkvæmt bestu spá Samtaka ferðaþjónustunnar gera þau ráð fyrir um sex til sjöhundruð þúsund ferðamönnum á árinu — samkvæmt bestu spá. Þeir voru tvær milljónir árið 2019. Þetta byggir á því að ytri landamæri Schengen opni fyrir vorið þannig að við getum tekið á móti ferðamönnum frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Hér er mikil óvissa á ferð,” sagði Hanna Katrín. Samherjamálið rætt á AlþingiFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Hún spurði Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur ferðamálaráðherra hvernig stjórnvöld hygðust styrja ferðaþjónustuna á næstu mánuðum, þar sem viðspyrnukrafur ferðaþjónustunnar færi þverrandi. Svör ríkisstjórnarinnar hefðu verið mjög óskýr hingað til um aðgerðir til skemmri tíma. „Fari svo að bólusetningar verði ekki klárar fyrir sumarbyrjun, hver eru skilaboð hæstv. ráðherra til ferðaþjónustufyrirtækja og til fyrirtækja í veitingahúsa- og öldurhúsarekstri,” spurði Hanna Katrín. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir segir stjórnvöld standa með ferðaþjónustunni enda hafi þau tröllatrú á framtíð hennar.Vísir/Vilhelm Ferðamálaráðherra sagði stöðuna hér einnig ráðast af þróun mála í öðrum löndum, sérstaklega í Bandaríkjunum. „Mín skilaboð til ferðaþjónustunnar og afleiddra starfsgreina innan hennar eru einfaldlega: Við stöndum með ykkur, það höfum við sýnt það í verki. Við erum með augun á boltanum. Við erum tilbúin að hlusta, við erum að taka ákvarðanir. Við erum að styðja við ykkur af því að við höfum tröllatrú á íslenskri ferðaþjónustu til framtíðar,” sagði Þórdís Kolbrún Gylfadóttir.
Ferðamennska á Íslandi Viðreisn Alþingi Tengdar fréttir Hlutafé Isavia aukið vegna rekstrartaps í kreppunni Gengið var frá 15 milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi Isavia sem haldinn var þann 12. janúar síðastliðinn. Hlutafjáraukningunni er ætlað að mæta rekstrartapi vegna COVID-19. 19. janúar 2021 12:26 Segir nýjar reglur á landamærum auka fyrirsjáanleika í ferðaþjónustu Áætlun stjórnvalda um að koma á litakóðakerfi á landamærunum eykur fyrirsjánaleika ferðaþjónustunnar fyrir sumarið. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það mikilvægt skref að búið sé að svara ákalli ferðaþjónustunnar. 15. janúar 2021 18:48 Ferðaþjónustan allt að fjögur ár að ná sér á strik Ferðaþjónustan mun líklega ekki ná að vinna sig upp úr áfalli síðasta árs fyrr en að þremur til fjórum liðnum, að mati Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Landsmenn vilja ekki að mikið fleiri ferðamenn komi til landsins en þeir voru fyrir kórónuveirufaraldurinn samkvæmt könnun sem fréttastofa lét gera fyrir áramót. 4. janúar 2021 18:46 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Hlutafé Isavia aukið vegna rekstrartaps í kreppunni Gengið var frá 15 milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi Isavia sem haldinn var þann 12. janúar síðastliðinn. Hlutafjáraukningunni er ætlað að mæta rekstrartapi vegna COVID-19. 19. janúar 2021 12:26
Segir nýjar reglur á landamærum auka fyrirsjáanleika í ferðaþjónustu Áætlun stjórnvalda um að koma á litakóðakerfi á landamærunum eykur fyrirsjánaleika ferðaþjónustunnar fyrir sumarið. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það mikilvægt skref að búið sé að svara ákalli ferðaþjónustunnar. 15. janúar 2021 18:48
Ferðaþjónustan allt að fjögur ár að ná sér á strik Ferðaþjónustan mun líklega ekki ná að vinna sig upp úr áfalli síðasta árs fyrr en að þremur til fjórum liðnum, að mati Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Landsmenn vilja ekki að mikið fleiri ferðamenn komi til landsins en þeir voru fyrir kórónuveirufaraldurinn samkvæmt könnun sem fréttastofa lét gera fyrir áramót. 4. janúar 2021 18:46