ASÍ fussar og sveiar yfir uppsögnum Bláfugls Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. janúar 2021 16:29 Drífa Snædal er forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm Alþýðusamband Íslands fordæmir það sem sambandið kallar enn eina tilraunina til félagslegra undirboða í flugrekstri hér á landi. Vísað er til uppsagnar fragtflugfélagsins Bláfugls sem sagði upp ellefu flugmönnum í desember í hagræðingarskyni. „Nú er það Bláfugl með fulltingi SA sem hefur sagt upp flugmönnum í miðri kjaradeilu með hótun um að „leita annarra leiða“ til að lækka launakostnað. Með slíkri framgöngu er vegið að grundvallarréttindum stéttarfélaga og þar með öllu launafólki á Íslandi. Atvinnurekendum er óheimilt að reyna að hafa áhrif á vinnudeilur eða stéttarfélagsaðild með uppsögn úr vinnu eða hótunum um slíka uppsögn en um það er skýrt kveðið á um í 4 gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur,“ segir í yfirlýsingu ASÍ. Í tilkynningu Bláfugls vegna uppsagnanna í lok árs 2020 kom fram að flugmennirnir ellefu væru meðlimir í Félagi íslenskra atvinnuflugmanna og langlaunahæstu starfsmenn Bláfugls. „Bláfugl býður flugmönnum góð kjör sem eru samkeppnishæf við þá markaði sem Bláfugl starfar á. Umræddir flugmenn eru meðal annars íslenskir, danskir, þýskir, belgískir og hollenskir. Bláfugl er eftir sem áður mannað vel hæfu fólki með metnað fyrir sínum störfum,“ sagði í tilkynningunni. Alþýðusambandið er allt annað en sátt. „Fram hefur komið að Bláfugl nýtir sér þjónustu starfsmannaleiga sem þrátt fyrir skýr ákvæði laga nr. 139/2005 hafa ekki skráð sig hér á landi og enga grein gert fyrir kjörum starfsmanna sinna sem eiga að vera þau sömu og kjarasamningar hér á landi mæla fyrir um. Bláfugli er ekki heimilt að eiga viðskipti við starfsmannaleigur sem ekki sinna lögbundnum skyldum sínum og ASÍ skorar á Vinnumálastofnun að rísa undir hlutverki sínu og nota allar þær heimildir sem hún hefur til þess að tryggja að ekki séu stunduð félagsleg undirboð og lögbrot á íslenskum vinnumarkaði.“ Vinnumarkaður Fréttir af flugi Tengdar fréttir Boðar Bláfugl endalok stéttarfélaga? Þann 30. desember síðastliðinn fengu 11 flugmenn Bláfugls uppsagnarbréf frá fyrirtækinu. Þessir flugmenn eiga það sameiginlegt að vera í stéttarfélagi. Aðrir flugmenn félagsins eru gerviverktakar og halda óbreyttu fyrirkomulagi. 7. janúar 2021 15:00 Ellefu flugmönnum sagt upp hjá Bláfugli Fragtflugfélagið Bláfugl hefur sagt upp ellefu flugmönnum fyrirtækisins í hagræðingarskyni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 30. desember 2020 13:46 Bláfugl í eigu Avia Solutions Group Kaup Avia Solutions Group á Bláfugli ehf. eru gengin í gegn. 31. mars 2020 11:40 Bjartsýnir á að flug með ferskan fisk verði tryggt Mikill samdráttur í farþegaflugi vekur spurningar um hvernig fer með útflutning á ferskum íslenskum sjávarafurðum með flugi en stór hluti nýtir farangursrými farþegaflugvéla. 18. mars 2020 16:45 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Sjá meira
„Nú er það Bláfugl með fulltingi SA sem hefur sagt upp flugmönnum í miðri kjaradeilu með hótun um að „leita annarra leiða“ til að lækka launakostnað. Með slíkri framgöngu er vegið að grundvallarréttindum stéttarfélaga og þar með öllu launafólki á Íslandi. Atvinnurekendum er óheimilt að reyna að hafa áhrif á vinnudeilur eða stéttarfélagsaðild með uppsögn úr vinnu eða hótunum um slíka uppsögn en um það er skýrt kveðið á um í 4 gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur,“ segir í yfirlýsingu ASÍ. Í tilkynningu Bláfugls vegna uppsagnanna í lok árs 2020 kom fram að flugmennirnir ellefu væru meðlimir í Félagi íslenskra atvinnuflugmanna og langlaunahæstu starfsmenn Bláfugls. „Bláfugl býður flugmönnum góð kjör sem eru samkeppnishæf við þá markaði sem Bláfugl starfar á. Umræddir flugmenn eru meðal annars íslenskir, danskir, þýskir, belgískir og hollenskir. Bláfugl er eftir sem áður mannað vel hæfu fólki með metnað fyrir sínum störfum,“ sagði í tilkynningunni. Alþýðusambandið er allt annað en sátt. „Fram hefur komið að Bláfugl nýtir sér þjónustu starfsmannaleiga sem þrátt fyrir skýr ákvæði laga nr. 139/2005 hafa ekki skráð sig hér á landi og enga grein gert fyrir kjörum starfsmanna sinna sem eiga að vera þau sömu og kjarasamningar hér á landi mæla fyrir um. Bláfugli er ekki heimilt að eiga viðskipti við starfsmannaleigur sem ekki sinna lögbundnum skyldum sínum og ASÍ skorar á Vinnumálastofnun að rísa undir hlutverki sínu og nota allar þær heimildir sem hún hefur til þess að tryggja að ekki séu stunduð félagsleg undirboð og lögbrot á íslenskum vinnumarkaði.“
Vinnumarkaður Fréttir af flugi Tengdar fréttir Boðar Bláfugl endalok stéttarfélaga? Þann 30. desember síðastliðinn fengu 11 flugmenn Bláfugls uppsagnarbréf frá fyrirtækinu. Þessir flugmenn eiga það sameiginlegt að vera í stéttarfélagi. Aðrir flugmenn félagsins eru gerviverktakar og halda óbreyttu fyrirkomulagi. 7. janúar 2021 15:00 Ellefu flugmönnum sagt upp hjá Bláfugli Fragtflugfélagið Bláfugl hefur sagt upp ellefu flugmönnum fyrirtækisins í hagræðingarskyni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 30. desember 2020 13:46 Bláfugl í eigu Avia Solutions Group Kaup Avia Solutions Group á Bláfugli ehf. eru gengin í gegn. 31. mars 2020 11:40 Bjartsýnir á að flug með ferskan fisk verði tryggt Mikill samdráttur í farþegaflugi vekur spurningar um hvernig fer með útflutning á ferskum íslenskum sjávarafurðum með flugi en stór hluti nýtir farangursrými farþegaflugvéla. 18. mars 2020 16:45 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Sjá meira
Boðar Bláfugl endalok stéttarfélaga? Þann 30. desember síðastliðinn fengu 11 flugmenn Bláfugls uppsagnarbréf frá fyrirtækinu. Þessir flugmenn eiga það sameiginlegt að vera í stéttarfélagi. Aðrir flugmenn félagsins eru gerviverktakar og halda óbreyttu fyrirkomulagi. 7. janúar 2021 15:00
Ellefu flugmönnum sagt upp hjá Bláfugli Fragtflugfélagið Bláfugl hefur sagt upp ellefu flugmönnum fyrirtækisins í hagræðingarskyni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 30. desember 2020 13:46
Bláfugl í eigu Avia Solutions Group Kaup Avia Solutions Group á Bláfugli ehf. eru gengin í gegn. 31. mars 2020 11:40
Bjartsýnir á að flug með ferskan fisk verði tryggt Mikill samdráttur í farþegaflugi vekur spurningar um hvernig fer með útflutning á ferskum íslenskum sjávarafurðum með flugi en stór hluti nýtir farangursrými farþegaflugvéla. 18. mars 2020 16:45