FIFA segir að leikmenn evrópsku Ofurdeildarinnar muni ekki geta spilað á HM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2021 06:31 Eigendur Mancester United vilja stofna evrópska Ofurdeild. Ef svo færi mætti enginn leikmanna liðsins taka þátt á HM. Peter Cziborra/Getty Images Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur sett fótinn fyrir hurðina sem á að opna leið stórliða Evrópu að stofnun Ofurdeildar. Leikmenn þeirrar deildar myndu ekki fá leyfi sambandsins til að taka þátt í mótum á vegum þess. Orðrómar þess efnis að stórveldi Evrópu vilji stofna svokallaða Ofurdeild sem myndi samanstanda af stærstu – og að vissu leyti bestu – liðum Evrópu hafa orðið háværari og háværari undanfarna mánuði. Virkilega áhugavert. FIFA fer all in og segir að ef Ofurdeild verður stofnuð verði mönnum bannað að keppa með landsliðum og taka þátt í keppnum á vegum FIFA og aðildarsambanda. Opnar samt á möguleikann á draum Infantino um HM félagsliða. https://t.co/SSot4aBZkW— Björn Berg (@BjornBergG) January 21, 2021 FIFA hefur nú ákveðið að gefa út tilkynningu þess efnis að fari svo að téð deild yrði stofnuð þá myndu leikmenn sem í henni spila ekki fá að taka þátt í mótum á vegum FIFA. Þar má til að mynda heimsmeistarakeppnina sjálfa. Ekki væri um að ræða keppni sem kæmi í staðinn fyrir deildarkeppni hvers lands heldur svipað fyrirkomulag og er í EuroLeague í körfuboltanum. Í raun væru þá liðin sem taka þátt í Ofurdeildinni að taka þátt í tveimur deildarkeppnum. Það þýðir að liðin myndu ekki taka þátt í Meistaradeild Evrópu eða bikarkeppnum landa sinna. „FIFA og álfusamböndin sex vilja taka fram að slík keppni yrði ekki samþykkt af sambandinu. Þau félög og þeir leikmenn sem myndu taka þátt í slíkri deild myndu ekki fá leyfi til að taka þátt í opinberum keppnum á vegum sambandsins,“ segir meðal annars í yfirlýsingu FIFA um málið. Samkvæmt pistlahöfundi New York Times hefur Joel Glazer – meðlimur Glazer fjölskyldunnar, sem á Manchester United – verið einn af þeim sem hefur barist hvað mest fyrir stofnun slíkrar deildar. Man United hefur ekki átt fast sæti í Meistaradeild Evrópu undanfarin ár og vilja eigandur félagsins stöðugra tekjuflæði ef marka má fréttir. Joel Glazer has been working the phones, pushing the idea of a Super League. The idea is for 15/16 permanent members and 4 or 5 qualifiers for each season. League would be divided into 2 groups 10, with top four in each qualifying for knockouts. All games midweek except final.— tariq panja (@tariqpanja) January 21, 2021 Fótbolti FIFA Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Chelsea mætir Real Betis Sport Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Orðrómar þess efnis að stórveldi Evrópu vilji stofna svokallaða Ofurdeild sem myndi samanstanda af stærstu – og að vissu leyti bestu – liðum Evrópu hafa orðið háværari og háværari undanfarna mánuði. Virkilega áhugavert. FIFA fer all in og segir að ef Ofurdeild verður stofnuð verði mönnum bannað að keppa með landsliðum og taka þátt í keppnum á vegum FIFA og aðildarsambanda. Opnar samt á möguleikann á draum Infantino um HM félagsliða. https://t.co/SSot4aBZkW— Björn Berg (@BjornBergG) January 21, 2021 FIFA hefur nú ákveðið að gefa út tilkynningu þess efnis að fari svo að téð deild yrði stofnuð þá myndu leikmenn sem í henni spila ekki fá að taka þátt í mótum á vegum FIFA. Þar má til að mynda heimsmeistarakeppnina sjálfa. Ekki væri um að ræða keppni sem kæmi í staðinn fyrir deildarkeppni hvers lands heldur svipað fyrirkomulag og er í EuroLeague í körfuboltanum. Í raun væru þá liðin sem taka þátt í Ofurdeildinni að taka þátt í tveimur deildarkeppnum. Það þýðir að liðin myndu ekki taka þátt í Meistaradeild Evrópu eða bikarkeppnum landa sinna. „FIFA og álfusamböndin sex vilja taka fram að slík keppni yrði ekki samþykkt af sambandinu. Þau félög og þeir leikmenn sem myndu taka þátt í slíkri deild myndu ekki fá leyfi til að taka þátt í opinberum keppnum á vegum sambandsins,“ segir meðal annars í yfirlýsingu FIFA um málið. Samkvæmt pistlahöfundi New York Times hefur Joel Glazer – meðlimur Glazer fjölskyldunnar, sem á Manchester United – verið einn af þeim sem hefur barist hvað mest fyrir stofnun slíkrar deildar. Man United hefur ekki átt fast sæti í Meistaradeild Evrópu undanfarin ár og vilja eigandur félagsins stöðugra tekjuflæði ef marka má fréttir. Joel Glazer has been working the phones, pushing the idea of a Super League. The idea is for 15/16 permanent members and 4 or 5 qualifiers for each season. League would be divided into 2 groups 10, with top four in each qualifying for knockouts. All games midweek except final.— tariq panja (@tariqpanja) January 21, 2021
Fótbolti FIFA Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Chelsea mætir Real Betis Sport Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira