Dæmi um aldursfordóma og menntahroka á íslenskum vinnumarkaði Eiður Þór Árnason skrifar 21. janúar 2021 22:41 Ástþór Jón Ragnheiðarson telur vel þess virði að slaka á formlegu kröfunum til að gefa fleirum tækifæri. Aðsend/Getty Varaformaður ASÍ-UNG, ungliðahreyfingar Alþýðusambands Íslands, segir aldursfordóma og menntahroka ríkja víða á íslenskum vinnumarkaði. Hann kallar eftir því að atvinnurekendur horfi í auknum mæli til reynslu fólks við ráðningar og síður á prófskírteinið. Að öðrum kosti verði fyrirtæki og stofnanir af gríðarlegum mannauði. Ástþór Jón Ragnheiðarson hefur fylgst með atvinnuauglýsingum að undanförnu og gerir athugasemd við að stór hluti þeirra geri kröfu um háskólamenntun sem nýtist í starfi eða lágmarksaldur. Hann áréttar að hann telji í mörgum tilvikum eðlilegt að gera kröfu um tiltekna menntun eða aldur en segir að atvinnurekendur geti stundum vel komist af án þess. „Ég bara gat ómögulega skilið hvers vegna til dæmis móttökuritari þarf að vera að lágmarki 25 ára gamall eða þegar þú ert að ráða framkvæmdastjóra eða verkefnastjóra að óska eftir háskólamenntun sem nýtist í starfi. Hvers konar háskólamenntun er það og er hún eitthvað betri eða verri en iðnnám eða ýmis konar reynsla?“ spurði Ástþór í Reykjavík síðdegis. „Líka frá öðrum sjónarhóli þá er oft talað um að þegar þú ert kominn yfir fimmtugt er tæplega litið við þér á vinnumarkaði, sérstaklega ef þú ert kona, svo þetta gengur í báðar áttir.“ Vill láta meta fólk að verðleikum Ástþór kallar eftir því að í meira mæli sé horft til starfsreynslu. „Fólk er ekki prófskírteinið þeirra, þetta er frekar ákall um að við snúum af þessari braut og förum frekar að meta fólk að verðleikum fyrir það hvað það getur gert.“ „Ef ég væri að ráða framkvæmdastjóra þá myndi ég frekar vilja fá til mín húsasmíðameistara sem hefur áralanga reynslu af eigin rekstri frekar en nýútskrifaðan viðskiptafræðing en í svo mörgum tilfellum er það bara ekki raunin því það er þessi klausa um háskólamenntun sem nýtist í starfi.“ Verði af gríðarlegum mannauði Ástþór telur vel þess virði að slaka á formlegu kröfunum til að gefa fleirum tækifæri. „Það þarf að sjálfsögðu að sigta eitthvað út en engu að síður held ég að við séum að tapa gríðarlegum verðmætum og gríðarlegu hæfileikafólki með þessu. Þannig að ég held að það væri bara vinnunnar og tímans virði þó það séu kannski aðeins fleiri umsóknir.“ Hann tekur sveitarfélög sem dæmi í þessu samhengi og segir sum þeirra horfa fram hjá fólki með mikla stjórnunarreynslu. „Sveitarfélög eru að auglýsa stöður, oft á tíðum ekki lögvernduð störf heldur bara menningarfulltrúa eða verkefnastjóra, þú ert jafnvel oft á tíðum með fólk sem hefur áralanga reynslu af stjórnsýslu, sveitarstjórnarpólitík eða slíku en býr kannski ekki yfir annarri menntun en iðnmenntun eða einhverju slíku. Þannig er það klárlega að verða af gríðarlegum mannauði.“ Er þetta menntahroki að þínu mati? „Já, ég kem ekki öðrum orðum yfir þetta, stórfellt gáleysi getur líka verið eða hugsanaleysi, en já ég vil meina það.“ Hlusta má á viðtalið við Ástþór í fullri lengd í spilaranum hér fyrir neðan. Reykjavík síðdegis Vinnumarkaður Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Ástþór Jón Ragnheiðarson hefur fylgst með atvinnuauglýsingum að undanförnu og gerir athugasemd við að stór hluti þeirra geri kröfu um háskólamenntun sem nýtist í starfi eða lágmarksaldur. Hann áréttar að hann telji í mörgum tilvikum eðlilegt að gera kröfu um tiltekna menntun eða aldur en segir að atvinnurekendur geti stundum vel komist af án þess. „Ég bara gat ómögulega skilið hvers vegna til dæmis móttökuritari þarf að vera að lágmarki 25 ára gamall eða þegar þú ert að ráða framkvæmdastjóra eða verkefnastjóra að óska eftir háskólamenntun sem nýtist í starfi. Hvers konar háskólamenntun er það og er hún eitthvað betri eða verri en iðnnám eða ýmis konar reynsla?“ spurði Ástþór í Reykjavík síðdegis. „Líka frá öðrum sjónarhóli þá er oft talað um að þegar þú ert kominn yfir fimmtugt er tæplega litið við þér á vinnumarkaði, sérstaklega ef þú ert kona, svo þetta gengur í báðar áttir.“ Vill láta meta fólk að verðleikum Ástþór kallar eftir því að í meira mæli sé horft til starfsreynslu. „Fólk er ekki prófskírteinið þeirra, þetta er frekar ákall um að við snúum af þessari braut og förum frekar að meta fólk að verðleikum fyrir það hvað það getur gert.“ „Ef ég væri að ráða framkvæmdastjóra þá myndi ég frekar vilja fá til mín húsasmíðameistara sem hefur áralanga reynslu af eigin rekstri frekar en nýútskrifaðan viðskiptafræðing en í svo mörgum tilfellum er það bara ekki raunin því það er þessi klausa um háskólamenntun sem nýtist í starfi.“ Verði af gríðarlegum mannauði Ástþór telur vel þess virði að slaka á formlegu kröfunum til að gefa fleirum tækifæri. „Það þarf að sjálfsögðu að sigta eitthvað út en engu að síður held ég að við séum að tapa gríðarlegum verðmætum og gríðarlegu hæfileikafólki með þessu. Þannig að ég held að það væri bara vinnunnar og tímans virði þó það séu kannski aðeins fleiri umsóknir.“ Hann tekur sveitarfélög sem dæmi í þessu samhengi og segir sum þeirra horfa fram hjá fólki með mikla stjórnunarreynslu. „Sveitarfélög eru að auglýsa stöður, oft á tíðum ekki lögvernduð störf heldur bara menningarfulltrúa eða verkefnastjóra, þú ert jafnvel oft á tíðum með fólk sem hefur áralanga reynslu af stjórnsýslu, sveitarstjórnarpólitík eða slíku en býr kannski ekki yfir annarri menntun en iðnmenntun eða einhverju slíku. Þannig er það klárlega að verða af gríðarlegum mannauði.“ Er þetta menntahroki að þínu mati? „Já, ég kem ekki öðrum orðum yfir þetta, stórfellt gáleysi getur líka verið eða hugsanaleysi, en já ég vil meina það.“ Hlusta má á viðtalið við Ástþór í fullri lengd í spilaranum hér fyrir neðan.
Reykjavík síðdegis Vinnumarkaður Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira