Klopp: Eins og lítið blóm sem augljóslega einhver hefur trampað á Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2021 08:00 Jürgen Klopp situr úrræðalaus á bekknum eftir þegar ekkert gekk í sóknarleik Liverpool fjórða leikinn í röð AP/Peter Powell Jürgen Klopp sagði að það væri bjánalegt að honum að tala um einhverja titilbaráttu eftir að hans menn töpuðu á heimavelli á móti Burnley í gær og hafa þar með aðeins fengið samtals þrjú stig af fimmtán mögulegum í síðustu fimm leikjum. Síðasti deildarsigur Liverpool liðsins var 7-0 burst á móti Crystal Palace 19. desember síðastliðinn. Síðan er liðinn meira en mánuður og liðið er nú dottið niður í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Það er erfitt að sætta sig við þessi úrslit og ekki auðvelt að útskýra þau heldur. Þetta eru ekki strákar sem hugsa eftir 7-0 sigur ‚við gerðum þetta bara svona' því þeir lögðu mikið á sig í kvöld en þetta heppnaðist ekki hjá okkur,“ sagði Jürgen Klopp við breska ríkisútvarpið eftir leikinn. „Ef eitthvað er ekki að ganga þá þarftu bara að reyna meira, oftar og lengur. Það var samt ekki auðvelt fyrir okkur að tapa leiknum svona,“ sagði Klopp. Englandsmeistararnir eru núna sex stigum á eftir toppliði Manchester United. Liverpool manager Juergen Klopp said his team's shock 1-0 defeat at home to Burnley on Thursday was a "massive punch in the face" and took responsibility for the champions' dramatic slump in form. https://t.co/cgBeOMy7zA— Reuters Sports (@ReutersSports) January 22, 2021 „Ef ég sæti hér, eftir tap á móti Burnley og þá staðreynd að við erum ekki búnir að skora í fjórum leikjum í röð, hversu bjánalegt væri það þá að fara að tala um titilbaráttu,“ sagði Klopp. Liverpool liðið hafði ekki tapað í 1370 daga á Anfield og þetta var fyrsta tap liðsins á heimavelli í 69 leikjum. Síðasta deildarmark liðsins skoraði Sadio Mane á móti West Brom 27. desember síðastliðinn. Síðan þá eru liðnar 438 mínútur og Liverpool menn hafa reynt 87 skot að marki mótherjanna. Klopp byrjaði með framherjana Mohamed Salah og Roberto Firmino bekknum en þeir komu inn á völlinn eftir 57 mínútur. „Þetta er mér að kenna og þannig er það bara. Við verðum að taka betri ákvarðanir og verðum að gera það rétta í stöðunni oftar,“ sagði Klopp en núna er þetta auðvitað orðið spurning um sjálfstraustið. "It's my fault." Jurgen Klopp's post-match reaction to losing to Burnley #LIVBUR pic.twitter.com/25fw3jl84u— Football Daily (@footballdaily) January 21, 2021 „Þessir strákar geta þetta alveg þó að þeir hafi ekki skorað í nokkurn tíma. Það er ekki eins og þeir séu fullir af sjálfstrausti, það sjá það allir. Fólk segir þá: Hvernig geta þeir ekki verið með fullt sjálfstraust eftir að hafa unnið titilinn á síðasta ári?,“ sagði Klopp. „Sjálfstraust er eins og lítið blóm og augljóslega hefur einhver trampað á því. Á þessari stundu þá þurfum við að finna nýtt blóm og við munum gera það. Í kvöld var þetta ekki nóg,“ sagði Klopp. „Ákvörðunartaka á síðasta þriðjungnum er ekki eins og hún á að vera. Allir munu nú tala um þetta sem gerir vandamálið stærra en ekki minna,“ sagði Jürgen Klopp. Enski boltinn Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjá meira
Síðasti deildarsigur Liverpool liðsins var 7-0 burst á móti Crystal Palace 19. desember síðastliðinn. Síðan er liðinn meira en mánuður og liðið er nú dottið niður í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Það er erfitt að sætta sig við þessi úrslit og ekki auðvelt að útskýra þau heldur. Þetta eru ekki strákar sem hugsa eftir 7-0 sigur ‚við gerðum þetta bara svona' því þeir lögðu mikið á sig í kvöld en þetta heppnaðist ekki hjá okkur,“ sagði Jürgen Klopp við breska ríkisútvarpið eftir leikinn. „Ef eitthvað er ekki að ganga þá þarftu bara að reyna meira, oftar og lengur. Það var samt ekki auðvelt fyrir okkur að tapa leiknum svona,“ sagði Klopp. Englandsmeistararnir eru núna sex stigum á eftir toppliði Manchester United. Liverpool manager Juergen Klopp said his team's shock 1-0 defeat at home to Burnley on Thursday was a "massive punch in the face" and took responsibility for the champions' dramatic slump in form. https://t.co/cgBeOMy7zA— Reuters Sports (@ReutersSports) January 22, 2021 „Ef ég sæti hér, eftir tap á móti Burnley og þá staðreynd að við erum ekki búnir að skora í fjórum leikjum í röð, hversu bjánalegt væri það þá að fara að tala um titilbaráttu,“ sagði Klopp. Liverpool liðið hafði ekki tapað í 1370 daga á Anfield og þetta var fyrsta tap liðsins á heimavelli í 69 leikjum. Síðasta deildarmark liðsins skoraði Sadio Mane á móti West Brom 27. desember síðastliðinn. Síðan þá eru liðnar 438 mínútur og Liverpool menn hafa reynt 87 skot að marki mótherjanna. Klopp byrjaði með framherjana Mohamed Salah og Roberto Firmino bekknum en þeir komu inn á völlinn eftir 57 mínútur. „Þetta er mér að kenna og þannig er það bara. Við verðum að taka betri ákvarðanir og verðum að gera það rétta í stöðunni oftar,“ sagði Klopp en núna er þetta auðvitað orðið spurning um sjálfstraustið. "It's my fault." Jurgen Klopp's post-match reaction to losing to Burnley #LIVBUR pic.twitter.com/25fw3jl84u— Football Daily (@footballdaily) January 21, 2021 „Þessir strákar geta þetta alveg þó að þeir hafi ekki skorað í nokkurn tíma. Það er ekki eins og þeir séu fullir af sjálfstrausti, það sjá það allir. Fólk segir þá: Hvernig geta þeir ekki verið með fullt sjálfstraust eftir að hafa unnið titilinn á síðasta ári?,“ sagði Klopp. „Sjálfstraust er eins og lítið blóm og augljóslega hefur einhver trampað á því. Á þessari stundu þá þurfum við að finna nýtt blóm og við munum gera það. Í kvöld var þetta ekki nóg,“ sagði Klopp. „Ákvörðunartaka á síðasta þriðjungnum er ekki eins og hún á að vera. Allir munu nú tala um þetta sem gerir vandamálið stærra en ekki minna,“ sagði Jürgen Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjá meira