Segir löngu tímabært að afnema refsistefnuna Sylvía Hall og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 23. janúar 2021 21:30 Heilbrigðisráðherra boðar frumvarp um lögleiðingu neysluskammta fíkniefna og vill að litið verði á fíkniefnaneytendur sem sjúklinga fremur en afbrotamenn. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar segir þetta skref í rétta átt enda sé löngu tímabært að afnema þá refsistefnu sem hafi ekki skilað árangri Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Helstu breytingar eru að varsla á neysluskömmtum verði ekki refsiverð, ráðherra geti með reglugerð kveðið á um hvaða magn ávana- og fíkniefna teljist til eigin nota miðað við neysluskammta og að lögregla hafi ekki lengur heimild til að gera upptæka neysluskammta hjá fóli yfir átján ára aldri. Um er að ræða fyrsta skipti sem ráðherra leggur til afglæpavæðingu neysluskammta en árið 2019 lögðu þingmenn úr sex flokkum á Alþingi sams konar frumvarp. Það var hins vegar fellt í atkvæðagreiðslu í fyrra. „Auðvitað vonum við að afglæpavæðingin nái víðtækar utan um tilvist skjólstæðinga frú Ragnheiðar heldur en áður hefur verið talað um. Afglæpavæðing neysluskammta í vörslu er stórt skref og gott fyrsta skref.“ Elísabet Brynjarsdóttir er verkefnastýra Frú Ragnheiðar.Vísir/Arnar Fíkniefnaneytendur ekki afbrotamenn Frú Ragnheiður vinnur eftir skaðaminnkandi hugmyndafræði og hefur lengi kallað eftir opnun neyslurýma og afglæpavæðingu neysluskammta. „Samfélagsgerðin okkar er flókin og við höfum starfað innan lagaramma em er í takti við refsistefnu sem er að refsa einstaklingi að nota ólögleg vímuefni. Með mögulegu frumvarpi frá heilbrigðisráðuneyti á Íslandi um afglæpavæðingu á Íslandi er stigið skref í áttina að þvi að horfa öðruvísi á þessi mál.“ Í frumvarpinu er talað um að líta á fíkniefnaneytanda sem sjúkling en ekki afbrotamann. Elísabet er sammála þessu. „Draumastaðan væri að manneskja sem þarf á heilbrigðisþjónustu eða félagslegri þjónustu að halda geti sagt frá stöðu sinni óhrædd við að segja frá stöðu sinni án þess að verða fyrir fordómum eða fái ekki aðstoðina.“ Fíkn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Áform um lögleiðingu neysluskammta fíkniefna í samráðsgátt Áform heilbriðisráðherra um að leggja fram frumvarp sem heimilar vörslu takmarkaðs magns ávana- og fíkniefna eru komin í samráðsgátt stjórnvalda. Frumvarpinu yrði ætlað að stuðlað að því að taka skref í átt frá refsistefnu í málaflokknum. 19. janúar 2021 18:05 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Helstu breytingar eru að varsla á neysluskömmtum verði ekki refsiverð, ráðherra geti með reglugerð kveðið á um hvaða magn ávana- og fíkniefna teljist til eigin nota miðað við neysluskammta og að lögregla hafi ekki lengur heimild til að gera upptæka neysluskammta hjá fóli yfir átján ára aldri. Um er að ræða fyrsta skipti sem ráðherra leggur til afglæpavæðingu neysluskammta en árið 2019 lögðu þingmenn úr sex flokkum á Alþingi sams konar frumvarp. Það var hins vegar fellt í atkvæðagreiðslu í fyrra. „Auðvitað vonum við að afglæpavæðingin nái víðtækar utan um tilvist skjólstæðinga frú Ragnheiðar heldur en áður hefur verið talað um. Afglæpavæðing neysluskammta í vörslu er stórt skref og gott fyrsta skref.“ Elísabet Brynjarsdóttir er verkefnastýra Frú Ragnheiðar.Vísir/Arnar Fíkniefnaneytendur ekki afbrotamenn Frú Ragnheiður vinnur eftir skaðaminnkandi hugmyndafræði og hefur lengi kallað eftir opnun neyslurýma og afglæpavæðingu neysluskammta. „Samfélagsgerðin okkar er flókin og við höfum starfað innan lagaramma em er í takti við refsistefnu sem er að refsa einstaklingi að nota ólögleg vímuefni. Með mögulegu frumvarpi frá heilbrigðisráðuneyti á Íslandi um afglæpavæðingu á Íslandi er stigið skref í áttina að þvi að horfa öðruvísi á þessi mál.“ Í frumvarpinu er talað um að líta á fíkniefnaneytanda sem sjúkling en ekki afbrotamann. Elísabet er sammála þessu. „Draumastaðan væri að manneskja sem þarf á heilbrigðisþjónustu eða félagslegri þjónustu að halda geti sagt frá stöðu sinni óhrædd við að segja frá stöðu sinni án þess að verða fyrir fordómum eða fái ekki aðstoðina.“
Fíkn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Áform um lögleiðingu neysluskammta fíkniefna í samráðsgátt Áform heilbriðisráðherra um að leggja fram frumvarp sem heimilar vörslu takmarkaðs magns ávana- og fíkniefna eru komin í samráðsgátt stjórnvalda. Frumvarpinu yrði ætlað að stuðlað að því að taka skref í átt frá refsistefnu í málaflokknum. 19. janúar 2021 18:05 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Áform um lögleiðingu neysluskammta fíkniefna í samráðsgátt Áform heilbriðisráðherra um að leggja fram frumvarp sem heimilar vörslu takmarkaðs magns ávana- og fíkniefna eru komin í samráðsgátt stjórnvalda. Frumvarpinu yrði ætlað að stuðlað að því að taka skref í átt frá refsistefnu í málaflokknum. 19. janúar 2021 18:05