Hamborgarinn „innan þeirra marka sem við erum sjálf að predika“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. janúar 2021 14:27 Skjáskot af frétt Fréttablaðsins og myndinni af Þórólfi, Jóhannesi og Víði má sjá hér til hægri á mynd. Samsett Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að málsverður hans á Hamborgarafabrikkunni hafi verið innan þeirra marka sem sóttvarnayfirvöld hafa boðað. Kráareigandi lýsti yfir óánægju með uppátækið og sóttvarnareglur í gær. Greint var frá því í Fréttablaðinu í gær að Þórólfur hefði loks smakkað „heiðursborgara“ sem nefndur var Rúdólfur í höfuðið á honum, á Hamborgarafabrikkunni í síðustu viku. Mynd af Þórólfi að bragða borgarann, ásamt Jóhannesi Ásbirnssyni eiganda Fabrikkunnar og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni, fylgdi fréttinni. Félagarnir þrír gátu leyft sér að vera nokkuð innilegir en bæði Víðir og Jóhannes hafa fengið Covid-19 og eru með mótefni. Kráareigendur hafa undanfarið lýst yfir óánægju með sóttvarnareglur, sem kveða á um að krám og börum skuli lokað en veitingastaðir megi standa opnir. Gylfi Jens Gylfason eigandi Ölvers sportbars ítrekar þessar aðfinnslur í Facebook-færslu sem hann birti í gær, og vísar til fréttar Fréttablaðsins. „Ég mundi líka bjóða Þórólfi upp á hamborgara ef ég gæti. Þórólfur hefur hins vegar komist að þeirri hávísindalegu niðurstöðu með fulltingi heilbrigðisráðherra að neysla hamborgara á Sportbarnum Ölver feli í sér aukna smithættu á Covid 19 umfram aðra veitingastaði og skuli því vera lokað,“ skrifar Gylfi. Þá hnýtir hann í sóttvarnalækni fyrir að sitja heldur nálægt sessunautum sínum á myndinni. Eins og áður segir hafa Víðir og Jóhannes þó báðir fengið Covid-19. „Ég get þó lofað Þórólfi því að ég mundi ekki gera kröfu um myndatöku í auglýsingaskyni og alls ekki gera kröfu um faðmlag. Það eru jú tilmæli um fjarlægðarmörk sem ber að virða. Við erum öll í þessu saman eða næstum því að minnsta kosti,“ skrifar Gylfi. Ég mundi líka bjóða Þórólfi upp á hamborgara ef ég gæti. Þórólfur hefur hins vegar komist að þeirri hávísindalegu...Posted by Gylfi Jens Gylfason on Laugardagur, 23. janúar 2021 Þórólfur kveðst ekki sammála því að málsverðurinn og myndatakan á Hamborgarafabrikkunni hafi verið óheppileg í ljósi þess sem Gylfi bendir á. „Nei, ég er ekkert sammála því. Veitingastaðir eru opnir og báðir þessir aðilar eru búnir að fá Covid, þannig að það var allt saman innan þeirra marka sem við erum sjálf að predika. Það getur vel verið að menn séu ósáttir við að krár megi ekki hafa opið til dæmis, en í þessu tilfelli held ég að það hafi verið farið alveg eftir reglum.“ Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Greint var frá því í Fréttablaðinu í gær að Þórólfur hefði loks smakkað „heiðursborgara“ sem nefndur var Rúdólfur í höfuðið á honum, á Hamborgarafabrikkunni í síðustu viku. Mynd af Þórólfi að bragða borgarann, ásamt Jóhannesi Ásbirnssyni eiganda Fabrikkunnar og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni, fylgdi fréttinni. Félagarnir þrír gátu leyft sér að vera nokkuð innilegir en bæði Víðir og Jóhannes hafa fengið Covid-19 og eru með mótefni. Kráareigendur hafa undanfarið lýst yfir óánægju með sóttvarnareglur, sem kveða á um að krám og börum skuli lokað en veitingastaðir megi standa opnir. Gylfi Jens Gylfason eigandi Ölvers sportbars ítrekar þessar aðfinnslur í Facebook-færslu sem hann birti í gær, og vísar til fréttar Fréttablaðsins. „Ég mundi líka bjóða Þórólfi upp á hamborgara ef ég gæti. Þórólfur hefur hins vegar komist að þeirri hávísindalegu niðurstöðu með fulltingi heilbrigðisráðherra að neysla hamborgara á Sportbarnum Ölver feli í sér aukna smithættu á Covid 19 umfram aðra veitingastaði og skuli því vera lokað,“ skrifar Gylfi. Þá hnýtir hann í sóttvarnalækni fyrir að sitja heldur nálægt sessunautum sínum á myndinni. Eins og áður segir hafa Víðir og Jóhannes þó báðir fengið Covid-19. „Ég get þó lofað Þórólfi því að ég mundi ekki gera kröfu um myndatöku í auglýsingaskyni og alls ekki gera kröfu um faðmlag. Það eru jú tilmæli um fjarlægðarmörk sem ber að virða. Við erum öll í þessu saman eða næstum því að minnsta kosti,“ skrifar Gylfi. Ég mundi líka bjóða Þórólfi upp á hamborgara ef ég gæti. Þórólfur hefur hins vegar komist að þeirri hávísindalegu...Posted by Gylfi Jens Gylfason on Laugardagur, 23. janúar 2021 Þórólfur kveðst ekki sammála því að málsverðurinn og myndatakan á Hamborgarafabrikkunni hafi verið óheppileg í ljósi þess sem Gylfi bendir á. „Nei, ég er ekkert sammála því. Veitingastaðir eru opnir og báðir þessir aðilar eru búnir að fá Covid, þannig að það var allt saman innan þeirra marka sem við erum sjálf að predika. Það getur vel verið að menn séu ósáttir við að krár megi ekki hafa opið til dæmis, en í þessu tilfelli held ég að það hafi verið farið alveg eftir reglum.“
Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira