Siwa er hvað þekktust á TikTok þar sem hún nýtur mikilla vinsælda, sérstaklega meðal barna. Hún steig þó fyrst inn í sviðsljósið árið 2015 í raunveruleikaþáttunum Dance Moms og hefur vakið mikla athygli fyrir líflega og litríka framkomu sína.
Hún segist ekki tilbúin til að skilgreina kynhneigð sína frekar en það sé frábært að hafa tilkynnt þetta. Á föstudag birti hún mynd af sér í bol þar sem stóð „besta samkynhneigða frænka í heimi“, en færslan hefur fengið góðar undirtektir.
My cousin got me a new shirt pic.twitter.com/DuHhgRto7b
— JoJo Siwa!🌈❤️🎀 (@itsjojosiwa) January 22, 2021
„Akkúrat núna er ég ofboðslega glöð og vil deila öllu með heiminum, í alvöru, en ég vil líka eiga mitt einkalíf þar til ég er tilbúin að gera það opinbert,“ sagði Siwa þegar hún svaraði spurningum fylgjenda sinna í beinni á Instagram í gær.
„Ég hef alltaf trúað því að manneskjan mín verði mín manneskja, og ef sú manneskja er strákur er það frábært og ef það er stelpa þá er það líka frábært.“