Liverpool hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum, er dottið úr enska bikarnum og komið niður í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Eini sigurinn á nýju ári kom á móti krakkaliði Aston Villa sem mætti Liverpool í enska bikarnum með aðalliðið sitt í sóttkví.
Knattspyrnustjórinn hjá Liverpool segir þó enga ástæðu til að hafa áhyggjur af hans liði.
Man Utd beat Liverpool in FA Cup: Don't worry about us, says Reds boss Klopp https://t.co/Au96UcqxWI
— BBC News (UK) (@BBCNews) January 25, 2021
„Ég sá fullt af skrefum í rétta átt og það er gott,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool eftir leikinn þar sem liðið tapaði 3-2 fyrir erkifjendum sínum í Manchester United.
Bruno Fernandes skoraði sigurmark Manchester United með skoti beint úr aukaspyrnu undir lok leiksins. Mohammed Salah skoraði bæði mörk Liverpool, kom liðinu i 1-0 og jafnaði metin líka í 2-2.
"We have to solve it together"
— Football Daily (@footballdaily) January 25, 2021
Liverpool boss Jurgen Klopp knows that his side have to solve their recent problems as a team pic.twitter.com/BKWrX5mfbd
„Þetta er ekki það sem vildum og auðvitað er það pirrandi. Við vorum ekki að spila okkar allra besta leik en liðið var engu að síður að taka fullt af skrefum í rétt átt,“ sagði Klopp.
„Þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af okkur. Við erum samheldnir sem lið og við verum hægt og rólega að verða betri,“ sagði Klopp.
Jurgen Klopp s FA Cup record:
— ESPN FC (@ESPNFC) January 24, 2021
2016: 4th round
2017: 4th round
2018: 4th round
2019: 3rd round
2020: 5th round
2021: 4th round pic.twitter.com/NsnI6cM0IF