Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2021 12:29 Alma Möller landlæknir fór yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Vísir/Vilhelm Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. Afbrigðin sem um ræðir eru kennd við þau lönd þar sem þau greindust fyrst; Bretland, Suður-Afríku og Brasilíu. Alma sagði stöðuna í mörgum nágrannalöndum okkar slæma. Smituðum færi fjölgandi sem og innlögnum á gjörgæsludeild og dauðsföllum. Þessa slæmu stöðu mætti að hluta til skýra með þessum nýju afbrigðum veirunnar. Hafa menn miklar áhyggjur af afbrigðunum og útbreiðslu þeirra. Alma byrjaði á að ræða um breska afbrigðið sem fór á flug í suðurhluta Bretlands í desember þrátt fyrir að miklar takmarkanir væru í gangi innanlands. „Það afbrigði hefur nú fundist í sextíu öðru löndum, þar af 23 löndum í Evrópu. Það breiðist út til dæmis um Danmörku, Írland og Holland og menn hafa miklar áhyggjur. Afbrigðið er meira smitandi en enn sem komið er hefur ekki verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að það sé hættulegra, valdi meiri veikindum, en bæði forsætisráðherra Breta og heilbrigðisráðherra Noregs hafa þó nefnt það og vissulega hefur fjöldi dauðsfalla í Bretlandi aldrei verið meiri,“ sagði landlæknir. Suður-afríska afbrigðið greindist fyrst í október. Það hefur breiðst hratt út um sunnanverðu Afríku síðan í desember. „Það er líka talið meira smitandi. Það er heldur ekki vitað með vissu hvort að valdi meiri veikindum en þetta afbrigði hefur greinst í tíu löndum Evrópu, þar með á öllum hinum Norðurlöndunum og þrettán löndum utan Evrópu. Það eru ákveðnar áhyggjur af því að menn geti smitast aftur af þessu afbrigði og bóluefnin kunni að virka verr.“ Þriðja afbrigðið hefur síðan enn sem komið er einungis greinst í Brasilíu og frá ferðalöngum sem hafa komið þaðan til Japans og Suður-Kóreu. Alma sagði afbrigðið útbreitt á Amazon-svæðinu í Brasilíu. Þar hefði verið mikið álag á heilbrigðiskerfinu en að öðru leyti væru ekki miklar upplýsingar um afbrigðið. „Evrópska sóttvarnastofnunin hvetur ríki til að vera á sérstöku varðbergi gagnvart þessum afbrigðum og auka hlutfall raðgreininga. Sem dæmi þá hafa tíu til tuttugu prósent sýna í Danmörku og Noregi verið raðgreind til þessa en verið að auka það til muna. Við skulum muna að hérlendis þá eru öll smit, sem sagt 100 prósent, raðgreind og hefur verið svo frá upphafi og verður Íslenskri erfðagreiningu seint fullþakkað fyrir það,“ sagði Alma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Afbrigðin sem um ræðir eru kennd við þau lönd þar sem þau greindust fyrst; Bretland, Suður-Afríku og Brasilíu. Alma sagði stöðuna í mörgum nágrannalöndum okkar slæma. Smituðum færi fjölgandi sem og innlögnum á gjörgæsludeild og dauðsföllum. Þessa slæmu stöðu mætti að hluta til skýra með þessum nýju afbrigðum veirunnar. Hafa menn miklar áhyggjur af afbrigðunum og útbreiðslu þeirra. Alma byrjaði á að ræða um breska afbrigðið sem fór á flug í suðurhluta Bretlands í desember þrátt fyrir að miklar takmarkanir væru í gangi innanlands. „Það afbrigði hefur nú fundist í sextíu öðru löndum, þar af 23 löndum í Evrópu. Það breiðist út til dæmis um Danmörku, Írland og Holland og menn hafa miklar áhyggjur. Afbrigðið er meira smitandi en enn sem komið er hefur ekki verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að það sé hættulegra, valdi meiri veikindum, en bæði forsætisráðherra Breta og heilbrigðisráðherra Noregs hafa þó nefnt það og vissulega hefur fjöldi dauðsfalla í Bretlandi aldrei verið meiri,“ sagði landlæknir. Suður-afríska afbrigðið greindist fyrst í október. Það hefur breiðst hratt út um sunnanverðu Afríku síðan í desember. „Það er líka talið meira smitandi. Það er heldur ekki vitað með vissu hvort að valdi meiri veikindum en þetta afbrigði hefur greinst í tíu löndum Evrópu, þar með á öllum hinum Norðurlöndunum og þrettán löndum utan Evrópu. Það eru ákveðnar áhyggjur af því að menn geti smitast aftur af þessu afbrigði og bóluefnin kunni að virka verr.“ Þriðja afbrigðið hefur síðan enn sem komið er einungis greinst í Brasilíu og frá ferðalöngum sem hafa komið þaðan til Japans og Suður-Kóreu. Alma sagði afbrigðið útbreitt á Amazon-svæðinu í Brasilíu. Þar hefði verið mikið álag á heilbrigðiskerfinu en að öðru leyti væru ekki miklar upplýsingar um afbrigðið. „Evrópska sóttvarnastofnunin hvetur ríki til að vera á sérstöku varðbergi gagnvart þessum afbrigðum og auka hlutfall raðgreininga. Sem dæmi þá hafa tíu til tuttugu prósent sýna í Danmörku og Noregi verið raðgreind til þessa en verið að auka það til muna. Við skulum muna að hérlendis þá eru öll smit, sem sagt 100 prósent, raðgreind og hefur verið svo frá upphafi og verður Íslenskri erfðagreiningu seint fullþakkað fyrir það,“ sagði Alma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira