Sokratis gekk í raðir Arsenal sumarið 2018 en hann kom til félaginu frá þýska liðinu Dortmund. Hann hefur þó ekki slegið í gegn og sér í lagi ekki eftir að Mikel Arteta tók við liðinu.
Sokratis var ekki valinn í hópinn hjá Arsenal á yfirstandandi leiktíð; hvorki í ensku úrvalsdeildinni né Evrópudeildinni. Hann hefur því leikið með varaliði Arsenal og var á endanum leystur undan samningi á dögunum.
David greindi frá því í dag, eftir að Sokratis, var kynntur hjá Olympiakos að Liverpool hafi spurst fyrir um miðvörðinn. Þeir hafi kannað það í síðustu viku en ekki hafi neitt meira gerst og því gekk hann í raðir Olympiakos.
Þeir, ensku meistararnir, hafa einbeitt sér að fara á markaðinn í sumar en ekki núna í janúarglugganum þrátt fyrir mikil meiðslavandræði. Sokratis lék undir stjórn Jurgen Klopp á árunum 2013 til 2015 hjá Dortmund.
Like most, Liverpool expected to have a quiet last week of window as things stand. They contacted Sokratis last week to check situation but nothing further & he has joined Olympiakos. #LFC recruitment plans have always been focused on summer @TheAthleticUKhttps://t.co/Gd8l9OSO1C
— David Ornstein (@David_Ornstein) January 25, 2021