Roald lætur af störfum hjá Birtingi Jakob Bjarnar skrifar 26. janúar 2021 10:35 Roald Viðar hefur nú látið af störfum hjá Birtingi. Hann vill ekkert um það segja hvort það sé vegna þess að Reynir Traustason og hans áhöfn hafa teygt Mannlíf lengra á gulu slóðina en áður hefur þekkst. aðsend Roald Viðar Eyvindsson heftur sagt skilið við Birting útgáfufélag en þar hefur hann starfað frá árinu 2017. Roald Viðar segist, í samtali við Vísi, nú vera að skoða hvað taki við en þetta hafi verið ævintýralegur og lærdómsríkur ferill. Nú eru kaflaskil. En Roald á að baki langan feril í fjölmiðlum. „Árið 2017 var ég fenginn tímabundið inn á Birting til að gera breytingar á blaðinu Mannlífi sem hafði þá nýlega verið endurvakið og til að taka þátt í uppbyggingu á vefnum mannlif.is samhliða því,“ segir Roald í Facebook-færslu þar sem hann greinir frá því að hann sé nú farinn af skipinu. Kaflaskil. Eftir ævintýralegan og lærdómsríkan tíma hef ég ákveðið að hætta hjá Birtíngi útgáfufélagi. Árið 2017 var...Posted by Roald Viðar Eyvindsson on Þriðjudagur, 26. janúar 2021 „Fríblaðið Mannlíf var gefið út í pappírsútgáfu frá árinu 2017 til 2020 og var á tímabili eitt mest lesna helgarblað landsins með í kringum 30 prósent lestur. Við sem stóðum að útgáfu þess lögðum áherslu á fjölbreytt og vönduð efnistök þar sem finna mátti áhugaverð viðtöl, fréttaskýringar, úttektir og fréttir, í bland við lífsstílstengt efni.“ Mannlíf Reynis annað en Roalds Roald leiddi útgáfu blaðsins fram til ársins 2020. En þá var hinn gamalreyndi Reynir Traustason ráðinn sem ritstjóri á Mannlífi. Roald sagðist þá hlakka til samstarfsins. Vefurinn hefur að undanförnu vakið nokkra athygli fyrir að ganga eins langt og lengra en áður hefur þekkst í því sem heitir hin gula pressu. Og leitar meðal annars ákaft að efnivið á samfélagsmiðlum eða hvar sem hasar er að finna. Roald vill ekki gefa upp hvort sú sé ástæðan fyrir því að hann láti nú af störfum hjá fyrirtækinu. Reynir ræddi við Vísi þegar hann hóf störf fyrir Birting og sagðist við það tækifæri vera poppaðari en Stundin, sem hann stofnaði og á 14 prósent í, sé: Ég er ekki svona alvörugefinn, sagði Reynir þá. Langur ferill á fjölmiðlum Roald Viðar segir þetta þegar orðin „nokkur“ ár í fjölmiðlum. „Ég er með margra ára reynslu, byrjaði að skrifa í ýmis blöð og tímarit samhliða háskólanámi,“ segir hann spurður en hann er með meistaragráðu í bókmennafræði. Roald á að baki langan feril í fjölmiðlum. Hann íhugar nú næstu skref.aðsend „Blaðamannaferilinn fór á flug þegar ég hóf störf hjá Fréttablaðinu 2006. Ég starfaði þar í mörg ár, lengst af sem millistjórnandi. En ég hef skrifað fyrir hina og þessa, Fréttablaðið, Fréttatímann, Mannlíf auðvitað, Vikuna, Fréttanetið, Hús og híbýli, 19. blaðið, Moggann,“ segir Roald sem stýrði um tíma tímaritinu Gay Iceland sem var á þeim tíma afar frísklegt. Roald Viðar starfaði í kvikmynda- og auglýsingabransanum áður en hann fór fyrir alvöru í fjölmiðlana. „Sú reynsla nýttist vel þegar við gerðum sjónvarpsþættina Mannlíf í samstarfi við Saga Film,“ segir Roald sem nú veltir fyrir sér næstu skrefum á vinnumarkaði. Uppfært 11:10 Reynir Traustason ritstjóri telur vert að árétta og halda til haga, ef einhver kynni að skilja svo, að enginn ágreiningur hafi verið uppi milli hans og Roalds. „Roald er góður félagi og frábær samstarfsmaður.“ Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Roald Viðar segist, í samtali við Vísi, nú vera að skoða hvað taki við en þetta hafi verið ævintýralegur og lærdómsríkur ferill. Nú eru kaflaskil. En Roald á að baki langan feril í fjölmiðlum. „Árið 2017 var ég fenginn tímabundið inn á Birting til að gera breytingar á blaðinu Mannlífi sem hafði þá nýlega verið endurvakið og til að taka þátt í uppbyggingu á vefnum mannlif.is samhliða því,“ segir Roald í Facebook-færslu þar sem hann greinir frá því að hann sé nú farinn af skipinu. Kaflaskil. Eftir ævintýralegan og lærdómsríkan tíma hef ég ákveðið að hætta hjá Birtíngi útgáfufélagi. Árið 2017 var...Posted by Roald Viðar Eyvindsson on Þriðjudagur, 26. janúar 2021 „Fríblaðið Mannlíf var gefið út í pappírsútgáfu frá árinu 2017 til 2020 og var á tímabili eitt mest lesna helgarblað landsins með í kringum 30 prósent lestur. Við sem stóðum að útgáfu þess lögðum áherslu á fjölbreytt og vönduð efnistök þar sem finna mátti áhugaverð viðtöl, fréttaskýringar, úttektir og fréttir, í bland við lífsstílstengt efni.“ Mannlíf Reynis annað en Roalds Roald leiddi útgáfu blaðsins fram til ársins 2020. En þá var hinn gamalreyndi Reynir Traustason ráðinn sem ritstjóri á Mannlífi. Roald sagðist þá hlakka til samstarfsins. Vefurinn hefur að undanförnu vakið nokkra athygli fyrir að ganga eins langt og lengra en áður hefur þekkst í því sem heitir hin gula pressu. Og leitar meðal annars ákaft að efnivið á samfélagsmiðlum eða hvar sem hasar er að finna. Roald vill ekki gefa upp hvort sú sé ástæðan fyrir því að hann láti nú af störfum hjá fyrirtækinu. Reynir ræddi við Vísi þegar hann hóf störf fyrir Birting og sagðist við það tækifæri vera poppaðari en Stundin, sem hann stofnaði og á 14 prósent í, sé: Ég er ekki svona alvörugefinn, sagði Reynir þá. Langur ferill á fjölmiðlum Roald Viðar segir þetta þegar orðin „nokkur“ ár í fjölmiðlum. „Ég er með margra ára reynslu, byrjaði að skrifa í ýmis blöð og tímarit samhliða háskólanámi,“ segir hann spurður en hann er með meistaragráðu í bókmennafræði. Roald á að baki langan feril í fjölmiðlum. Hann íhugar nú næstu skref.aðsend „Blaðamannaferilinn fór á flug þegar ég hóf störf hjá Fréttablaðinu 2006. Ég starfaði þar í mörg ár, lengst af sem millistjórnandi. En ég hef skrifað fyrir hina og þessa, Fréttablaðið, Fréttatímann, Mannlíf auðvitað, Vikuna, Fréttanetið, Hús og híbýli, 19. blaðið, Moggann,“ segir Roald sem stýrði um tíma tímaritinu Gay Iceland sem var á þeim tíma afar frísklegt. Roald Viðar starfaði í kvikmynda- og auglýsingabransanum áður en hann fór fyrir alvöru í fjölmiðlana. „Sú reynsla nýttist vel þegar við gerðum sjónvarpsþættina Mannlíf í samstarfi við Saga Film,“ segir Roald sem nú veltir fyrir sér næstu skrefum á vinnumarkaði. Uppfært 11:10 Reynir Traustason ritstjóri telur vert að árétta og halda til haga, ef einhver kynni að skilja svo, að enginn ágreiningur hafi verið uppi milli hans og Roalds. „Roald er góður félagi og frábær samstarfsmaður.“
Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira