Heltust úr bóluefnalestinni en rétta nú fram hjálparhönd Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. janúar 2021 23:24 Sanofi hyggst framleiða hundrað milljón skammta fyrir Pfizer. Getty Franska lyfjafyrirtækið Sanofi hyggst aðstoða lyfjafyrirtækið Pfizer við framleiðslu á hundrað milljón skömmtum af bóluefni þess síðarnefnda gegn kórónuveirunni. Fyrstu Pfizer-skammtarnir frá Sanofi eru þó ekki væntanlegir fyrr en í júlí. Þau lyfjafyrirtæki sem fengið hafa markaðsleyfi fyrir bóluefnum sínum hafa átt erfitt með að anna eftirspurn. Þannig hafa orðið tafir á dreifingu bóluefnis Pfizer, sem vinnur nú að því að auka framleiðslugetu sína. Færri skammtar munu berast til Evrópulanda, þar á meðal Íslands, næstu vikurnar vegna þessa. Sanofi hefur sjálft unnið að þróun bóluefnis gegn veirunni ásamt breska lyfjafyrirtækinu GSK. Bóluefnið reyndist ekki veita nógu góða vörn hjá eldra fólki og mun því ekki koma á markað fyrr en í lok þessa árs. Paul Hudson forstjóri Sanofi tjáði franska dagblaðinu Le Figaro í dag að fyrirtækið muni aðstoða Pfizer við framleiðslu á hundrað milljónum skammta af bóluefni þess síðarnefnda. Skammtarnir verði allir framleiddir á þessu ári í verksmiðju Sanofi í Frankfurt. Ekki er þó gert ráð fyrir að framleiðsla á skömmtunum, þ.e. áfylling glasa og innpökkun, hefjist fyrr en í júlí. „Þar sem aðalbóluefni okkar seinkaði um nokkra mánuði spurðum við okkur að því hvernig við gætum rétt fram hjálparhönd núna,“ sagði Hudson í Le Figaro. Sanofi hyggst þó enn koma sínu eigin bóluefni, sem er próteinbóluefni líkt og bóluefni AstraZeneca og Janssen, á markað. Þá mun það einnig halda áfram þróun á mRNA-bóluefni gegn veirunni ásamt bandaríska fyrirtækinu Translate Bio. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu er gert ráð fyrir að rannsókn á bóluefni Sanofi fari í svokallaðan „fasa 2b“ í febrúar. Þá sé áætlað að samningagerð Íslands við Sanofi hefjist í byrjun janúar 2021. Upplýsingar um fjölda skammta liggi ekki fyrir, auk þess sem óvissa ríki enn um skráningu og afhendingartíma. Gera megi ráð fyrir að það verði í fyrsta lagi á fjórða ársfjórðungi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Frakkland Tengdar fréttir Segja fréttir um takmarkaða virkni byggja á mistúlkun gagna Þýska heilbrigðisráðuneytið og AstraZeneca hafna fréttum þess efnis að bóluefni lyfjafyrirtækisins gegn Covid-19 virki ekki eins og áður hafði verið talað um. Forsvarsmenn AstraZeneca segja fréttirnar „fullkomlega rangar“ en samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er um að ræða mistúlkun á gögnum. 26. janúar 2021 19:37 „Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt“ „Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt. En gott og vel, það er bara partur af veruleikanum hér í þingsal og eitthvað sem við verðum að reyna að hafa skilning á,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, þegar hún svaraði fyrirpurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, um bóluefni. 26. janúar 2021 18:18 Uppfært: Bóluefni fyrir 35 þúsund manns væntanlegt fyrir lok mars Ísland á von á bóluefni fyrir 33.500 manns í febrúar mánuði. Enn sé stefnt að því að þorri þjóðar verði bólusettur fyrir mitt ár, þó engu sé slegið á föstu. 26. janúar 2021 12:10 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Þau lyfjafyrirtæki sem fengið hafa markaðsleyfi fyrir bóluefnum sínum hafa átt erfitt með að anna eftirspurn. Þannig hafa orðið tafir á dreifingu bóluefnis Pfizer, sem vinnur nú að því að auka framleiðslugetu sína. Færri skammtar munu berast til Evrópulanda, þar á meðal Íslands, næstu vikurnar vegna þessa. Sanofi hefur sjálft unnið að þróun bóluefnis gegn veirunni ásamt breska lyfjafyrirtækinu GSK. Bóluefnið reyndist ekki veita nógu góða vörn hjá eldra fólki og mun því ekki koma á markað fyrr en í lok þessa árs. Paul Hudson forstjóri Sanofi tjáði franska dagblaðinu Le Figaro í dag að fyrirtækið muni aðstoða Pfizer við framleiðslu á hundrað milljónum skammta af bóluefni þess síðarnefnda. Skammtarnir verði allir framleiddir á þessu ári í verksmiðju Sanofi í Frankfurt. Ekki er þó gert ráð fyrir að framleiðsla á skömmtunum, þ.e. áfylling glasa og innpökkun, hefjist fyrr en í júlí. „Þar sem aðalbóluefni okkar seinkaði um nokkra mánuði spurðum við okkur að því hvernig við gætum rétt fram hjálparhönd núna,“ sagði Hudson í Le Figaro. Sanofi hyggst þó enn koma sínu eigin bóluefni, sem er próteinbóluefni líkt og bóluefni AstraZeneca og Janssen, á markað. Þá mun það einnig halda áfram þróun á mRNA-bóluefni gegn veirunni ásamt bandaríska fyrirtækinu Translate Bio. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu er gert ráð fyrir að rannsókn á bóluefni Sanofi fari í svokallaðan „fasa 2b“ í febrúar. Þá sé áætlað að samningagerð Íslands við Sanofi hefjist í byrjun janúar 2021. Upplýsingar um fjölda skammta liggi ekki fyrir, auk þess sem óvissa ríki enn um skráningu og afhendingartíma. Gera megi ráð fyrir að það verði í fyrsta lagi á fjórða ársfjórðungi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Frakkland Tengdar fréttir Segja fréttir um takmarkaða virkni byggja á mistúlkun gagna Þýska heilbrigðisráðuneytið og AstraZeneca hafna fréttum þess efnis að bóluefni lyfjafyrirtækisins gegn Covid-19 virki ekki eins og áður hafði verið talað um. Forsvarsmenn AstraZeneca segja fréttirnar „fullkomlega rangar“ en samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er um að ræða mistúlkun á gögnum. 26. janúar 2021 19:37 „Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt“ „Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt. En gott og vel, það er bara partur af veruleikanum hér í þingsal og eitthvað sem við verðum að reyna að hafa skilning á,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, þegar hún svaraði fyrirpurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, um bóluefni. 26. janúar 2021 18:18 Uppfært: Bóluefni fyrir 35 þúsund manns væntanlegt fyrir lok mars Ísland á von á bóluefni fyrir 33.500 manns í febrúar mánuði. Enn sé stefnt að því að þorri þjóðar verði bólusettur fyrir mitt ár, þó engu sé slegið á föstu. 26. janúar 2021 12:10 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Segja fréttir um takmarkaða virkni byggja á mistúlkun gagna Þýska heilbrigðisráðuneytið og AstraZeneca hafna fréttum þess efnis að bóluefni lyfjafyrirtækisins gegn Covid-19 virki ekki eins og áður hafði verið talað um. Forsvarsmenn AstraZeneca segja fréttirnar „fullkomlega rangar“ en samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er um að ræða mistúlkun á gögnum. 26. janúar 2021 19:37
„Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt“ „Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt. En gott og vel, það er bara partur af veruleikanum hér í þingsal og eitthvað sem við verðum að reyna að hafa skilning á,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, þegar hún svaraði fyrirpurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, um bóluefni. 26. janúar 2021 18:18
Uppfært: Bóluefni fyrir 35 þúsund manns væntanlegt fyrir lok mars Ísland á von á bóluefni fyrir 33.500 manns í febrúar mánuði. Enn sé stefnt að því að þorri þjóðar verði bólusettur fyrir mitt ár, þó engu sé slegið á föstu. 26. janúar 2021 12:10