Óleiðréttur launamunur kynja 14 prósent árið 2019 Eiður Þór Árnason skrifar 27. janúar 2021 09:23 Launamunur mældist mestur í fjármála- og vátryggingastarfssemi. Getty/ LanceB Óleiðréttur launamunur kynjanna mældist 14% árið 2019 en var 13,6% árið 2018 og hafði þá lækkað um 1,4 prósentustig frá fyrra ári. Launamunur árið 2019 fór stigvaxandi eftir aldri og var munurinn 1,9% á meðal 24 ára og yngri, 13,3% í aldurshópnum 35-44 ára og 21,2% á meðal 55-64 ára. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofu Íslands en óleiðréttur launamunur er þar reiknaður sem mismunur á meðaltímakaupi (reglulegum launum auk yfirvinnu) karla annars vegar og kvenna hins vegar sem hlutfall af meðaltímakaupi karla. Minnstur munur hjá gististöðum og í veitingarekstri Mikill munur var á launamun kynja eftir atvinnugreinum. Óleiðréttur launamunur mældist minnstur í atvinnugreininni rekstri gististaða og veitingarekstri, eða 6,8%, á meðan hann var 33% í atvinnugreininni fjármála- og vátryggingastarfssemi þar sem hann var mestur. Einnig var töluverður munur á launamun eftir starfsstétt. Munur á milli kynja var 25,6% á meðal tækna og sérmenntaðs starfsfólks þar sem hann var mestur en enginn launamunur mældist hjá skrifstofufólki árið 2019. Kynskiptur vinnumarkaður „Rétt er að benda á að störf bæði innan starfsstétta og atvinnugreina geta verið mismunandi og íslenskur vinnumarkaður er kynskiptur,“ segir í greiningu Hagstofunnar. Til dæmis hafi verið algengast í starfsstéttinni sérfræðingar að konur væru í störfum við kennslu á grunnskólastigi en karlar í sérfræðistörfum í viðskiptagreinum. Í atvinnugreininni fjármála- og vátryggingarstarfsemi, þar sem launamunurinn var mestur árið 2019, var launadreifing mjög mikil. Þar voru um 64% karla í störfum stjórnenda eða sérfræðinga en tæplega 60% kvenna í störfum tækna og sérmenntaðs starfsfólks eða í skrifstofustörfum, að sögn Hagstofunnar. Síðan 2008 hefur óleiðréttur launamunur farið minnkandi.Hagstofa Íslands „Síðan 2008 hefur óleiðréttur launamunur farið minnkandi en árið 2019 var launamunur á almennum vinnumarkaði 14,8%, 14% hjá ríkisstarfsmönnum og 7,2% á meðal starfsfólks sveitarfélaga. Lítill launamunur hjá starfsfólki sveitarfélaga hélst í hendur við litla dreifingu launa og hátt hlutfall kvenna en konur voru rúmlega 70% starfsfólks sveitarfélaga.“ Launadreifing hefur áhrif á launamun „Dreifingarmynd eftir kyni fyrir allan vinnumarkaðinn gefur til kynna að hlutfallslega fleiri konur raðist í lægri launuð störf en karlar raðist á hægri hala dreifingarinnar þar sem tímakaup er hærra. Það skýrist að hluta til af því að vinnumarkaðurinn er kynskiptur og karlar vinna meiri yfirvinnu en konur,“ kemur fram á vef Hagstofunnar. Hátt hlutfall yfirvinnustunda hefur áhrif til hækkunar á tímakaupi þar sem yfirvinnustund er að jafnaði dýrari en dagvinnustund. Óleiðréttur launamunur er samanburður á meðaltali og þar sem laun eru almennt ekki normaldreifð þá hafa útgildi (há laun) áhrif til hækkunar á meðaltali. Þar sem algengara er að karlar séu með laun í hæsta launastigi getur það því ýkt launamuninn, að sögn Hagstofunnar. „Þar að auki sé vert að hafa í huga að útreikningar byggja á úrtaki launagreiðenda og getur samsetning launagreiðenda breyst á milli ára þar sem gæði gagna aukast ár frá ári. Slíkar samsetningabreytingar geta leitt til þess að meðaltímakaup hækkar eða lækkar lítillega. Þetta á sérstaklega við um einstakar atvinnugreinar. Nokkuð stór breyting varð til dæmis árið 2018 þegar atvinnugreininni rekstri gististaða og veitingarekstri var bætt við úrtakið.“ Fréttin hefur verið uppfærð til að árétta að óleiðréttur launamunur hækkaði um 0,4% milli áranna 2018-2019 en lækkaði um 1,4% milli 2017-2018. Vinnumarkaður Jafnréttismál Tengdar fréttir „Þær mæta væntanlega aðeins fyrr til vinnu í fyrramálið“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að sú ályktun sem dregin er af tölfræði Hagstofunnar um meðalatvinnutekjur kvenna og karla á vefsíðu Kvennafrídagsins sé röng. 24. október 2018 21:00 „Óviðunandi að lögum sé ekki fylgt“ Það er óviðunandi að lögum um hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja sé ekki fylgt segir forsætisráðherra. 20. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Sjá meira
Þetta kemur fram í samantekt Hagstofu Íslands en óleiðréttur launamunur er þar reiknaður sem mismunur á meðaltímakaupi (reglulegum launum auk yfirvinnu) karla annars vegar og kvenna hins vegar sem hlutfall af meðaltímakaupi karla. Minnstur munur hjá gististöðum og í veitingarekstri Mikill munur var á launamun kynja eftir atvinnugreinum. Óleiðréttur launamunur mældist minnstur í atvinnugreininni rekstri gististaða og veitingarekstri, eða 6,8%, á meðan hann var 33% í atvinnugreininni fjármála- og vátryggingastarfssemi þar sem hann var mestur. Einnig var töluverður munur á launamun eftir starfsstétt. Munur á milli kynja var 25,6% á meðal tækna og sérmenntaðs starfsfólks þar sem hann var mestur en enginn launamunur mældist hjá skrifstofufólki árið 2019. Kynskiptur vinnumarkaður „Rétt er að benda á að störf bæði innan starfsstétta og atvinnugreina geta verið mismunandi og íslenskur vinnumarkaður er kynskiptur,“ segir í greiningu Hagstofunnar. Til dæmis hafi verið algengast í starfsstéttinni sérfræðingar að konur væru í störfum við kennslu á grunnskólastigi en karlar í sérfræðistörfum í viðskiptagreinum. Í atvinnugreininni fjármála- og vátryggingarstarfsemi, þar sem launamunurinn var mestur árið 2019, var launadreifing mjög mikil. Þar voru um 64% karla í störfum stjórnenda eða sérfræðinga en tæplega 60% kvenna í störfum tækna og sérmenntaðs starfsfólks eða í skrifstofustörfum, að sögn Hagstofunnar. Síðan 2008 hefur óleiðréttur launamunur farið minnkandi.Hagstofa Íslands „Síðan 2008 hefur óleiðréttur launamunur farið minnkandi en árið 2019 var launamunur á almennum vinnumarkaði 14,8%, 14% hjá ríkisstarfsmönnum og 7,2% á meðal starfsfólks sveitarfélaga. Lítill launamunur hjá starfsfólki sveitarfélaga hélst í hendur við litla dreifingu launa og hátt hlutfall kvenna en konur voru rúmlega 70% starfsfólks sveitarfélaga.“ Launadreifing hefur áhrif á launamun „Dreifingarmynd eftir kyni fyrir allan vinnumarkaðinn gefur til kynna að hlutfallslega fleiri konur raðist í lægri launuð störf en karlar raðist á hægri hala dreifingarinnar þar sem tímakaup er hærra. Það skýrist að hluta til af því að vinnumarkaðurinn er kynskiptur og karlar vinna meiri yfirvinnu en konur,“ kemur fram á vef Hagstofunnar. Hátt hlutfall yfirvinnustunda hefur áhrif til hækkunar á tímakaupi þar sem yfirvinnustund er að jafnaði dýrari en dagvinnustund. Óleiðréttur launamunur er samanburður á meðaltali og þar sem laun eru almennt ekki normaldreifð þá hafa útgildi (há laun) áhrif til hækkunar á meðaltali. Þar sem algengara er að karlar séu með laun í hæsta launastigi getur það því ýkt launamuninn, að sögn Hagstofunnar. „Þar að auki sé vert að hafa í huga að útreikningar byggja á úrtaki launagreiðenda og getur samsetning launagreiðenda breyst á milli ára þar sem gæði gagna aukast ár frá ári. Slíkar samsetningabreytingar geta leitt til þess að meðaltímakaup hækkar eða lækkar lítillega. Þetta á sérstaklega við um einstakar atvinnugreinar. Nokkuð stór breyting varð til dæmis árið 2018 þegar atvinnugreininni rekstri gististaða og veitingarekstri var bætt við úrtakið.“ Fréttin hefur verið uppfærð til að árétta að óleiðréttur launamunur hækkaði um 0,4% milli áranna 2018-2019 en lækkaði um 1,4% milli 2017-2018.
Vinnumarkaður Jafnréttismál Tengdar fréttir „Þær mæta væntanlega aðeins fyrr til vinnu í fyrramálið“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að sú ályktun sem dregin er af tölfræði Hagstofunnar um meðalatvinnutekjur kvenna og karla á vefsíðu Kvennafrídagsins sé röng. 24. október 2018 21:00 „Óviðunandi að lögum sé ekki fylgt“ Það er óviðunandi að lögum um hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja sé ekki fylgt segir forsætisráðherra. 20. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Sjá meira
„Þær mæta væntanlega aðeins fyrr til vinnu í fyrramálið“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að sú ályktun sem dregin er af tölfræði Hagstofunnar um meðalatvinnutekjur kvenna og karla á vefsíðu Kvennafrídagsins sé röng. 24. október 2018 21:00
„Óviðunandi að lögum sé ekki fylgt“ Það er óviðunandi að lögum um hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja sé ekki fylgt segir forsætisráðherra. 20. febrúar 2020 20:00