Þrýstingsfall í flugvél Bláfugls vegna leka við frakthurð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2021 10:23 Bláfugl er flugfélag sem sinnir fraktflutningum. Bluebird Þrýstingsfall varð í einni af Boeing-fraktflugvélum flugfélagsins Bláfugls í gærmorgun þegar vélin var á leið frá Dublin til Keflavíkur. Þrýstingsfallið uppgötvaðist þegar vélin var skammt frá Færeyjum. Var vélinni snúið við og lent í Aberdeen þar sem hún var skoðuð af flugvirkjum. Þrír voru í áhöfn vélarinnar og sakaði þá ekki samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. „Þetta er cargo-flugvél með stórri cargo-hurð. Það kom upp leki við cargo-hurðina sem gerði það að verkum að dælur sem dæla lofti inn í vélina höfðu ekki undan að dæla,“ segir Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Bláfugls í samtali við Vísi. Hann segir að þrýstingsföll í flugvélum geti gerst snöggt eða hægt. Þetta fall hafi verið hægt. „Þetta var þannig leki að það hefur lekið allt flugið á meðan þeir eru að klifra,“ segir Tómas. Lækkuðu flugið nokkuð hratt í tíu þúsund feta hæð Vélin var komin í 34 þúsund fet þegar viðvörunarkerfi í stjórnkerfinu gerði áhöfn vart um þrýstingsfallið. Flugið var þá lækkað nokkuð hratt í tíu þúsund feta hæð, en það er sú hæð þar sem það verður enginn súrefnisskortur að sögn Tómas Dags, og samkvæmt verkferlum flugfélagsins og Boeing var vélinni snúið á næsta flugvöll. Bláfugl var með aðra vél í Aberdeen svo skipt var um vél og áhöfnin flaug áfram til Íslands. Hin vélin var skoðuð af flugvirkjum í Aberdeen og þaðan var síðan flogið til East Midlands í Bretlandi þar sem hún var skoðuð nánar. Eftir þá skoðun var vélinni svo flogið til Lies í Belgíu í nótt en þar er aðalviðhaldsstöð Bláfugls. Tómas Dagur segir það koma betur í ljós í dag hvað hafi valdið lekanum en trúlegast séu það þéttikantar við hurðina. Fréttir af flugi Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Var vélinni snúið við og lent í Aberdeen þar sem hún var skoðuð af flugvirkjum. Þrír voru í áhöfn vélarinnar og sakaði þá ekki samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. „Þetta er cargo-flugvél með stórri cargo-hurð. Það kom upp leki við cargo-hurðina sem gerði það að verkum að dælur sem dæla lofti inn í vélina höfðu ekki undan að dæla,“ segir Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Bláfugls í samtali við Vísi. Hann segir að þrýstingsföll í flugvélum geti gerst snöggt eða hægt. Þetta fall hafi verið hægt. „Þetta var þannig leki að það hefur lekið allt flugið á meðan þeir eru að klifra,“ segir Tómas. Lækkuðu flugið nokkuð hratt í tíu þúsund feta hæð Vélin var komin í 34 þúsund fet þegar viðvörunarkerfi í stjórnkerfinu gerði áhöfn vart um þrýstingsfallið. Flugið var þá lækkað nokkuð hratt í tíu þúsund feta hæð, en það er sú hæð þar sem það verður enginn súrefnisskortur að sögn Tómas Dags, og samkvæmt verkferlum flugfélagsins og Boeing var vélinni snúið á næsta flugvöll. Bláfugl var með aðra vél í Aberdeen svo skipt var um vél og áhöfnin flaug áfram til Íslands. Hin vélin var skoðuð af flugvirkjum í Aberdeen og þaðan var síðan flogið til East Midlands í Bretlandi þar sem hún var skoðuð nánar. Eftir þá skoðun var vélinni svo flogið til Lies í Belgíu í nótt en þar er aðalviðhaldsstöð Bláfugls. Tómas Dagur segir það koma betur í ljós í dag hvað hafi valdið lekanum en trúlegast séu það þéttikantar við hurðina.
Fréttir af flugi Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira