„Eftir mikla umhugsun höfum við tekið þá ákvörðun að skilja fyrir fullt og allt,“ segir í yfirlýsingu frá kanadíska parinu en þau ákváðu að skilja á borði og sæng síðasta sumar. BBC greinir frá.
„Við berum mikla virðingu fyrir hvort öðru og verðum áfram góðir vinir.“ Page og Portner gengu í það heilaga árið 2018.
Elliot Page sló í gegn í kvikmyndunum Juno og Inception.
Á síðasta ári greindi Page frá því að hann væri trans. Page kýs að nota fornöfnin he/they, eða hann/hán.