Bandamenn Navalnís boða til frekari mótmæla og lögreglan framkvæmir húsleit Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2021 14:24 Alexei Navalní, skömmu áður en hann var handtekinn þegar hann sneri aftur til Rússlands. AP/Mstyslav Chernov Alþjóðlegur þrýstingur gagnvart Rússlandi vegna handtöku og fangelsunar stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní hefur aukist. Ráðamenn í Rússlandi segja að mál hans og þrýstingur vesturlanda gæti leitt til versnandi samstarfs Rússlands og Evrópusambandsins. Bandamenn Navalnís hafa boðað til nýrra mótmæla um helgina og lögregluþjónar framkvæmdu húsleitir í íbúð hans og höfuðstöðvum samtaka hans. Á ársþingi Alþjóða efnahagsþingsins (World Economic Forum) í gær kallaði Vladimír Pútín, forseti Rússlands, eftir auknum samskiptum milli Rússlands og Evrópusambandsins og að tilraunir yrðu gerðar til að bæta samskipti þar á milli. Hann sagði að versnandi samskipti hefðu leitt til samdrætti í viðskiptum. Talsmaður Utanríkisráðuneytis Rússlands sagði þó í morgun, samkvæmt frétt Reuters, að málefni Navalní gæti komið niður á áðurnefndum samskiptum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ræddi mál Navalnís við Pútín í gærkvöldi og samkvæmt Hvíta húsinu lýsti hann yfir áhyggjum af stöðu hans. Þá fordæmdu allir utanríkisráðherrar G7 ríkjanna svokölluðu handtöku Navalnís og sögðu hana sprottna af pólitískum rótum. Navalní, sem hefur verið fyrirferðarmikill í stjórnarandstöðu Rússlands undanfarin ár, var handtekinn við komuna til landsins frá Þýskalandi í síðustu viku og dæmdur í gæsluvarðhald til 14. febrúar. Hann var fluttur til Þýskalands í fyrra eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í Rússlandi. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Sjá einnig: Meintur útsendari FSB ræddi við Navalní um eitrun hans Undir lok síðasta árs skipuðu fangelsismálayfirvöld Rússlands Navalní að snúa aftur til Rússlands þar sem hann væri á skilorði vegna dóms sem hann fékk fyrir þjófnað árið 2014. Var honum gert að mæta á fund í Rússlandi þann 29. desember, og sagt að annars ætti hann á hættu að vera gert að afplána dóm sinn næst þegar hann færi til Rússlands. Skilorðsdómur Navalnís féll úr gildi þann 30. desember. Navalní segist saklaus af þessum ásökunum og Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi brotið á Navalní en hann var handtekinn sjö sinnum á árunum 2012-2014. Dómstólinn komst einnig að þeirri niðurstöðu árið 2017 að dómsmálið gegn Navalní væri ólögmætt og gerræðislegt. Skömmu eftir að Navalní var handtekinn birtu samtök hans langt myndband á Youtube þar sem stjórnarandstæðingurinn sakar Pútín og bandamenn hans um umfangsmikla spillingu og þjófnað. Hann segir sömuleiðis að Pútín hafi látið byggja höll fyrir sig við strendur Svartahafs en því neitar Pútín. Myndbandið hefur fengið mikla athygli og nálgast hundrað milljón áhorf á Youtube. G7 ráðherrarnir kölluðu einnig eftir því að rússneskir mótmælendur yrðu verndaðir og þeim sleppt úr haldi sem hefðu verið handteknir án þess að hafa brotið af sér. Fleiri en þrjú þúsund mótmælendur eru taldir hafa verið handteknir í umfangsmiklum mótmælum víðsvegar um Rússland um síðustu helgi. Tugir þúsunda mótmælenda komu saman í fjölmörgum borgum landsins. Sjá einnig: Navalní segist ekki ætla að svipta sig lífi í fangelsi G7 ríkin svokölluðu eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Kanada, Japan og Þýskaland. Þau kölluðust G8 ríkin á árum áður en Rússlandi var vikið úr hópnum eftir innlimun Krímskaga af Úkraínu árið 2014. Hyggja á frekari mótmæli í skugga handtaka Bandamenn og stuðningsmenn Navalnís hafa boðað til frekari mótmæla um næstu helgi og krefjast þess að Navalní verði sleppt úr haldi. Eins og áður segir voru fjölmargir mótmælendur hanteknir og hafa margir þeirra verið ákærðir samkvæmt frétt Guardian. Skömmu fyrir klukkan tvö í dag birti framkvæmdastjóri andspillingarstofnunar Navalnís myndband sem ku vera frá Júlíu Navalní, eiginkonu Alexeis. Hún er sögð hafa tekið myndbandið íbúð sem hún heldur til í og á það að sýna lögregluþjóna berja fast á hurð hennar. Hún vildi ekki opna fyrir þeim fyrr en lögmaður hennar væri kominn. , . 15 pic.twitter.com/bnr71BplJQ— Ivan Zhdanov (@ioannZH) January 27, 2021 Moscow Times segir að lögregluþjónar hafi einnig ráðist til atlögu og framkvæmt húsleit í íbúð þeirra hjóna í Moskvu, sem ríkið hefur lagt hald á vegna málaferla auðjöfursins Yevgeny Prigozhin gegn Navalní, og í höfuðstöðvum andspillinarsamtakanna áðurnefndu. Húsleitirnar eru sagðar hafa verið framkvæmdar vegna rannsóknar lögreglu á brotum á sóttvarnalögum. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Spörkuð harkalega í jörðina og kærir lögreglu Rússnesk kona, sem lögregluþjónn sparkaði harkalega niður á mótmælum í St. Pétursborg á laugardaginn, ætlar að leggja fram kæru gegn lögregluþjóninum. Myndband af atvikinu þegar sparkað var í konuna var í mikilli dreifingu á netinu um helgina. 26. janúar 2021 09:32 Yfir tvö þúsund handtekin í mótmælum í Rússlandi Lögregla í Rússlandi hefur handtekið yfir tvö þúsund mótmælendur víðs vegar um Rússland í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, sem handtekinn var síðustu helgi við komuna til Rússlands. Óeirðalögregla beitti mikilli hörku og voru sumir mótmælendur beittir ofbeldi og dregnir í burtu. 23. janúar 2021 18:40 Bandamenn Navalnís handteknir vegna mótmæla Bandamenn rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, hafa verið handteknir vegna ætlana þeirra um að halda mótmæli vegna handtöku Navalnís víða um Rússland á morgun. Meðal þeirra eru þær Lyubov Sobol, og Kira Jarmísj, talskona Navalnís. 22. janúar 2021 12:42 Vill Navalní úr haldi tafarlaust Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní var úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald í dag. Utanríkisráðherra fer fram á að honum verði tafarlaust sleppt úr haldi. 18. janúar 2021 19:00 Navalní úrskurðaður í gæsluvarðhald Alexei Navalní hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. febrúar. Það er í takt við kröfur saksóknara og verður hann í gæsluvarðhaldi á meðan ákveðið er fyrir öðrum dómstól hvort dæma eigi hann til fangelsisvistar fyrir að rjúfa skilorð. 18. janúar 2021 14:08 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Bandamenn Navalnís hafa boðað til nýrra mótmæla um helgina og lögregluþjónar framkvæmdu húsleitir í íbúð hans og höfuðstöðvum samtaka hans. Á ársþingi Alþjóða efnahagsþingsins (World Economic Forum) í gær kallaði Vladimír Pútín, forseti Rússlands, eftir auknum samskiptum milli Rússlands og Evrópusambandsins og að tilraunir yrðu gerðar til að bæta samskipti þar á milli. Hann sagði að versnandi samskipti hefðu leitt til samdrætti í viðskiptum. Talsmaður Utanríkisráðuneytis Rússlands sagði þó í morgun, samkvæmt frétt Reuters, að málefni Navalní gæti komið niður á áðurnefndum samskiptum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ræddi mál Navalnís við Pútín í gærkvöldi og samkvæmt Hvíta húsinu lýsti hann yfir áhyggjum af stöðu hans. Þá fordæmdu allir utanríkisráðherrar G7 ríkjanna svokölluðu handtöku Navalnís og sögðu hana sprottna af pólitískum rótum. Navalní, sem hefur verið fyrirferðarmikill í stjórnarandstöðu Rússlands undanfarin ár, var handtekinn við komuna til landsins frá Þýskalandi í síðustu viku og dæmdur í gæsluvarðhald til 14. febrúar. Hann var fluttur til Þýskalands í fyrra eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í Rússlandi. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Sjá einnig: Meintur útsendari FSB ræddi við Navalní um eitrun hans Undir lok síðasta árs skipuðu fangelsismálayfirvöld Rússlands Navalní að snúa aftur til Rússlands þar sem hann væri á skilorði vegna dóms sem hann fékk fyrir þjófnað árið 2014. Var honum gert að mæta á fund í Rússlandi þann 29. desember, og sagt að annars ætti hann á hættu að vera gert að afplána dóm sinn næst þegar hann færi til Rússlands. Skilorðsdómur Navalnís féll úr gildi þann 30. desember. Navalní segist saklaus af þessum ásökunum og Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi brotið á Navalní en hann var handtekinn sjö sinnum á árunum 2012-2014. Dómstólinn komst einnig að þeirri niðurstöðu árið 2017 að dómsmálið gegn Navalní væri ólögmætt og gerræðislegt. Skömmu eftir að Navalní var handtekinn birtu samtök hans langt myndband á Youtube þar sem stjórnarandstæðingurinn sakar Pútín og bandamenn hans um umfangsmikla spillingu og þjófnað. Hann segir sömuleiðis að Pútín hafi látið byggja höll fyrir sig við strendur Svartahafs en því neitar Pútín. Myndbandið hefur fengið mikla athygli og nálgast hundrað milljón áhorf á Youtube. G7 ráðherrarnir kölluðu einnig eftir því að rússneskir mótmælendur yrðu verndaðir og þeim sleppt úr haldi sem hefðu verið handteknir án þess að hafa brotið af sér. Fleiri en þrjú þúsund mótmælendur eru taldir hafa verið handteknir í umfangsmiklum mótmælum víðsvegar um Rússland um síðustu helgi. Tugir þúsunda mótmælenda komu saman í fjölmörgum borgum landsins. Sjá einnig: Navalní segist ekki ætla að svipta sig lífi í fangelsi G7 ríkin svokölluðu eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Kanada, Japan og Þýskaland. Þau kölluðust G8 ríkin á árum áður en Rússlandi var vikið úr hópnum eftir innlimun Krímskaga af Úkraínu árið 2014. Hyggja á frekari mótmæli í skugga handtaka Bandamenn og stuðningsmenn Navalnís hafa boðað til frekari mótmæla um næstu helgi og krefjast þess að Navalní verði sleppt úr haldi. Eins og áður segir voru fjölmargir mótmælendur hanteknir og hafa margir þeirra verið ákærðir samkvæmt frétt Guardian. Skömmu fyrir klukkan tvö í dag birti framkvæmdastjóri andspillingarstofnunar Navalnís myndband sem ku vera frá Júlíu Navalní, eiginkonu Alexeis. Hún er sögð hafa tekið myndbandið íbúð sem hún heldur til í og á það að sýna lögregluþjóna berja fast á hurð hennar. Hún vildi ekki opna fyrir þeim fyrr en lögmaður hennar væri kominn. , . 15 pic.twitter.com/bnr71BplJQ— Ivan Zhdanov (@ioannZH) January 27, 2021 Moscow Times segir að lögregluþjónar hafi einnig ráðist til atlögu og framkvæmt húsleit í íbúð þeirra hjóna í Moskvu, sem ríkið hefur lagt hald á vegna málaferla auðjöfursins Yevgeny Prigozhin gegn Navalní, og í höfuðstöðvum andspillinarsamtakanna áðurnefndu. Húsleitirnar eru sagðar hafa verið framkvæmdar vegna rannsóknar lögreglu á brotum á sóttvarnalögum.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Spörkuð harkalega í jörðina og kærir lögreglu Rússnesk kona, sem lögregluþjónn sparkaði harkalega niður á mótmælum í St. Pétursborg á laugardaginn, ætlar að leggja fram kæru gegn lögregluþjóninum. Myndband af atvikinu þegar sparkað var í konuna var í mikilli dreifingu á netinu um helgina. 26. janúar 2021 09:32 Yfir tvö þúsund handtekin í mótmælum í Rússlandi Lögregla í Rússlandi hefur handtekið yfir tvö þúsund mótmælendur víðs vegar um Rússland í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, sem handtekinn var síðustu helgi við komuna til Rússlands. Óeirðalögregla beitti mikilli hörku og voru sumir mótmælendur beittir ofbeldi og dregnir í burtu. 23. janúar 2021 18:40 Bandamenn Navalnís handteknir vegna mótmæla Bandamenn rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, hafa verið handteknir vegna ætlana þeirra um að halda mótmæli vegna handtöku Navalnís víða um Rússland á morgun. Meðal þeirra eru þær Lyubov Sobol, og Kira Jarmísj, talskona Navalnís. 22. janúar 2021 12:42 Vill Navalní úr haldi tafarlaust Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní var úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald í dag. Utanríkisráðherra fer fram á að honum verði tafarlaust sleppt úr haldi. 18. janúar 2021 19:00 Navalní úrskurðaður í gæsluvarðhald Alexei Navalní hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. febrúar. Það er í takt við kröfur saksóknara og verður hann í gæsluvarðhaldi á meðan ákveðið er fyrir öðrum dómstól hvort dæma eigi hann til fangelsisvistar fyrir að rjúfa skilorð. 18. janúar 2021 14:08 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Spörkuð harkalega í jörðina og kærir lögreglu Rússnesk kona, sem lögregluþjónn sparkaði harkalega niður á mótmælum í St. Pétursborg á laugardaginn, ætlar að leggja fram kæru gegn lögregluþjóninum. Myndband af atvikinu þegar sparkað var í konuna var í mikilli dreifingu á netinu um helgina. 26. janúar 2021 09:32
Yfir tvö þúsund handtekin í mótmælum í Rússlandi Lögregla í Rússlandi hefur handtekið yfir tvö þúsund mótmælendur víðs vegar um Rússland í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, sem handtekinn var síðustu helgi við komuna til Rússlands. Óeirðalögregla beitti mikilli hörku og voru sumir mótmælendur beittir ofbeldi og dregnir í burtu. 23. janúar 2021 18:40
Bandamenn Navalnís handteknir vegna mótmæla Bandamenn rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, hafa verið handteknir vegna ætlana þeirra um að halda mótmæli vegna handtöku Navalnís víða um Rússland á morgun. Meðal þeirra eru þær Lyubov Sobol, og Kira Jarmísj, talskona Navalnís. 22. janúar 2021 12:42
Vill Navalní úr haldi tafarlaust Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní var úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald í dag. Utanríkisráðherra fer fram á að honum verði tafarlaust sleppt úr haldi. 18. janúar 2021 19:00
Navalní úrskurðaður í gæsluvarðhald Alexei Navalní hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. febrúar. Það er í takt við kröfur saksóknara og verður hann í gæsluvarðhaldi á meðan ákveðið er fyrir öðrum dómstól hvort dæma eigi hann til fangelsisvistar fyrir að rjúfa skilorð. 18. janúar 2021 14:08
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent