Átta skip í ákafri loðnuleit: „Nú á hún ekki að sleppa“ Kristján Már Unnarsson skrifar 27. janúar 2021 17:32 Höfn í Hornafirði er meðal þeirra byggða sem eiga mikið undir. Ásgrímur Halldórsson við bryggju. Vinnsluhús Skinneyjar-Þinganess við hliðina. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Loðnuleitin sem hófst um síðustu helgi er orðin mun umfangsmeiri en áður var gert ráð fyrir. Í fyrstu var miðað við þrjú til fjögur skip en núna eru þau orðin átta talsins, tvö rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunar og sex uppsjávarveiðiskip frá útgerðum; öll að leita loðnunnar. „Nú á hún ekki að sleppa,“ segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar.Egill Aðalsteinsson „Ég hugsa að þetta fari að nálgast Íslandsmet,“ svarar hann spurður hvort áður hafi verið lagt í svo viðamikinn leiðangur. Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson fór af stað úr Hafnarfirði í morgun og skömmu síðar sigldi fiskiskipið Hákon ÞH úr Reykjavík. Bjarni stefnir á Vestfirði til að kanna Grænlandssund en þar hefur hafísjaðarinn, sem áður hindraði leit, eitthvað hopað. Hákon mun hins vegar leita grunnt undan Norðurlandi. Rannnsóknaskipið Árni Friðriksson, sem lagði upp frá Hafnarfirði síðastliðinn sunnudag, leitaði fyrst á Austfjarðamiðum en stefnir núna einnig á Vestfjarðamið. Hann var í dag á siglingu vestur með Norðurlandi. Ferlar leitarskipanna átta síðdegis í dag.Hafrannsóknastofnun Auk Árna hófu fjögur fiskiskip að leita undan Austfjörðum í byrjun vikunnar; Ásgrímur Halldórsson SF, Aðalsteinn Jónsson SU, Börkur NK og Bjarni Ólafsson AK. Núna hefur Jóna Eðvalds SF einnig bæst við. Fjögur fyrrnefndu skipin stefna norður á bóginn á Norðausturmið en Jóna Eðvalds stefnir á hafsvæðin undan sunnanverðum Austfjörðum. Hér má sjá leitarferla skipanna. Sjávarútvegsráðherra gaf í gær út 61 þúsund tonna loðnukvóta. Ætla má að íslensk skip fái rétt um helming þess kvóta sem dugar hverju skipi vart í nema eina til tvær veiðiferðir. Bjartsýni ríkir hins vegar innan sjávarútvegsins um að leitin skili mun meiri kvóta, að sögn Ásgeirs Gunnarssonar, framkvæmdastjóra veiða og vinnslu hjá Skinney-Þinganesi á Hornafirði. Hann telur að aldrei fyrr hafi jafnmörg skip verið í skipulagðri loðnuleit og veðurspá sé einnig þokkaleg. Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóri veiða og vinnslu hjá Skinney-Þinganesi.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Ég spái 220 þúsund tonna vertíð,“ segir Ásgeir. Hann telur þó að veiði hefjist vart fyrr en undir miðjan febrúar þegar komin sé góð hrognafylling og loðnan orðin verðmætari. En hvenær má svo búast við niðurstöðum úr loðnuleitinni? „Upp úr næstu helgi, þá verða fregnir,“ svarar forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Sjávarútvegur Akranes Vestmannaeyjar Hornafjörður Fjarðabyggð Vopnafjörður Langanesbyggð Tengdar fréttir Ráðherra fagnar að tekist hafi að afstýra loðnubresti Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu. 26. janúar 2021 10:34 Loðnustofninn metinn nægilega sterkur til að hefja loðnuveiðar Loðnuveiðar íslenskra skipa geta hafist að nýju eftir tveggja ára hlé, samkvæmt nýju mati Hafrannsóknastofnunar á ástandi loðnustofnsins, sem birt var í dag, eftir mælingar á loðnutorfum sem fundust á Austfjarðamiðum um síðustu helgi. Stofnunin leggur til að veiðikvóti verði aukinn úr 22 þúsund tonnum upp í 54.200 tonn, sem dugar til að hægt verði að gefa út kvóta til íslenskra skipa. 22. janúar 2021 17:23 Fyrsta loðnan veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár Fyrsta loðnan sem veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár fékkst á Austfjarðamiðum í gærkvöldi þegar grænlenska skipið Polar Amaroq fékk milli tuttugu og þrjátíu tonn í einu kasti. Síldarvinnslan í Neskaupstað á þriðjungshlut í grænlensku útgerðinni en yfirmenn um borð eru íslenskir. 21. janúar 2021 20:31 Mest lesið Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Hefja úthlutun lóða í Vatnsendahvarfi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Sjá meira
„Nú á hún ekki að sleppa,“ segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar.Egill Aðalsteinsson „Ég hugsa að þetta fari að nálgast Íslandsmet,“ svarar hann spurður hvort áður hafi verið lagt í svo viðamikinn leiðangur. Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson fór af stað úr Hafnarfirði í morgun og skömmu síðar sigldi fiskiskipið Hákon ÞH úr Reykjavík. Bjarni stefnir á Vestfirði til að kanna Grænlandssund en þar hefur hafísjaðarinn, sem áður hindraði leit, eitthvað hopað. Hákon mun hins vegar leita grunnt undan Norðurlandi. Rannnsóknaskipið Árni Friðriksson, sem lagði upp frá Hafnarfirði síðastliðinn sunnudag, leitaði fyrst á Austfjarðamiðum en stefnir núna einnig á Vestfjarðamið. Hann var í dag á siglingu vestur með Norðurlandi. Ferlar leitarskipanna átta síðdegis í dag.Hafrannsóknastofnun Auk Árna hófu fjögur fiskiskip að leita undan Austfjörðum í byrjun vikunnar; Ásgrímur Halldórsson SF, Aðalsteinn Jónsson SU, Börkur NK og Bjarni Ólafsson AK. Núna hefur Jóna Eðvalds SF einnig bæst við. Fjögur fyrrnefndu skipin stefna norður á bóginn á Norðausturmið en Jóna Eðvalds stefnir á hafsvæðin undan sunnanverðum Austfjörðum. Hér má sjá leitarferla skipanna. Sjávarútvegsráðherra gaf í gær út 61 þúsund tonna loðnukvóta. Ætla má að íslensk skip fái rétt um helming þess kvóta sem dugar hverju skipi vart í nema eina til tvær veiðiferðir. Bjartsýni ríkir hins vegar innan sjávarútvegsins um að leitin skili mun meiri kvóta, að sögn Ásgeirs Gunnarssonar, framkvæmdastjóra veiða og vinnslu hjá Skinney-Þinganesi á Hornafirði. Hann telur að aldrei fyrr hafi jafnmörg skip verið í skipulagðri loðnuleit og veðurspá sé einnig þokkaleg. Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóri veiða og vinnslu hjá Skinney-Þinganesi.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Ég spái 220 þúsund tonna vertíð,“ segir Ásgeir. Hann telur þó að veiði hefjist vart fyrr en undir miðjan febrúar þegar komin sé góð hrognafylling og loðnan orðin verðmætari. En hvenær má svo búast við niðurstöðum úr loðnuleitinni? „Upp úr næstu helgi, þá verða fregnir,“ svarar forstjóri Hafrannsóknastofnunar.
Sjávarútvegur Akranes Vestmannaeyjar Hornafjörður Fjarðabyggð Vopnafjörður Langanesbyggð Tengdar fréttir Ráðherra fagnar að tekist hafi að afstýra loðnubresti Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu. 26. janúar 2021 10:34 Loðnustofninn metinn nægilega sterkur til að hefja loðnuveiðar Loðnuveiðar íslenskra skipa geta hafist að nýju eftir tveggja ára hlé, samkvæmt nýju mati Hafrannsóknastofnunar á ástandi loðnustofnsins, sem birt var í dag, eftir mælingar á loðnutorfum sem fundust á Austfjarðamiðum um síðustu helgi. Stofnunin leggur til að veiðikvóti verði aukinn úr 22 þúsund tonnum upp í 54.200 tonn, sem dugar til að hægt verði að gefa út kvóta til íslenskra skipa. 22. janúar 2021 17:23 Fyrsta loðnan veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár Fyrsta loðnan sem veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár fékkst á Austfjarðamiðum í gærkvöldi þegar grænlenska skipið Polar Amaroq fékk milli tuttugu og þrjátíu tonn í einu kasti. Síldarvinnslan í Neskaupstað á þriðjungshlut í grænlensku útgerðinni en yfirmenn um borð eru íslenskir. 21. janúar 2021 20:31 Mest lesið Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Hefja úthlutun lóða í Vatnsendahvarfi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Sjá meira
Ráðherra fagnar að tekist hafi að afstýra loðnubresti Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu. 26. janúar 2021 10:34
Loðnustofninn metinn nægilega sterkur til að hefja loðnuveiðar Loðnuveiðar íslenskra skipa geta hafist að nýju eftir tveggja ára hlé, samkvæmt nýju mati Hafrannsóknastofnunar á ástandi loðnustofnsins, sem birt var í dag, eftir mælingar á loðnutorfum sem fundust á Austfjarðamiðum um síðustu helgi. Stofnunin leggur til að veiðikvóti verði aukinn úr 22 þúsund tonnum upp í 54.200 tonn, sem dugar til að hægt verði að gefa út kvóta til íslenskra skipa. 22. janúar 2021 17:23
Fyrsta loðnan veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár Fyrsta loðnan sem veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár fékkst á Austfjarðamiðum í gærkvöldi þegar grænlenska skipið Polar Amaroq fékk milli tuttugu og þrjátíu tonn í einu kasti. Síldarvinnslan í Neskaupstað á þriðjungshlut í grænlensku útgerðinni en yfirmenn um borð eru íslenskir. 21. janúar 2021 20:31