Afar hæpið að Trump verði sakfelldur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. janúar 2021 19:01 Donald Trump er ekki lengur forseti en hefur samt verið ákærður fyrir embættisbrot. Repúblikanar í öldungadeildinni telja það ólöglegt. AP/Luis M. Alvarez Ólíklegt er að öldungadeild bandaríska þingsins sakfelli Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot. Langflestir Repúblikanar greiddu atkvæði með frávísunartillögu í gærkvöldi. Trump var ákærður fyrir tveimur vikum fyrir að hafa hvatt til uppreisnar í aðdraganda árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið. Demókratar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni og nutu stuðnings tíu Repúblikana í atkvæðagreiðslunni um ákæruna. Vegna alvarleika árásarinnar þótti sakfelling forsetans fyrrverandi alls ekki útilokuð. En Skjótt skipast veður í lofti. Fyrir um tveimur vikum sagði The New York Times frá því að tuttugu Repúblikanar væru opnir fyrir því að sakfella Trump. Einungis fimm Repúblikanar greiddu atkvæði gegn frávísun ákærunnar í gær. Því er afar hæpið að Trump verði sakfelldur, enda þyrfti til þess alla þingmenn Demókrata og sautján Repúblikana. Sýndarréttarhöld? Rand Paul, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, var foxillur þegar frávísunartillaga hans var felld. „Þetta er falskt. Algjör harmleikur. Svartur blettur í sögu landsins. Ég hvet kollega mína til þess að endurskoða þessi sýndarréttarhöld og ræða í staðinn um mikilvægu málin,“ sagði Paul. Segja ákæruna ekki standast stjórnarskrá En hvað veldur því að Repúblikanar hafa nú að mestu tekið höndum saman gegn ákærunni? Þingmennirnir sögðust í gær að ferlið stæðist ekki stjórnarskrá þar sem Trump er ekki lengur forseti. Því er CRS, hugveita þingsins sjálfs, ósammála og telur spurningunni í raun enn ósvarað. Samkvæmt CNN vilja fæstir Repúblikanar svíkja lit, jafnvel þeir sem gagnrýndu forsetann harðlega eftir árásina. Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Trump var ákærður fyrir tveimur vikum fyrir að hafa hvatt til uppreisnar í aðdraganda árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið. Demókratar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni og nutu stuðnings tíu Repúblikana í atkvæðagreiðslunni um ákæruna. Vegna alvarleika árásarinnar þótti sakfelling forsetans fyrrverandi alls ekki útilokuð. En Skjótt skipast veður í lofti. Fyrir um tveimur vikum sagði The New York Times frá því að tuttugu Repúblikanar væru opnir fyrir því að sakfella Trump. Einungis fimm Repúblikanar greiddu atkvæði gegn frávísun ákærunnar í gær. Því er afar hæpið að Trump verði sakfelldur, enda þyrfti til þess alla þingmenn Demókrata og sautján Repúblikana. Sýndarréttarhöld? Rand Paul, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, var foxillur þegar frávísunartillaga hans var felld. „Þetta er falskt. Algjör harmleikur. Svartur blettur í sögu landsins. Ég hvet kollega mína til þess að endurskoða þessi sýndarréttarhöld og ræða í staðinn um mikilvægu málin,“ sagði Paul. Segja ákæruna ekki standast stjórnarskrá En hvað veldur því að Repúblikanar hafa nú að mestu tekið höndum saman gegn ákærunni? Þingmennirnir sögðust í gær að ferlið stæðist ekki stjórnarskrá þar sem Trump er ekki lengur forseti. Því er CRS, hugveita þingsins sjálfs, ósammála og telur spurningunni í raun enn ósvarað. Samkvæmt CNN vilja fæstir Repúblikanar svíkja lit, jafnvel þeir sem gagnrýndu forsetann harðlega eftir árásina.
Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira