450 afbrigði greinst á landamærunum en þrettán innanlands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. janúar 2021 12:27 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á fundi dagsins. Í bakgrunni sést Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Almannavarnir Frá 15 júní á síðasta ári og til dagsins í dag hafa alls um 450 afbrigði kórónuveirunnar greinst við landamæraskimun hér á landi. Á sama tíma hafa aðeins þrettán afbrigði greinst innanlands. Þetta sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi í dag þar sem hann fór yfir tölfræði tengda sóttvarnaaðgerðum sem gripið hefur verið til á landamærunum. Þórólfur sagði að talsverð umræða hefði verið undanfarið um þessar aðgerðir en þeim væri ætlað að lágmarka áhættuna af því að veiran gæti borist hingað til lands. „Ýmsum hafa þótt aðgerðirnar of harðar, öðrum of linar og sumum þótt þær skila litlu. En ef við skoðum betur hverju aðgerðirnar hafa raunverulega skilað þá er rétt að minna á að val um fjórtán daga sóttkví eða tvöfalda skimun hefur verið við lýði frá 19. ágúst á síðasta ári,“ sagði Þórólfur. Hann sagði að frá þeim tíma hefðu rúmlega 56 þúsund fullorðnir farþegar komið til landsins og um 3.800 börn. Af þessum fjölda hefðu um 54 þúsund manns farið að minnsta kosti í fyrri skimunina og af þeim svo 52 þúsund í seinni skimunina. Eitt prósent greinst með virkt smit „Af þessum 54 þúsund manns hafa 590 greinst með virkt smita eða eitt prósent í heildina,“ sagði Þórólfur. 75 prósent hefðu greinst í fyrri skimun og 25 prósent í seinni skimun. „Ef skoðaður er fjöldi afbrigða veirunnar eða svokallaðar hapló-týpur sem greinst hafa á landamærunum frá 15. júní síðastliðnum þá hafa greinst alls um 450 mismunandi afbrigði veirunnar en á sama tíma einungis þrettán afbrigði innanlands.“ Hin svokölluðu grænu og bláu afbrigði veirunnar hafa greinst langmest; hið fyrrnefnda bar uppi bylgju tvö og hið síðarnefnda bylgju þrjú. Þórólfur sagði önnur afbrigði hafa greinst í mun minna mæli. Þá minnti hann á að hingað hefði tekist að hefta útbreiðslu hins svokallað breska afbrigðis sem valdið hefur miklum vandræðum í löndunum í kringum okkur. 48 hafa greinst með afbrigðið við landamæraskimun og átta manns innanlands en þeir voru allir í nánum tengslum við einstaklinga sem greindust fyrst á landamærunum. Að öðru leyti hefði afbrigðið ekki náð útbreiðslu í samfélaginu. „Þannig vil ég fullyrða að aðgerðir okkar á landamærum hafa verið mjög áhrifaríkar til að halda faraldrinum í skefjum hér á landi og það er athyglisvert að skoða það í ljósi þess að nú eru nágrannaþjóðir okkar flestar hverjar að leggja áherslu á svipaðar aðgerðir á sínum landamærum,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Þetta sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi í dag þar sem hann fór yfir tölfræði tengda sóttvarnaaðgerðum sem gripið hefur verið til á landamærunum. Þórólfur sagði að talsverð umræða hefði verið undanfarið um þessar aðgerðir en þeim væri ætlað að lágmarka áhættuna af því að veiran gæti borist hingað til lands. „Ýmsum hafa þótt aðgerðirnar of harðar, öðrum of linar og sumum þótt þær skila litlu. En ef við skoðum betur hverju aðgerðirnar hafa raunverulega skilað þá er rétt að minna á að val um fjórtán daga sóttkví eða tvöfalda skimun hefur verið við lýði frá 19. ágúst á síðasta ári,“ sagði Þórólfur. Hann sagði að frá þeim tíma hefðu rúmlega 56 þúsund fullorðnir farþegar komið til landsins og um 3.800 börn. Af þessum fjölda hefðu um 54 þúsund manns farið að minnsta kosti í fyrri skimunina og af þeim svo 52 þúsund í seinni skimunina. Eitt prósent greinst með virkt smit „Af þessum 54 þúsund manns hafa 590 greinst með virkt smita eða eitt prósent í heildina,“ sagði Þórólfur. 75 prósent hefðu greinst í fyrri skimun og 25 prósent í seinni skimun. „Ef skoðaður er fjöldi afbrigða veirunnar eða svokallaðar hapló-týpur sem greinst hafa á landamærunum frá 15. júní síðastliðnum þá hafa greinst alls um 450 mismunandi afbrigði veirunnar en á sama tíma einungis þrettán afbrigði innanlands.“ Hin svokölluðu grænu og bláu afbrigði veirunnar hafa greinst langmest; hið fyrrnefnda bar uppi bylgju tvö og hið síðarnefnda bylgju þrjú. Þórólfur sagði önnur afbrigði hafa greinst í mun minna mæli. Þá minnti hann á að hingað hefði tekist að hefta útbreiðslu hins svokallað breska afbrigðis sem valdið hefur miklum vandræðum í löndunum í kringum okkur. 48 hafa greinst með afbrigðið við landamæraskimun og átta manns innanlands en þeir voru allir í nánum tengslum við einstaklinga sem greindust fyrst á landamærunum. Að öðru leyti hefði afbrigðið ekki náð útbreiðslu í samfélaginu. „Þannig vil ég fullyrða að aðgerðir okkar á landamærum hafa verið mjög áhrifaríkar til að halda faraldrinum í skefjum hér á landi og það er athyglisvert að skoða það í ljósi þess að nú eru nágrannaþjóðir okkar flestar hverjar að leggja áherslu á svipaðar aðgerðir á sínum landamærum,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira