Veskin hjá spænsku stórveldunum tóm | Ofurdeild Evrópu heillandi kostur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2021 07:01 Digrir sjóðir spænsku stórveldanna Real Madrid og Barcelona virðast uppurnir. Diego Souto/Getty Images Sjóðir spænsku stórveldanna Real Madrid og Barcelona eru svo gott sem tómir ef marka má frétt The Athletic. Talið er að félögin séu spennt fyrir stofnun Ofurdeildar Evrópu þar sem það myndi hjálpa fjárhag beggja félaga. Kórónufaraldurinn hefur komið illa niður á nær öllum knattspyrnuliðum Evrópu og þó víðar væri leitað. Spænsku stórveldin tvö hafa hins vegar komið einkar illa út úr faraldrinum. Raunar var fjárhagsstaða þeirra ekkert til að hrópa húrra fyrir þegar faraldurinn skall á heiminum í upphafi síðasta árs. Florentino Perez, forseti Real Madrid, virðist einkar spenntur fyrir svokallaðri Ofurdeild Evrópu og virðist sjá það sem lausn á vandræðum Real Madrid. „Fótboltinn þarf nýjar formúlur til að gera hann samkeppnishæfari, spennandi og sterkari. Real Madrid verður að vera áfram í fararbroddi - líkt og það hefur verið frá stofnun félagsins árið 1902 – þegar kemur að nýjungum ásamt því að vernda gildi og hefðir fótboltans,“ sagði Perez í ræðu sem hann hélt á AGM hótelinu í Madríd í desember á síðasta ári. Fundarhöldin voru ætluð „socios“ Real Madrid, það er þeim sem eiga í raun og veru félagið. Perez við ræðuhöld í desember á síðasta ári.EPA-EFE/ANGEL DIAZ Ræða Perez hélt áfram og hann nefndi að Real Madrid hefði verið eina knattspyrnufélagið sem var hluti af stofnun FIFA árið 1904 ásamt álfusamböndunum sjö. Þá nefndi hann að franska dagblaðið L´Equipe og Real hefðu ýtt undir stofnun Evrópubikarsins fimmtíu árum síðar. Á endanum kom hann svo að mikilvægasta punkti ræðu sinnar. „Nú þarf að uppfæra þetta módel sem við höfum unnið eftir. Fótboltinn verður að stíga inn í nútímann og Real verður að vera þar, eins og það hefur alltaf verið í gegnum söguna. Allir skilja að það þarf að breyta núverandi keppnisfyrirkomulagi eins fljótt og auðið er. Stóru félögin í Evrópu þurfa að berjast fyrir breytingum. Það er skylda okkar að aðlagast nýjum raunveruleika. Samkeppnin og gæðin í keppnum okkar verða að aukast. Það er áskorun sem við verðum að vera tilbúin að takast á við,“ sagði Perez að lokum. Hann nefndi aldrei Ofurdeild Evrópu en það er nokkuð ljóst hvað hann var að tala um. Real alltaf viljað meira Real Madrid hefur haft áhuga á Evrópukeppnum utan lögsögu knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, frá árinu 2000. Lorenzo Sanz, forveri Perez hjá Real, studdi tillögu þess efnis að ríkustu lið Evrópu myndu stofna eigin deild árið 1998. UEFA hefur breytt Meistaradeild Evrópu ítrekað til að koma til móts við stærstu félögin. Þannig hafa þau fengið stærri hluta af kökunni. Þrátt fyrir það hafa ríkustu félögin alltaf haldið í hugmyndina um Ofurdeild, sérstaklega þegar þau hafa ekki komist í Meistaradeildina eða það hefur gengið illa. „Við erum öll sammála um að Ofurdeild Evrópu myndi þýða að bestu liðin myndu alltaf spila innbyrðis, eitthvað sem gerist ekki alltaf í Meistaradeildinni,“ sagi Perez árið 2009 þegar Real datt út í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fimm árið í röð. Meira að segja þegar Real fór á hina ótrúlegu sigurgöngu í Meistaradeildinni þá var hugmyndin um Ofurdeild aldrei langt frá Perez. Hann vildi meina að félagið hans – sem væri í eign stuðningsmanna þess – gæti ekki keppt við önnur lið í Evrópu sem væru með moldríka bakhjarla. Börsungar ekki jafn háværir og fjendur sínir Sandro Rosell var sá forseti Barcelona sem var hvað opnastur fyrir hugmyndinni um Ofurdeild. „Við viljum Meistaradeild Evrópu með fleiri liðum, og við viljum hafa leik Barcelona gegn Manchester United í Meistaradeildinni á laugardegi eða sunnudegi,“ sagði Rosell á sínum tíma. Manchester United og Barcelona mættust í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu vorið 2011.liewig christian/Getty Images Josep Maria Bartomeu, arftaki Rosell, tjáði sig lítið um Ofurdeild Evrópu. Það er þangað til skömmu áður en hann hætti sem forseti Barcelona. Þá sagði hann að stjórn Börsunga hefði samþykkt að taka þátt í Ofurdeildinni ef hún yrði sett á laggirnar. Mikið hefur verið rætt og ritað um slíka deild undanfarna daga og á endanum gáfu FIFA og álfusamböndin út bréf þar sem sagði að ef leikmenn myndu taka þátt í slíkri keppni þá myndu þeir ekki fá að keppa á mótum sem væru á vegum FIFA, UEFA eða annarra álfusambanda. Áhrif Covid-19 Segja má að Real hafi orðið illa úti vegna kórónufaraldursins. Félagið var nýbúið að hefjast hanada við breytingar á heimavelli sínum, Estadio Santiago Bernabeu, sem kosta alls 600 milljónir evra. Þá hefur liðið tapað allt að 300 milljónum evra þar sem engir áhorfendur eru leyfðir á heimaleikjum félagsins. Real hefur nú þegar tekið lán upp á 205 milljónir evra til að reyna fylla upp í götin. Ofan á það hefur liðið beðið leikmenn sína um að taka tíu prósent launalækkun ásamt því að Luka Jović og Martin Ødegaard voru sendir á láni til að minnka launakostnað liðsins. Fjárhagsvandræði Börsunga eru verri en erkifjenda sinna hjá Real. Barcelona skuldar félögum enn vegna félagaskipta, til að mynda Liverpool vegna kaupanna á Philippe Coutinho. Einnig skulda Börsungar franska félaginu Bordeaux vegna brasilíska leikmannsins Malcom, sem var seldur til Zenit St. Pétursborgar fyrir 18 mánuðum síðan. Alls skuldar félagið 1.2 milljarð evra, þar af 266 milljónir evra fyrir 30. júní næstkomandi. Möguleiki er að félagið lýsi sig gjaldþrota. Sama hvernig fer þá eiga liðin leik nú um helgina. Real Madrid fær Levante í heimsókn á laugardeginum á meðan Barcelona fær Athletic Bilbao í heimsókn á sunnudag. Báðir leikir í beinni útsendingu Stöð 2 Sport. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Sjá meira
Kórónufaraldurinn hefur komið illa niður á nær öllum knattspyrnuliðum Evrópu og þó víðar væri leitað. Spænsku stórveldin tvö hafa hins vegar komið einkar illa út úr faraldrinum. Raunar var fjárhagsstaða þeirra ekkert til að hrópa húrra fyrir þegar faraldurinn skall á heiminum í upphafi síðasta árs. Florentino Perez, forseti Real Madrid, virðist einkar spenntur fyrir svokallaðri Ofurdeild Evrópu og virðist sjá það sem lausn á vandræðum Real Madrid. „Fótboltinn þarf nýjar formúlur til að gera hann samkeppnishæfari, spennandi og sterkari. Real Madrid verður að vera áfram í fararbroddi - líkt og það hefur verið frá stofnun félagsins árið 1902 – þegar kemur að nýjungum ásamt því að vernda gildi og hefðir fótboltans,“ sagði Perez í ræðu sem hann hélt á AGM hótelinu í Madríd í desember á síðasta ári. Fundarhöldin voru ætluð „socios“ Real Madrid, það er þeim sem eiga í raun og veru félagið. Perez við ræðuhöld í desember á síðasta ári.EPA-EFE/ANGEL DIAZ Ræða Perez hélt áfram og hann nefndi að Real Madrid hefði verið eina knattspyrnufélagið sem var hluti af stofnun FIFA árið 1904 ásamt álfusamböndunum sjö. Þá nefndi hann að franska dagblaðið L´Equipe og Real hefðu ýtt undir stofnun Evrópubikarsins fimmtíu árum síðar. Á endanum kom hann svo að mikilvægasta punkti ræðu sinnar. „Nú þarf að uppfæra þetta módel sem við höfum unnið eftir. Fótboltinn verður að stíga inn í nútímann og Real verður að vera þar, eins og það hefur alltaf verið í gegnum söguna. Allir skilja að það þarf að breyta núverandi keppnisfyrirkomulagi eins fljótt og auðið er. Stóru félögin í Evrópu þurfa að berjast fyrir breytingum. Það er skylda okkar að aðlagast nýjum raunveruleika. Samkeppnin og gæðin í keppnum okkar verða að aukast. Það er áskorun sem við verðum að vera tilbúin að takast á við,“ sagði Perez að lokum. Hann nefndi aldrei Ofurdeild Evrópu en það er nokkuð ljóst hvað hann var að tala um. Real alltaf viljað meira Real Madrid hefur haft áhuga á Evrópukeppnum utan lögsögu knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, frá árinu 2000. Lorenzo Sanz, forveri Perez hjá Real, studdi tillögu þess efnis að ríkustu lið Evrópu myndu stofna eigin deild árið 1998. UEFA hefur breytt Meistaradeild Evrópu ítrekað til að koma til móts við stærstu félögin. Þannig hafa þau fengið stærri hluta af kökunni. Þrátt fyrir það hafa ríkustu félögin alltaf haldið í hugmyndina um Ofurdeild, sérstaklega þegar þau hafa ekki komist í Meistaradeildina eða það hefur gengið illa. „Við erum öll sammála um að Ofurdeild Evrópu myndi þýða að bestu liðin myndu alltaf spila innbyrðis, eitthvað sem gerist ekki alltaf í Meistaradeildinni,“ sagi Perez árið 2009 þegar Real datt út í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fimm árið í röð. Meira að segja þegar Real fór á hina ótrúlegu sigurgöngu í Meistaradeildinni þá var hugmyndin um Ofurdeild aldrei langt frá Perez. Hann vildi meina að félagið hans – sem væri í eign stuðningsmanna þess – gæti ekki keppt við önnur lið í Evrópu sem væru með moldríka bakhjarla. Börsungar ekki jafn háværir og fjendur sínir Sandro Rosell var sá forseti Barcelona sem var hvað opnastur fyrir hugmyndinni um Ofurdeild. „Við viljum Meistaradeild Evrópu með fleiri liðum, og við viljum hafa leik Barcelona gegn Manchester United í Meistaradeildinni á laugardegi eða sunnudegi,“ sagði Rosell á sínum tíma. Manchester United og Barcelona mættust í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu vorið 2011.liewig christian/Getty Images Josep Maria Bartomeu, arftaki Rosell, tjáði sig lítið um Ofurdeild Evrópu. Það er þangað til skömmu áður en hann hætti sem forseti Barcelona. Þá sagði hann að stjórn Börsunga hefði samþykkt að taka þátt í Ofurdeildinni ef hún yrði sett á laggirnar. Mikið hefur verið rætt og ritað um slíka deild undanfarna daga og á endanum gáfu FIFA og álfusamböndin út bréf þar sem sagði að ef leikmenn myndu taka þátt í slíkri keppni þá myndu þeir ekki fá að keppa á mótum sem væru á vegum FIFA, UEFA eða annarra álfusambanda. Áhrif Covid-19 Segja má að Real hafi orðið illa úti vegna kórónufaraldursins. Félagið var nýbúið að hefjast hanada við breytingar á heimavelli sínum, Estadio Santiago Bernabeu, sem kosta alls 600 milljónir evra. Þá hefur liðið tapað allt að 300 milljónum evra þar sem engir áhorfendur eru leyfðir á heimaleikjum félagsins. Real hefur nú þegar tekið lán upp á 205 milljónir evra til að reyna fylla upp í götin. Ofan á það hefur liðið beðið leikmenn sína um að taka tíu prósent launalækkun ásamt því að Luka Jović og Martin Ødegaard voru sendir á láni til að minnka launakostnað liðsins. Fjárhagsvandræði Börsunga eru verri en erkifjenda sinna hjá Real. Barcelona skuldar félögum enn vegna félagaskipta, til að mynda Liverpool vegna kaupanna á Philippe Coutinho. Einnig skulda Börsungar franska félaginu Bordeaux vegna brasilíska leikmannsins Malcom, sem var seldur til Zenit St. Pétursborgar fyrir 18 mánuðum síðan. Alls skuldar félagið 1.2 milljarð evra, þar af 266 milljónir evra fyrir 30. júní næstkomandi. Möguleiki er að félagið lýsi sig gjaldþrota. Sama hvernig fer þá eiga liðin leik nú um helgina. Real Madrid fær Levante í heimsókn á laugardeginum á meðan Barcelona fær Athletic Bilbao í heimsókn á sunnudag. Báðir leikir í beinni útsendingu Stöð 2 Sport. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn