Nike samdi við átta ára gamlan fótboltastrák Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2021 12:00 Kauan Basile fékk fullt af Nike vörum sendar heim eftir að hann skrifaði undir samninginn. Instagram/@kauan.basile Kauan Basile verður bara ellefu ára gamall þegar fyrsti samningurinn hans við Nike rennur úr. Það er ekki slæmt að vera á undan stórstjörnum eins og Lionel Messi og Neymar og hvað þá þegar þú ert bara átta ára gamall. Kauan Basile þykir mjög efnilegur knattspyrnumaður og það þykjast fróðir menn sjá þótt að hann sé aðeins átta ára gamall. Kauan Basile varð nefnilega á dögunum yngsti fótboltamaðurinn til að gera samning við íþróttavöruframleiðandann Nike. Remember the name Kauan Basile, because he has just become Nike's youngest ever signing. https://t.co/2fkd40MPqO— SPORTbible (@sportbible) January 28, 2021 Kauan Basile er að spila með barnaliði Santos í Brasilíu en það var Diario Ole sem sagði frá því að strákurinn hafi gert þriggja ára samning við Nike. Með þessu þá bætir hann gamla metið sem var í eigu Rodrygo. Rodrygo er nú hjá Real Madrid en hann samdi við Nike ellefu ára gamall. Neymar var þrettán ára þegar hann gerði sinn fyrsta samning við Nike og Lionel Messi var fimmtán ára þegar hann samdi fyrst við bandaríska íþróttavöruframleiðandann. Basile spilar með undir níu ára futsal liði Santos og var árið 2019 valinn besti leikmaðurinn á Sau Paulo Futsal meistaramótinu. Á Instagram síðu Kauan Basile stendur: 19.01.2021 er mjög sérstakur dagur fyrir mig og mína fjölskyldu því þá skrifaði ég undir minn fyrsta samning við Nike, átta ára gamall. Basile er með fótboltahæfileikana í blóðinu því bæði faðir hans og afi voru atvinnumenn í fótbolta. Samningurinn er til þriggja ára með möguleika á tveimur árum til viðbótar. Þá væri Kauan Basile orðinn þrettán ára gamall. View this post on Instagram A post shared by KB10 (@kauan.basile) Fótbolti Brasilía Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Það er ekki slæmt að vera á undan stórstjörnum eins og Lionel Messi og Neymar og hvað þá þegar þú ert bara átta ára gamall. Kauan Basile þykir mjög efnilegur knattspyrnumaður og það þykjast fróðir menn sjá þótt að hann sé aðeins átta ára gamall. Kauan Basile varð nefnilega á dögunum yngsti fótboltamaðurinn til að gera samning við íþróttavöruframleiðandann Nike. Remember the name Kauan Basile, because he has just become Nike's youngest ever signing. https://t.co/2fkd40MPqO— SPORTbible (@sportbible) January 28, 2021 Kauan Basile er að spila með barnaliði Santos í Brasilíu en það var Diario Ole sem sagði frá því að strákurinn hafi gert þriggja ára samning við Nike. Með þessu þá bætir hann gamla metið sem var í eigu Rodrygo. Rodrygo er nú hjá Real Madrid en hann samdi við Nike ellefu ára gamall. Neymar var þrettán ára þegar hann gerði sinn fyrsta samning við Nike og Lionel Messi var fimmtán ára þegar hann samdi fyrst við bandaríska íþróttavöruframleiðandann. Basile spilar með undir níu ára futsal liði Santos og var árið 2019 valinn besti leikmaðurinn á Sau Paulo Futsal meistaramótinu. Á Instagram síðu Kauan Basile stendur: 19.01.2021 er mjög sérstakur dagur fyrir mig og mína fjölskyldu því þá skrifaði ég undir minn fyrsta samning við Nike, átta ára gamall. Basile er með fótboltahæfileikana í blóðinu því bæði faðir hans og afi voru atvinnumenn í fótbolta. Samningurinn er til þriggja ára með möguleika á tveimur árum til viðbótar. Þá væri Kauan Basile orðinn þrettán ára gamall. View this post on Instagram A post shared by KB10 (@kauan.basile)
Fótbolti Brasilía Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira