Ýmis ákvæði sóttvarnalaga styrkt og skýrð nánar Heimir Már Pétursson skrifar 29. janúar 2021 12:06 Í frumvarpi heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum eru ýmsar heimildir sóttvarnayfirvalda styrktar og hugtök skýrð nánar. Vísir/Vilhelm Annarri umræðu um breytingar á sóttvarnalögum lauk á Alþingi í gærkvöldi en þær fela í sér styrkingu alls konar heimilda sóttvarnayfirvalda til aðgerða í sóttvarnamálum. Varaformaður velferðarnefndar Alþingis segir brýnt að hefja þegar undirbúning að heildarendurskoðun laganna. Heilbrigðisráðherra lagði fram ítarlegt frumvarp til breytinga á sóttvarnalögum undir lok nóvember. Velferðarnefnd skilaði áliti sínu á miðvikudag og skrifa allir níu nefndarmenn undir það, þótt fimm þeirra geri það með fyrirvara en það eru þau Helga Vala Helgadóttir Samfylkingu, Anna Kolbrún Árnadóttir Miðflokki, Guðmundur Ingi Kristinsson Flokki fólksins, Sara Elísa Þórðardóttir Pírötum og Sigríður Á. Andersen Skálfstæðisflokki. Allir níu nefndarmenn velferðarnefndar skrifa undir álit nefndarinnar og breytingatillögur en fimm nefndarmanna gera það með fyrirvara. Hér má sjá varaformann velferðarnefndar Ólaf Þór Gunnarsson og Helgu Völu Helgadóttur formann nefndarinnar.Vísir/Vilhelm Frumvarpinu er ætlað að „skýra gildandi sóttvarnalög með hliðsjón af reynslu heimsfaraldurs kórónuveiru og koma í veg fyrir réttaróvissu um sóttvarnaráðstafanir stjórnvalda. Sérstaklega er horft til ákvæða sem fjalla um opinberar sóttvarnaráðstafanir og valdheimildir stjórnvalda þar að lútandi," segir í nefndaráliti. Ólafur Þór Gunnarsson Vinstri grænum og varaformaður nefndarinnar mælti fyrir nefndarálitinu á Alþingi í gær og sagði frumvarpið fjalla um tilteknar beytingar en fæli ekki í sér þá heildarendurskoðun sem kallaði hefði verið eftir á lögunum. „Sem fyrst vindi menn sér í þetta verkefni. Það sé ekki dregið of lengi vegna þess að það eru viss atriði þarna sem þegar blasa við að munu þurfa endurskoðunar við. Það er hægt að fara að vinna í þeim nú þegar,“ sagði Ólafur Þór. Mikill tími nefndarmanna hafi farið í að ræða tengsl stjórnsýslulaga við sóttvarnalög. Í frumvarpinu eru heimildir til að skylda ferðamenn í tvöfalda skimun styrktar og nánar kveðið á um starfsemi sóttvarnahúsa svo dæmdi séu tekin.Vísir/Vilhelm „Þessi umræða er mjög mikilvæg. Einkum og sér í lagi þegar horft er til þess að sóttvarnalög á vissan hátt takamarka réttindi, vissulega tímabundið yfirleitt, sem við sem almennir borgarar lítum á sem sjálfsögð,“ sagði Ólafur Þór. Þannig vildi Helga Vala undirstrika að fyrirmæli sóttvarnalæknis yrðu aldrei munnleg heldur ávallt skrifleg að minnsta kosti með tölvupósti eða skilaboðum í síma. Guðmundur Ingi vildi heimila strangari aðgerðir en frumvarpið kveður á um svo eitthvað sé nefnt. Ýmis hugtök eins og smitrakning og sótthreinsun eru skilgreind nánar og tekið fram að meðalhófs verði ávallt gætt við allar aðgerðir og aldrei gengið lengra en nauðsyn beri til hverju sinni. Heimildir til skimana og annarra aðgerða á landamærum eru einnig skilgreindar nánar. „Allt þetta er mjög mikilvægt til þess að almenningur hafi góða tilfinningu fyrir því að það sé ekki verið að ganga lengra heldur en þarf til að mæta grundvallar markmiðinu. Sem er að vernda líf og heilsu borgaranna,“ sagði Ólafur Þór Gunnarsson á Alþingi í gær. Umræðan stóð yfir í rúmar fjórar og hálfa klukkustund og lauk upp úr klukkan sjö í gærkvöldi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir 450 afbrigði greinst á landamærunum en þrettán innanlands Frá 15 júní á síðasta ári og til dagsins í dag hafa alls um 450 afbrigði kórónuveirunnar greinst við landamæraskimun hér á landi. Á sama tíma hafa aðeins þrettán afbrigði greinst innanlands. 28. janúar 2021 12:27 Breytt fyrirkomulag við landamæraskimun forsenda efnahagsbata Breytt fyrirkomulag skimunar á landamærum er forsenda þess að umtalsverður efnahagsbati geti hafist hér á landi á næsta ári. 11. nóvember 2020 10:31 Telur erfitt að skylda fólk í skimun á landamærum Dómsmálaráðherra segir að erfitt geti reynst að skylda fólk til að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum, horfa þurfi til annarra ráðstafanna þar. Sóttvarnalæknir segir að verið sé að skoða málið frá mörgum hliðum. 15. nóvember 2020 19:31 Allir verða skyldaðir í tvöfalda skimun frá og með deginum í dag Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lagði til á ríkisstjórnarfundi í morgun að tvöföld skimun á landamærum verði skylda frá og með deginum í dag. Val um tveggja vikna sóttkví við komu til landsins verður því afnumið. 15. janúar 2021 12:09 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Heilbrigðisráðherra lagði fram ítarlegt frumvarp til breytinga á sóttvarnalögum undir lok nóvember. Velferðarnefnd skilaði áliti sínu á miðvikudag og skrifa allir níu nefndarmenn undir það, þótt fimm þeirra geri það með fyrirvara en það eru þau Helga Vala Helgadóttir Samfylkingu, Anna Kolbrún Árnadóttir Miðflokki, Guðmundur Ingi Kristinsson Flokki fólksins, Sara Elísa Þórðardóttir Pírötum og Sigríður Á. Andersen Skálfstæðisflokki. Allir níu nefndarmenn velferðarnefndar skrifa undir álit nefndarinnar og breytingatillögur en fimm nefndarmanna gera það með fyrirvara. Hér má sjá varaformann velferðarnefndar Ólaf Þór Gunnarsson og Helgu Völu Helgadóttur formann nefndarinnar.Vísir/Vilhelm Frumvarpinu er ætlað að „skýra gildandi sóttvarnalög með hliðsjón af reynslu heimsfaraldurs kórónuveiru og koma í veg fyrir réttaróvissu um sóttvarnaráðstafanir stjórnvalda. Sérstaklega er horft til ákvæða sem fjalla um opinberar sóttvarnaráðstafanir og valdheimildir stjórnvalda þar að lútandi," segir í nefndaráliti. Ólafur Þór Gunnarsson Vinstri grænum og varaformaður nefndarinnar mælti fyrir nefndarálitinu á Alþingi í gær og sagði frumvarpið fjalla um tilteknar beytingar en fæli ekki í sér þá heildarendurskoðun sem kallaði hefði verið eftir á lögunum. „Sem fyrst vindi menn sér í þetta verkefni. Það sé ekki dregið of lengi vegna þess að það eru viss atriði þarna sem þegar blasa við að munu þurfa endurskoðunar við. Það er hægt að fara að vinna í þeim nú þegar,“ sagði Ólafur Þór. Mikill tími nefndarmanna hafi farið í að ræða tengsl stjórnsýslulaga við sóttvarnalög. Í frumvarpinu eru heimildir til að skylda ferðamenn í tvöfalda skimun styrktar og nánar kveðið á um starfsemi sóttvarnahúsa svo dæmdi séu tekin.Vísir/Vilhelm „Þessi umræða er mjög mikilvæg. Einkum og sér í lagi þegar horft er til þess að sóttvarnalög á vissan hátt takamarka réttindi, vissulega tímabundið yfirleitt, sem við sem almennir borgarar lítum á sem sjálfsögð,“ sagði Ólafur Þór. Þannig vildi Helga Vala undirstrika að fyrirmæli sóttvarnalæknis yrðu aldrei munnleg heldur ávallt skrifleg að minnsta kosti með tölvupósti eða skilaboðum í síma. Guðmundur Ingi vildi heimila strangari aðgerðir en frumvarpið kveður á um svo eitthvað sé nefnt. Ýmis hugtök eins og smitrakning og sótthreinsun eru skilgreind nánar og tekið fram að meðalhófs verði ávallt gætt við allar aðgerðir og aldrei gengið lengra en nauðsyn beri til hverju sinni. Heimildir til skimana og annarra aðgerða á landamærum eru einnig skilgreindar nánar. „Allt þetta er mjög mikilvægt til þess að almenningur hafi góða tilfinningu fyrir því að það sé ekki verið að ganga lengra heldur en þarf til að mæta grundvallar markmiðinu. Sem er að vernda líf og heilsu borgaranna,“ sagði Ólafur Þór Gunnarsson á Alþingi í gær. Umræðan stóð yfir í rúmar fjórar og hálfa klukkustund og lauk upp úr klukkan sjö í gærkvöldi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir 450 afbrigði greinst á landamærunum en þrettán innanlands Frá 15 júní á síðasta ári og til dagsins í dag hafa alls um 450 afbrigði kórónuveirunnar greinst við landamæraskimun hér á landi. Á sama tíma hafa aðeins þrettán afbrigði greinst innanlands. 28. janúar 2021 12:27 Breytt fyrirkomulag við landamæraskimun forsenda efnahagsbata Breytt fyrirkomulag skimunar á landamærum er forsenda þess að umtalsverður efnahagsbati geti hafist hér á landi á næsta ári. 11. nóvember 2020 10:31 Telur erfitt að skylda fólk í skimun á landamærum Dómsmálaráðherra segir að erfitt geti reynst að skylda fólk til að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum, horfa þurfi til annarra ráðstafanna þar. Sóttvarnalæknir segir að verið sé að skoða málið frá mörgum hliðum. 15. nóvember 2020 19:31 Allir verða skyldaðir í tvöfalda skimun frá og með deginum í dag Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lagði til á ríkisstjórnarfundi í morgun að tvöföld skimun á landamærum verði skylda frá og með deginum í dag. Val um tveggja vikna sóttkví við komu til landsins verður því afnumið. 15. janúar 2021 12:09 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
450 afbrigði greinst á landamærunum en þrettán innanlands Frá 15 júní á síðasta ári og til dagsins í dag hafa alls um 450 afbrigði kórónuveirunnar greinst við landamæraskimun hér á landi. Á sama tíma hafa aðeins þrettán afbrigði greinst innanlands. 28. janúar 2021 12:27
Breytt fyrirkomulag við landamæraskimun forsenda efnahagsbata Breytt fyrirkomulag skimunar á landamærum er forsenda þess að umtalsverður efnahagsbati geti hafist hér á landi á næsta ári. 11. nóvember 2020 10:31
Telur erfitt að skylda fólk í skimun á landamærum Dómsmálaráðherra segir að erfitt geti reynst að skylda fólk til að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum, horfa þurfi til annarra ráðstafanna þar. Sóttvarnalæknir segir að verið sé að skoða málið frá mörgum hliðum. 15. nóvember 2020 19:31
Allir verða skyldaðir í tvöfalda skimun frá og með deginum í dag Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lagði til á ríkisstjórnarfundi í morgun að tvöföld skimun á landamærum verði skylda frá og með deginum í dag. Val um tveggja vikna sóttkví við komu til landsins verður því afnumið. 15. janúar 2021 12:09