Þessi 31 árs markvörður gekk í raðir Everton árið 2019. Hann hefur þó enn ekki leikið með félaginu og var meðal annars lánaður til Huddersfield á síðustu leiktíð, sem hann lék með áður en hann kom til Everton.
Everton og Jonas Lössl hafa, samkvæmt danska miðlinum, komist að samkomulagi um að rifta samningi markvarðarins og því getur hann skipt frítt til Midtjylland sem hann lék með á árunum 2004 til 2014.
Þar spilaði hann tæplega 130 leiki en gekk svo í raðir Guingamp í Frakklandi. Þaðan fór hann til Mainz og síðan í enska boltann til Huddersfield en hann hefur þó einungis leikið einn landsleik fyrir Dana á þessum tíma.
Hann skiptir því frá Gylfa Sigurðssyni til Mikaels Anderssonar en hjá dönsku meisturunum er Jesper Hansen nú aðalmarkvörður svo samkeppnin um markvarðarstöðuna er mikil. Jesper er þó orðinn 35 ára.
🚨Jonas Lössl has rejoined his first club FC Midtjylland in Denmark on a free transfer
— The Toffee Blues (@EvertonNewsFeed) January 29, 2021
(Source - @btdk ) pic.twitter.com/Rfk6uC2Wja