Niðurstöður Janssen „ótrúlega góðar fréttir“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2021 20:46 Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði. Vísir/Egill Ingileif Jónsdóttir prófessor í ónæmisfræði segir niðurstöður úr rannsókn á bóluefni Janssen/Johnson & Johnson „ótrúlega góðar fréttir“. Einn skammtur af efninu sýni öryggi og góða vernd gegn Covid-19. Belgíska lyfjafyrirtækið Janssen, sem heyrir undir lyfjarisann Johnson & Johnson, tilkynnti í dag að niðurstöður þriðja fasa rannsóknar á bóluefninu sýni að efnið veiti 66 prósent vernd gegn kórónuveirunni en allt að 72 prósent virkni í Bandaríkjunum. Ingileif tekur fréttirnar til umfjöllunar á Facebook-síðu sinni í dag. „Ótrúlega góðar fréttir. Einn skammtur af bóluefni J&J/Janssen sýnir öryggi og góða vernd gegn alvarlegum og meðal-alvarlegum COVID-19 sjúkdómi, bóluefni sem Ísland hefur tryggt sér 235 þúsund skammta af!“ skrifar hún. Bóluefnið er svokallað veiruferjubólefni en Ingileif útskýrir að í heild sýndi rannsókn að einn skammtur veiti 66 prósent vernd gegn meðalalvarlegum og alvarlegum Covid-19-sjúkdómi, 28 dögum eftir bólusetningu. Verndin hafi verið 72 prósent í þeim hluta rannsóknarinnar sem fór fram í Bandaríkjunum, þar sem 19.302 tóku þátt, 66 prósent í Suður- og Mið-Ameríku, þar sem 17.905 tóku þátt og 57 prósent í Suður-Afríku, þar sem þátttakendur voru 6.576. Ótrúlega góðar fréttir. Einn skammtur af bóluefni J&J/Janssen sýnir öryggi og góða vernd gegn alvarlegum og...Posted by Ingileif Jónsdóttir on Föstudagur, 29. janúar 2021 Verndi gegn suðurafríska stofninum Alls tóku 43.783 þátt í rannsókninni en þeir hafi ýmist fengið einn skammt af bóluefninu eða lyfleysu. Ingileif bendir á að 568 hafi fengið Covid-19-sjúkdóm með einkenni. Vernd gegn alvarlegum sjúkdómi, með sjúkrahúsinnlögn og dauðsföllum, hafi verið 85 prósent. Þá hafi verndin reynst svipuð óhæð kynþætti, aldri, undirliggjandi sjúkdómum, búsetu og gegn ólíkum stofnum veirunnar. „Bóluefnið verndaði gegn Suður-Afríska stofninum B.1.351 en hann olli 95% tilfella í Suður-Afríku þar sem verndin var 57%,“ segir Ingileif. Þá hafi öryggi bóluefnisins reynst gott. „Í heildina fengu 9% hita og 0.2% fengu alvarlegar aukaverkanir (stig 3). Alvarlegar aukaverkanir voru færri hjá þeim sem fengu bóluefni en þeim sem fengu lyfleysu. Enginn fékk ofnæmislost,“ segir Ingileif. Þá bendir hún á að geymsluþol bóluefnis Janssen sé gott en það geymist við tveggja til átta stiga hita í þrjá mánuði og yfir tvö ár við tuttugu stiga frost. Auk þess standi nú yfir 30 þúsund manna rannsókn á vernd tveggja skammta af bóluefninu, sem gefnir eru með þriggja mánaða millibili. Henni ljúki í maí. Ísland hefur tryggt sér 235 þúsund skammta af bóluefni Janssen, sem dugar fyrir jafnmarga. Í tilkynningu frá Jannsen kemur fram að fyrirtækið hyggist sækja um bráðabirgðaleyfi fyrir bóluefninu í næstu viku í þeirri von um að fá markaðsleyfi í lok febrúar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Segir mikilvægt að bólusetja marga hratt vegna nýrra afbrigða Dr. Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, segir mikilvægt að bólusetja sem flesta á sem skömmum tíma og hægt er. Að ný afbrigði af nýju kórónuveirunni, sem veldur Covid-19, þýði að vísindamenn verði að vera á tánum. 29. janúar 2021 17:14 Bóluefni Janssen með 66 prósent virkni Niðurstöður þriðja fasa prófana á bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen sýna að bóluefnið hefur 66% virkni gegn kórónuveirunni en allt að 72% virkni í Bandaríkjunum. 29. janúar 2021 15:31 „Hún þarf bara eitt gott partí og þá er ballið byrjað“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að lítið þurfi út af að bregða til að kórónuveirufaraldurinn fari aftur af stað. Veiran sé enn úti í samfélaginu, þó það sé í litlum mæli. Fara þurfi mjög hægt í tilslakanir. 27. janúar 2021 18:35 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira
Belgíska lyfjafyrirtækið Janssen, sem heyrir undir lyfjarisann Johnson & Johnson, tilkynnti í dag að niðurstöður þriðja fasa rannsóknar á bóluefninu sýni að efnið veiti 66 prósent vernd gegn kórónuveirunni en allt að 72 prósent virkni í Bandaríkjunum. Ingileif tekur fréttirnar til umfjöllunar á Facebook-síðu sinni í dag. „Ótrúlega góðar fréttir. Einn skammtur af bóluefni J&J/Janssen sýnir öryggi og góða vernd gegn alvarlegum og meðal-alvarlegum COVID-19 sjúkdómi, bóluefni sem Ísland hefur tryggt sér 235 þúsund skammta af!“ skrifar hún. Bóluefnið er svokallað veiruferjubólefni en Ingileif útskýrir að í heild sýndi rannsókn að einn skammtur veiti 66 prósent vernd gegn meðalalvarlegum og alvarlegum Covid-19-sjúkdómi, 28 dögum eftir bólusetningu. Verndin hafi verið 72 prósent í þeim hluta rannsóknarinnar sem fór fram í Bandaríkjunum, þar sem 19.302 tóku þátt, 66 prósent í Suður- og Mið-Ameríku, þar sem 17.905 tóku þátt og 57 prósent í Suður-Afríku, þar sem þátttakendur voru 6.576. Ótrúlega góðar fréttir. Einn skammtur af bóluefni J&J/Janssen sýnir öryggi og góða vernd gegn alvarlegum og...Posted by Ingileif Jónsdóttir on Föstudagur, 29. janúar 2021 Verndi gegn suðurafríska stofninum Alls tóku 43.783 þátt í rannsókninni en þeir hafi ýmist fengið einn skammt af bóluefninu eða lyfleysu. Ingileif bendir á að 568 hafi fengið Covid-19-sjúkdóm með einkenni. Vernd gegn alvarlegum sjúkdómi, með sjúkrahúsinnlögn og dauðsföllum, hafi verið 85 prósent. Þá hafi verndin reynst svipuð óhæð kynþætti, aldri, undirliggjandi sjúkdómum, búsetu og gegn ólíkum stofnum veirunnar. „Bóluefnið verndaði gegn Suður-Afríska stofninum B.1.351 en hann olli 95% tilfella í Suður-Afríku þar sem verndin var 57%,“ segir Ingileif. Þá hafi öryggi bóluefnisins reynst gott. „Í heildina fengu 9% hita og 0.2% fengu alvarlegar aukaverkanir (stig 3). Alvarlegar aukaverkanir voru færri hjá þeim sem fengu bóluefni en þeim sem fengu lyfleysu. Enginn fékk ofnæmislost,“ segir Ingileif. Þá bendir hún á að geymsluþol bóluefnis Janssen sé gott en það geymist við tveggja til átta stiga hita í þrjá mánuði og yfir tvö ár við tuttugu stiga frost. Auk þess standi nú yfir 30 þúsund manna rannsókn á vernd tveggja skammta af bóluefninu, sem gefnir eru með þriggja mánaða millibili. Henni ljúki í maí. Ísland hefur tryggt sér 235 þúsund skammta af bóluefni Janssen, sem dugar fyrir jafnmarga. Í tilkynningu frá Jannsen kemur fram að fyrirtækið hyggist sækja um bráðabirgðaleyfi fyrir bóluefninu í næstu viku í þeirri von um að fá markaðsleyfi í lok febrúar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Segir mikilvægt að bólusetja marga hratt vegna nýrra afbrigða Dr. Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, segir mikilvægt að bólusetja sem flesta á sem skömmum tíma og hægt er. Að ný afbrigði af nýju kórónuveirunni, sem veldur Covid-19, þýði að vísindamenn verði að vera á tánum. 29. janúar 2021 17:14 Bóluefni Janssen með 66 prósent virkni Niðurstöður þriðja fasa prófana á bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen sýna að bóluefnið hefur 66% virkni gegn kórónuveirunni en allt að 72% virkni í Bandaríkjunum. 29. janúar 2021 15:31 „Hún þarf bara eitt gott partí og þá er ballið byrjað“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að lítið þurfi út af að bregða til að kórónuveirufaraldurinn fari aftur af stað. Veiran sé enn úti í samfélaginu, þó það sé í litlum mæli. Fara þurfi mjög hægt í tilslakanir. 27. janúar 2021 18:35 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira
Segir mikilvægt að bólusetja marga hratt vegna nýrra afbrigða Dr. Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, segir mikilvægt að bólusetja sem flesta á sem skömmum tíma og hægt er. Að ný afbrigði af nýju kórónuveirunni, sem veldur Covid-19, þýði að vísindamenn verði að vera á tánum. 29. janúar 2021 17:14
Bóluefni Janssen með 66 prósent virkni Niðurstöður þriðja fasa prófana á bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen sýna að bóluefnið hefur 66% virkni gegn kórónuveirunni en allt að 72% virkni í Bandaríkjunum. 29. janúar 2021 15:31
„Hún þarf bara eitt gott partí og þá er ballið byrjað“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að lítið þurfi út af að bregða til að kórónuveirufaraldurinn fari aftur af stað. Veiran sé enn úti í samfélaginu, þó það sé í litlum mæli. Fara þurfi mjög hægt í tilslakanir. 27. janúar 2021 18:35