Hefur áhyggjur af því að fólk hætti að þora að tjá sig Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. janúar 2021 13:34 Skotið var á skrifstofur Samfylkingarinnar í síðustu viku. Vísir/Sigurjón Ellen Calmon, formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, segir hljóðið í félagsmönnum þungt eftir að skotið var á bíl borgarstjóra. Hún hefur áhyggjur af því atvikið leiði til þess að fólk hætti að þora að tjá sínar skoðanir. Samfylkingarfélagið í Reykjavíkur sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem það fordæmir skotárásina á bíl borgarstjóra um síðustu helgi. Allir flokkar á þingi hafa nú birt yfirlýsingar í kjölfar atviksins, nema Miðflokkurinn. Ellen Calmon, formaður Samfylkingarfélagsins, segir það ólíðandi að stjórnmálafólki sé ógnað og fordæmir árásirnar. „Þetta snýst ekkert bara um borgarstjóra. Þetta snýst bara um lýðræðið og árásirnar sem slíkar eru árás á lýðræðið og því höfum við bara verulegar áhyggjur af,” segir Ellen. „Við höfum áhyggjur af því að eiga hættu á að vera ógnað. Og þessar árásir sem við höfum orðið vitni að að undanförnu hafa þau áhrif að fólk kannski hugsar sig tvisvar um áður en það tekur þátt í samfélagslegum verkefnum. Og þær geta líka haft áhrif á það að við þorum ekki að tjá okkur eða segja þær skoðanir sem okkur búa í brjósti og hafa hreinskiptnar umræður. Þetta óttast fólk.” Ellen segir mikilvægt að allar stjórnmálahreyfingar stígi fram og fordæmi árásirnar. Allir flokkar nema Miðflokkur hafa sent frá sér yfirlýsingar vegna atviksins. „Það hefur verið farið langt yfir strikið og eins og borgarstjóri sagði sjálfur: Hingað og ekki lengra. Við verðum að stoppa þetta öll sem eitt og ég hef sjálf persónulega reynt að ýta við öllum stjórnmálahreyfingum á Íslandi og ég hvet allar stjórnmálahreyfingar til að setja fram yfirlýsingu þar sem þær fordæma slíkar árásir. Við erum ekkert eini flokkurinn sem hefur lent í þessu.” Samfylkingin Skotið á bíl borgarstjóra Reykjavík Tengdar fréttir „Það er alltaf einhver sem er að meina þetta“ Hótanir á alltaf að taka alvarlega, segir utanríkisráðherra sem hefur sjálfur fengið að kynnast þeim. Þrátt fyrir að þeim sé sjaldnast fylgt eftir séu alltaf undantekningar á því. 31. janúar 2021 12:11 Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16 Sextugur karlmaður í gæsluvarðhald vegna skotárásarinnar Karlmaður um sextugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald, eða til 1. febrúar, vegna gruns um aðild að skotárásinni á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. 30. janúar 2021 15:43 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Samfylkingarfélagið í Reykjavíkur sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem það fordæmir skotárásina á bíl borgarstjóra um síðustu helgi. Allir flokkar á þingi hafa nú birt yfirlýsingar í kjölfar atviksins, nema Miðflokkurinn. Ellen Calmon, formaður Samfylkingarfélagsins, segir það ólíðandi að stjórnmálafólki sé ógnað og fordæmir árásirnar. „Þetta snýst ekkert bara um borgarstjóra. Þetta snýst bara um lýðræðið og árásirnar sem slíkar eru árás á lýðræðið og því höfum við bara verulegar áhyggjur af,” segir Ellen. „Við höfum áhyggjur af því að eiga hættu á að vera ógnað. Og þessar árásir sem við höfum orðið vitni að að undanförnu hafa þau áhrif að fólk kannski hugsar sig tvisvar um áður en það tekur þátt í samfélagslegum verkefnum. Og þær geta líka haft áhrif á það að við þorum ekki að tjá okkur eða segja þær skoðanir sem okkur búa í brjósti og hafa hreinskiptnar umræður. Þetta óttast fólk.” Ellen segir mikilvægt að allar stjórnmálahreyfingar stígi fram og fordæmi árásirnar. Allir flokkar nema Miðflokkur hafa sent frá sér yfirlýsingar vegna atviksins. „Það hefur verið farið langt yfir strikið og eins og borgarstjóri sagði sjálfur: Hingað og ekki lengra. Við verðum að stoppa þetta öll sem eitt og ég hef sjálf persónulega reynt að ýta við öllum stjórnmálahreyfingum á Íslandi og ég hvet allar stjórnmálahreyfingar til að setja fram yfirlýsingu þar sem þær fordæma slíkar árásir. Við erum ekkert eini flokkurinn sem hefur lent í þessu.”
Samfylkingin Skotið á bíl borgarstjóra Reykjavík Tengdar fréttir „Það er alltaf einhver sem er að meina þetta“ Hótanir á alltaf að taka alvarlega, segir utanríkisráðherra sem hefur sjálfur fengið að kynnast þeim. Þrátt fyrir að þeim sé sjaldnast fylgt eftir séu alltaf undantekningar á því. 31. janúar 2021 12:11 Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16 Sextugur karlmaður í gæsluvarðhald vegna skotárásarinnar Karlmaður um sextugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald, eða til 1. febrúar, vegna gruns um aðild að skotárásinni á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. 30. janúar 2021 15:43 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
„Það er alltaf einhver sem er að meina þetta“ Hótanir á alltaf að taka alvarlega, segir utanríkisráðherra sem hefur sjálfur fengið að kynnast þeim. Þrátt fyrir að þeim sé sjaldnast fylgt eftir séu alltaf undantekningar á því. 31. janúar 2021 12:11
Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16
Sextugur karlmaður í gæsluvarðhald vegna skotárásarinnar Karlmaður um sextugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald, eða til 1. febrúar, vegna gruns um aðild að skotárásinni á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. 30. janúar 2021 15:43