Segir fjölda fólks í framlínunni og sérstaklega konur hafa fengið alvarlegar hótanir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. janúar 2021 18:01 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir að árásin hafi breytt viðhorfi hans til að kjósa sig fram aftur. Hann vilji þó ekki setja slæmt fordæmi að ógn geti hrakið fólk af pólitísku sviði. Vísir/Einar Borgarstjóri segir mikilvægt að stjórnmálin séu hluti af samfélaginu. Það sé varhugavert að fólk í stjórnmálum eða framlínufólk þurfi aukna öryggisgæslu vegna hættu á ofbeldi en það sé nauðsynlegt berist þeim hótanir eða ofbeldi beinist gegn þeim. „Ég vil gjarnan geta gengið um göturnar eða boðið fólki heim á Menningarnótt eða hvað það nú er. Stjórnmálin eiga að vera hluti af samfélaginu og hluti af góðu samfélagi,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Öryggi stjórnmálamanna hefur verið mikið til umræðu í vikunni eftir að skotið var á bíl borgarstjóra og á skrifstofu Samfylkingarinnar með byssu. Í kjölfarið kom í ljós að skotið hefur verið á höfuðstöðvar fleiri stjórnmálaflokka á undanförnum tveimur árum. Dagur segist hafa orðið þess áskynja að fjöldi fólks, sem tekur þátt í stjórnmálum og opinberri umræðu, sé hrætt vegna hótana sem þeim hafa borist. „Ég hef fundið það mjög sterkt að það er fjöldi fólks, bæði í stjórnmálum og sérstaklega stjórnmálakonur, sem hafa fengið hótanir, nafnlausar jafnvel og alvarlegar, en líka fjölmiðlafólk, lögmenn og alls konar fólk sem á sögu um það að hafa fengið hótanir og oftar en ekki er þetta ekki gert opinbert og kemst ekki í hámæli,“ segir Dagur. Aukin harka í samskiptum Hann telur að þarna megi greina einhverja þróun sem þurfi að ræða. „Því að ég held að við viljum öll búa í friðsamlegu og öruggu samfélagi,“ segir Dagur. Hann segir að einnig megi greina aukna hörku í umræðunni. Sífellt sé verið að færa siðferðislínuna og telur hann að ef þróunin heldur svona áfram verðum við komin á stað sem enginn vill vera á. „Það eru mjög margir sem bera vitni um aukna hörku í samskiptum, ákveðna óbilgirni, mjög mikla óþolinmæði oft og það er líka mjög stutt í vantraust. Það er kannski alþjóðleg þróun líka að það eru grafnar miklar skotgrafir,“ segir Dagur. „Mér finnst mikilvægt að við sem samfélag speglum okkur í þessu, hvort að þetta sé leið sem við viljum fara. Það sem mér hefur fundist einkenna borgina og Ísland og þetta góða samfélag er það að geta um frjálst höfuð strokið.“ Hann segir mikilvægt að mannlegi þátturinn sé dreginn fram. Mikilvægt sé að allir geti greint frá sínum skoðunum án þess að verða fyrir aðkasti og þá sé mikilvægt að fólk geti skipst á skoðunum af virðingu. „Ég held að við verðum betur að draga fram þennan mannlega þátt og þessa augljósu staðreynd að stjórnmálin endurspegla og eiga að endurspegla samfélagið. Þar er fólk af öllum sviðum samfélagsins, með alls konar bakgrunn. Þannig á það að vera.“ Vill ekki setja það fordæmi að ógn hreki fólk af pólitísku sviði Aðspurður hvort hann ætli að bjóða sig fram aftur sem leiðtogi Samfylkingarinnar í borginni í komandi sveitarstjórnarkosningum segist hann ekki ætla sér það. „Ég hef alltaf haft þann háttinn á að leyfa mér að velta því fyrir mér á kosningahausti hvað ég vilji gera. Ég neita því ekki að þessir atburðir hafa fengið mann til þess að hugsa ýmislegt,“ segir Dagur. „Ég staldra við af því að það getur ekki gengið út yfir allt og manns nánustu. Heldur vill maður ekki tala þannig eða setja það fordæmi að einhver ógn hreki fólk af hinu pólitíska sviði,“ segir Dagur. Reykjavík Víglínan Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Borgarstjóri og ríkislögreglustjóri í Víglínunni Borgarstjóri og ríkislögreglustjóri verða gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag til að ræða nýlegar skotárásir á bíl borgarstjórans og skrifstofur stjórnmálaflokka. Áhrif kórónuveirukreppunnar á borgina verða einnig til umræðu ásamt stefnumörkun ríkislögreglustjóraembættisins. 31. janúar 2021 16:30 Segir myndbandið hafa fært til mörkin í íslenskri pólitík Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa upplifað erfiðar tilfinningar í kjölfar þess að skotið var með byssu á bíl hans. Hann hafi ýtt því frá sér að göt á bílnum utanverðum hafi verið eftir byssukúlur. Hann segir að áróðursmyndband þar sem heimili hans var sýnt hafa vakið hjá sér óhug. 31. janúar 2021 13:51 Ummæli varaborgarfulltrúa um borgarstjóra vekja hörð viðbrögð „Byrjaðu á sjálfum þér... Hér er afleiðing af því sem hampað hefur verið frá svokalaða hruninu 2008. Nú er byltingin komin heim og þú verður bara að taka því Hr. borgarstjóri.“ 29. janúar 2021 10:55 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
„Ég vil gjarnan geta gengið um göturnar eða boðið fólki heim á Menningarnótt eða hvað það nú er. Stjórnmálin eiga að vera hluti af samfélaginu og hluti af góðu samfélagi,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Öryggi stjórnmálamanna hefur verið mikið til umræðu í vikunni eftir að skotið var á bíl borgarstjóra og á skrifstofu Samfylkingarinnar með byssu. Í kjölfarið kom í ljós að skotið hefur verið á höfuðstöðvar fleiri stjórnmálaflokka á undanförnum tveimur árum. Dagur segist hafa orðið þess áskynja að fjöldi fólks, sem tekur þátt í stjórnmálum og opinberri umræðu, sé hrætt vegna hótana sem þeim hafa borist. „Ég hef fundið það mjög sterkt að það er fjöldi fólks, bæði í stjórnmálum og sérstaklega stjórnmálakonur, sem hafa fengið hótanir, nafnlausar jafnvel og alvarlegar, en líka fjölmiðlafólk, lögmenn og alls konar fólk sem á sögu um það að hafa fengið hótanir og oftar en ekki er þetta ekki gert opinbert og kemst ekki í hámæli,“ segir Dagur. Aukin harka í samskiptum Hann telur að þarna megi greina einhverja þróun sem þurfi að ræða. „Því að ég held að við viljum öll búa í friðsamlegu og öruggu samfélagi,“ segir Dagur. Hann segir að einnig megi greina aukna hörku í umræðunni. Sífellt sé verið að færa siðferðislínuna og telur hann að ef þróunin heldur svona áfram verðum við komin á stað sem enginn vill vera á. „Það eru mjög margir sem bera vitni um aukna hörku í samskiptum, ákveðna óbilgirni, mjög mikla óþolinmæði oft og það er líka mjög stutt í vantraust. Það er kannski alþjóðleg þróun líka að það eru grafnar miklar skotgrafir,“ segir Dagur. „Mér finnst mikilvægt að við sem samfélag speglum okkur í þessu, hvort að þetta sé leið sem við viljum fara. Það sem mér hefur fundist einkenna borgina og Ísland og þetta góða samfélag er það að geta um frjálst höfuð strokið.“ Hann segir mikilvægt að mannlegi þátturinn sé dreginn fram. Mikilvægt sé að allir geti greint frá sínum skoðunum án þess að verða fyrir aðkasti og þá sé mikilvægt að fólk geti skipst á skoðunum af virðingu. „Ég held að við verðum betur að draga fram þennan mannlega þátt og þessa augljósu staðreynd að stjórnmálin endurspegla og eiga að endurspegla samfélagið. Þar er fólk af öllum sviðum samfélagsins, með alls konar bakgrunn. Þannig á það að vera.“ Vill ekki setja það fordæmi að ógn hreki fólk af pólitísku sviði Aðspurður hvort hann ætli að bjóða sig fram aftur sem leiðtogi Samfylkingarinnar í borginni í komandi sveitarstjórnarkosningum segist hann ekki ætla sér það. „Ég hef alltaf haft þann háttinn á að leyfa mér að velta því fyrir mér á kosningahausti hvað ég vilji gera. Ég neita því ekki að þessir atburðir hafa fengið mann til þess að hugsa ýmislegt,“ segir Dagur. „Ég staldra við af því að það getur ekki gengið út yfir allt og manns nánustu. Heldur vill maður ekki tala þannig eða setja það fordæmi að einhver ógn hreki fólk af hinu pólitíska sviði,“ segir Dagur.
Reykjavík Víglínan Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Borgarstjóri og ríkislögreglustjóri í Víglínunni Borgarstjóri og ríkislögreglustjóri verða gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag til að ræða nýlegar skotárásir á bíl borgarstjórans og skrifstofur stjórnmálaflokka. Áhrif kórónuveirukreppunnar á borgina verða einnig til umræðu ásamt stefnumörkun ríkislögreglustjóraembættisins. 31. janúar 2021 16:30 Segir myndbandið hafa fært til mörkin í íslenskri pólitík Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa upplifað erfiðar tilfinningar í kjölfar þess að skotið var með byssu á bíl hans. Hann hafi ýtt því frá sér að göt á bílnum utanverðum hafi verið eftir byssukúlur. Hann segir að áróðursmyndband þar sem heimili hans var sýnt hafa vakið hjá sér óhug. 31. janúar 2021 13:51 Ummæli varaborgarfulltrúa um borgarstjóra vekja hörð viðbrögð „Byrjaðu á sjálfum þér... Hér er afleiðing af því sem hampað hefur verið frá svokalaða hruninu 2008. Nú er byltingin komin heim og þú verður bara að taka því Hr. borgarstjóri.“ 29. janúar 2021 10:55 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Borgarstjóri og ríkislögreglustjóri í Víglínunni Borgarstjóri og ríkislögreglustjóri verða gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag til að ræða nýlegar skotárásir á bíl borgarstjórans og skrifstofur stjórnmálaflokka. Áhrif kórónuveirukreppunnar á borgina verða einnig til umræðu ásamt stefnumörkun ríkislögreglustjóraembættisins. 31. janúar 2021 16:30
Segir myndbandið hafa fært til mörkin í íslenskri pólitík Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa upplifað erfiðar tilfinningar í kjölfar þess að skotið var með byssu á bíl hans. Hann hafi ýtt því frá sér að göt á bílnum utanverðum hafi verið eftir byssukúlur. Hann segir að áróðursmyndband þar sem heimili hans var sýnt hafa vakið hjá sér óhug. 31. janúar 2021 13:51
Ummæli varaborgarfulltrúa um borgarstjóra vekja hörð viðbrögð „Byrjaðu á sjálfum þér... Hér er afleiðing af því sem hampað hefur verið frá svokalaða hruninu 2008. Nú er byltingin komin heim og þú verður bara að taka því Hr. borgarstjóri.“ 29. janúar 2021 10:55