Fjölskylda fórnarlamba flugslyssins höfðar mál gegn Boeing Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. janúar 2021 23:31 Búist er við að bráðabirgðaskýrsla indónesískra yfirvalda um tildrög slyssins verði tilbúin snemma í febrúar. EPA/MAST IRHAM Indónesísk fjölskylda farþega sem létust í flugslysinu þegar vél flugfélagsins Sriwijaya Air hrapaði í Jövuhafi, úti fyrir ströndum Indónesíu, fyrr í þessum mánuði hefur höfðað mál gegn flugvélaframleiðandanum Boeing. Fjölskyldan segir flugvélina, sem var af gerðinni Boeing 373-500, hafa verið „gallaða og óeðlilega hættulega.“ Guardian greinir frá en 62 farþegar voru innanborðs þegar vélin hrapaði, aðeins nokkrum mínútum eftir að hún lagði af stað frá flugvellinum í Jakarta. Lögmannsstofan Wisner, sem fer með mál fjölskyldu þriggja fórnarlamba flugslyssins, segist hafa stefnt Boeing í síðustu viku fyrir rétti í Cook-sýslu í Illinois í Bandaríkjunum þar sem fyrirtækið hefur höfuðstöðvar sínar. Að því er segir í stefnunni á hendur Boeing voru einn eða fleiri gallar á vélinni, meðal annars mögulegur galli í sjálfstýringarkerfi eða í flugstjórnarkerfi. Búist er við að bráðarbirgðaskýrsla Indónesískra yfirvalda um flugslysið verði tilbúin í byrjun febrúar. Flugriti vélarinnar hefur þegar komið í leitirnar en enn stendur yfir leit að hljóðrita úr flugstjórnarklefa sem ætti að gera rannsakendum kleift að hlusta á samskipti flugstjóra í aðdraganda slyssins. Lögmannsstofan segist aðeins höfða mál fyrir hönd einnar fjölskyldu en hafi þó verið í sambandi við aðstandendur fleiri farþega sem týndu lífi í slysinu. „Hugur okkar er hjá áhafnarmeðlimum Sriwijaya Air í flugi SI-182, farþegum og fjölskyldum þeirra. Tæknisérfræðingar Boeing aðstoða við rannsóknina og við höldum áfram að bjóða allan þann stuðning sem á þarf að halda á þessum erfiðu tímum,“ segir í yfirlýsingu frá Boeing. Indónesía Bandaríkin Fréttir af flugi Samgönguslys Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Sjá meira
Guardian greinir frá en 62 farþegar voru innanborðs þegar vélin hrapaði, aðeins nokkrum mínútum eftir að hún lagði af stað frá flugvellinum í Jakarta. Lögmannsstofan Wisner, sem fer með mál fjölskyldu þriggja fórnarlamba flugslyssins, segist hafa stefnt Boeing í síðustu viku fyrir rétti í Cook-sýslu í Illinois í Bandaríkjunum þar sem fyrirtækið hefur höfuðstöðvar sínar. Að því er segir í stefnunni á hendur Boeing voru einn eða fleiri gallar á vélinni, meðal annars mögulegur galli í sjálfstýringarkerfi eða í flugstjórnarkerfi. Búist er við að bráðarbirgðaskýrsla Indónesískra yfirvalda um flugslysið verði tilbúin í byrjun febrúar. Flugriti vélarinnar hefur þegar komið í leitirnar en enn stendur yfir leit að hljóðrita úr flugstjórnarklefa sem ætti að gera rannsakendum kleift að hlusta á samskipti flugstjóra í aðdraganda slyssins. Lögmannsstofan segist aðeins höfða mál fyrir hönd einnar fjölskyldu en hafi þó verið í sambandi við aðstandendur fleiri farþega sem týndu lífi í slysinu. „Hugur okkar er hjá áhafnarmeðlimum Sriwijaya Air í flugi SI-182, farþegum og fjölskyldum þeirra. Tæknisérfræðingar Boeing aðstoða við rannsóknina og við höldum áfram að bjóða allan þann stuðning sem á þarf að halda á þessum erfiðu tímum,“ segir í yfirlýsingu frá Boeing.
Indónesía Bandaríkin Fréttir af flugi Samgönguslys Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Sjá meira