Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. Enginn greindist heldur með veiruna á laugardag, á föstudag greindist einn og á fimmtudag greindist enginn.
Einn greindist með virkt smit í fyrri landamæraskimun og annar greindist með virkt smit í seinni landamæraskimun. Einn reyndist vera með mótefni á landamærunum og beðið er mótefnamælingar hjá átta til viðbótar.
Í gær voru tekin 400 einkennasýni og sex sýni við handahófs- og sóttkvíarskimun. 469 sýni voru tekin við landamæraskimun.
Nýgengi innanlandssmita er 5,7 og nýgengi landamærasmita er einnig 5,7. 22 eru nú í sóttkví og 41 í einangrun. Þá eru 1007 í skimunarsóttkví og fjórtán á sjúkrahúsi.
Alls hafa 6.009 manns greinst með veiruna hér á landi frá því faraldurinn hófst fyrir tæpu ári. Bólusetningu gegn Covid-19 er lokið hjá 4.820 manns.
Fréttin hefur verið uppfærð.