BBC fjallar um örar breytingar á Skaftafellsjökli Eiður Þór Árnason skrifar 1. febrúar 2021 11:49 Þrívíddarlíkan sýnir hvernig Skálafellsjökull, sem er austan við Skaftafellsjökul, hefur breyst milli áranna 1989 og 2019. Háskólinn í Dundee/Kieran Baxter Árið 1989 heimsótti breski ljósmyndarinn Colin Baxter Ísland heim ásamt fjölskyldu sinni og tók ljósmynd af Skaftafellsjökli í öllu sínu veldi. Um þrjátíu árum síðar var sonur hans mættur aftur fyrir framan skriðjökulinn til að feta í fótspor föður síns en við blasti heldur breytt landslag. Fjallað er um raunir feðganna á vef breska ríkisútvarpsins en samanburður BBC á ljósmyndunum sem feðgarnir tóku sýna hvaða áhrif hlýnun hefur haft á jökulinn. „Það er mikið reiðarslag fyrir mig að sjá þetta landslag breytast svona mikið á einungis fáum áratugum,“ segir Kieran Baxter, sem starfar við Háskólann í Dundee, í samtali við BBC. Hann hefur á síðustu árum skoðað þróun nokkurra íslenskra jökla sem hluta af verkefni sem hann vann í samvinnu við Háskóla Íslands og Veðurstofuna. Þá lét hann útbúa þrívíddarmódel til að sýna breytingarnar með myndrænum hætti. Fram kom árið 2019 að Skaftafellsjökull hopi um 50 til 100 metra á ári og hafi hopað um 850 metra frá árinu 1995. Um er að ræða skriðjökull sem fellur frá suðurhluta Vatnajökuls. Loftmyndir sýna hvernig Skálafellsjökull hefur breyst milli áranna 1989 og 2019. Þrívíddarsamanburðarmyndin var útbúin af Kieran Baxter sem hluti af tveggja ára verkefni hans sem hann vann í samvinnu við Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands.Landmælingar Íslands/Dr. Kieran Baxter - Háskólinn í Dundee Umfjöllun BBC er hluti af mánaðarlegri greinaröð sem skoðar hvernig jörðin er að breytast með hlýnandi loftslagi. „Oft er umfang loftslagskrísunnar að miklu leyti ógreinilegt með berum augum en hér sjáum við greinilega alvarleika stöðunnar sem hefur áhrif á alla plánetuna,“ segir Baxter í samtali við BBC en jöklar heimsins eru taldir vera ein skýrasta birtingarmynd þess að loftslagið sé að taka breytingum. Ein mesta rýrnun jökla frá upphafi mælinga Veðurstofa Íslands greindi frá því í maí síðastliðnum að rýrnun jökla árið 2019 hafi verið ein sú mesta frá því mælingar hófust. „Jöklar á Íslandi hafa hopað hratt í um aldarfjórðung og er rýrnun þeirra einhver helsta afleiðing og skýrasti vitnisburður hlýnandi loftslags hérlendis,“ sagði í samantekt Veðurstofunnar. Hefur flatarmál íslenskra jökla minnkað um það bil 800 ferkílómetra frá árinu 2000 og tæplega 2.200 ferkílómetra frá lokum 19. aldar þegar jöklarnir náðu mestu útbreiðslu síðan land byggðist. Síðustu árin hefur heildarflatarmál jökla minnkað um í kringum 40 ferkílómetra árlega að meðaltali, samkvæmt mælingum Veðurstofunnar, Jarðvísindastofnunar Íslands og Landsvirkjunar. Hraðast hörfar Breiðamerkurjökull eða milli 150 og 400 metra árið 2019. Þar hefur áhrif að jökulinn gengur fram í Jökulsárlón þar sem brotnar síðan af honum og ísstykkin fljóta upp. Fréttin hefur verið uppfærð: Í fyrri útgáfu kom fram að talið væri að Skaftafellsjökull hafi rýrnað um 400 ferkílómetra frá árinu 1989 og vísað til fréttar BBC . Sú tala er röng að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings og Snævars Guðmundssonar, sviðsstjóra Náttúrustofu Suðausturlands, og hefur sú staðhæfing því verið fjarlægð. Þar að auki var aðalmynd fréttarinnar ekki af Skaftafellsjökli heldur Skálafellsjökli en þar var byggt á röngum merkingum Háskólans í Dundee. Loftslagsmál Vísindi Skaftárhreppur Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Fjallað er um raunir feðganna á vef breska ríkisútvarpsins en samanburður BBC á ljósmyndunum sem feðgarnir tóku sýna hvaða áhrif hlýnun hefur haft á jökulinn. „Það er mikið reiðarslag fyrir mig að sjá þetta landslag breytast svona mikið á einungis fáum áratugum,“ segir Kieran Baxter, sem starfar við Háskólann í Dundee, í samtali við BBC. Hann hefur á síðustu árum skoðað þróun nokkurra íslenskra jökla sem hluta af verkefni sem hann vann í samvinnu við Háskóla Íslands og Veðurstofuna. Þá lét hann útbúa þrívíddarmódel til að sýna breytingarnar með myndrænum hætti. Fram kom árið 2019 að Skaftafellsjökull hopi um 50 til 100 metra á ári og hafi hopað um 850 metra frá árinu 1995. Um er að ræða skriðjökull sem fellur frá suðurhluta Vatnajökuls. Loftmyndir sýna hvernig Skálafellsjökull hefur breyst milli áranna 1989 og 2019. Þrívíddarsamanburðarmyndin var útbúin af Kieran Baxter sem hluti af tveggja ára verkefni hans sem hann vann í samvinnu við Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands.Landmælingar Íslands/Dr. Kieran Baxter - Háskólinn í Dundee Umfjöllun BBC er hluti af mánaðarlegri greinaröð sem skoðar hvernig jörðin er að breytast með hlýnandi loftslagi. „Oft er umfang loftslagskrísunnar að miklu leyti ógreinilegt með berum augum en hér sjáum við greinilega alvarleika stöðunnar sem hefur áhrif á alla plánetuna,“ segir Baxter í samtali við BBC en jöklar heimsins eru taldir vera ein skýrasta birtingarmynd þess að loftslagið sé að taka breytingum. Ein mesta rýrnun jökla frá upphafi mælinga Veðurstofa Íslands greindi frá því í maí síðastliðnum að rýrnun jökla árið 2019 hafi verið ein sú mesta frá því mælingar hófust. „Jöklar á Íslandi hafa hopað hratt í um aldarfjórðung og er rýrnun þeirra einhver helsta afleiðing og skýrasti vitnisburður hlýnandi loftslags hérlendis,“ sagði í samantekt Veðurstofunnar. Hefur flatarmál íslenskra jökla minnkað um það bil 800 ferkílómetra frá árinu 2000 og tæplega 2.200 ferkílómetra frá lokum 19. aldar þegar jöklarnir náðu mestu útbreiðslu síðan land byggðist. Síðustu árin hefur heildarflatarmál jökla minnkað um í kringum 40 ferkílómetra árlega að meðaltali, samkvæmt mælingum Veðurstofunnar, Jarðvísindastofnunar Íslands og Landsvirkjunar. Hraðast hörfar Breiðamerkurjökull eða milli 150 og 400 metra árið 2019. Þar hefur áhrif að jökulinn gengur fram í Jökulsárlón þar sem brotnar síðan af honum og ísstykkin fljóta upp. Fréttin hefur verið uppfærð: Í fyrri útgáfu kom fram að talið væri að Skaftafellsjökull hafi rýrnað um 400 ferkílómetra frá árinu 1989 og vísað til fréttar BBC . Sú tala er röng að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings og Snævars Guðmundssonar, sviðsstjóra Náttúrustofu Suðausturlands, og hefur sú staðhæfing því verið fjarlægð. Þar að auki var aðalmynd fréttarinnar ekki af Skaftafellsjökli heldur Skálafellsjökli en þar var byggt á röngum merkingum Háskólans í Dundee.
Loftslagsmál Vísindi Skaftárhreppur Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira