„Þetta snýst um að vera fangi eigin hugsana“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2021 12:15 Björgvin Páll hefur verið opinskár um eigin líða og vanda undanfarin ár. Hann hefur ekki farið leynt með að færni í íþróttum hafi hjálpað honum mikið á lífsleiðinni en hann hafi átt erfitt sem barn. Vísir/Hulda Margrét Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handbolta og ólympíuverðlaunahafi hvetur vini sína og fylgjendur til að senda sér línu ef það er að burðast með eitthvað og finni engan til að ræða við. Enginn eigi að burðast einn með sársauka. Hann hafi fyrst átta ára velt fyrir sér að svipta sig lífi. Hann hafi verið fangi eigin hugsana. Björgvin tjáði sig opinskátt á Facebook á föstudaginn eftir að hafa horft á útför vinar síns sem féll fyrir eigin hendi. Björgvin, sem er kominn til landsins eftir keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta, segist hafa grátið í nánast klukkutíma að jarðarförinni lokinni. „Jæja þá hlaut að koma að því að einveran í sóttkví eftir langt stórmót gekk frá mér,“ sagði Björgvin í færslu á Facebook. Björgvin þurfti líkt og aðrir sem koma til landsins að fara í tvöfalda skimun með sóttkví á milli eftir komuna heim frá Egyptalandi. „Sjálfsvígstilraunar hafa litað mína æsku mikið eins og einhverjir vita en sjálfur hugsaði ég fyrst um að taka mitt eigið líf 8 ára gamall. Síðustu ár hef ég aldrei óttast dauðann en hinsvegar þegar ég komst á botninn fyrir ekki svo löngu síðan var ég oft hræddur um að ég myndi gera eitthvað sem að mig ekki langaði að gera,“ segir Björgvin. Jæja þa hlaut að koma að þvi að einveran i so ttkvi eftir langt sto rmo t gekk fra me r. Bu inn að gra ta na nast...Posted by Björgvin Páll Gústavsson on Friday, January 29, 2021 „Það sem að bjargaði minni geðheilsu var að tala um hlutina og opna mig með mína vanlíðan. Þetta snýst ekki um hvað maður á eða hvað maður á ekki. Þetta snýst um að vera fangi eigin hugsana.“ Hann segir afar mikilvægt að koma tilfinningum og kvíða oftar í orð. „Ef að einhver minna vina eða fylgjenda er að burðast með eitthvað og finnur engann til þess að deila því með, sendu mér línu. Því að það á enginn að burðast einn með sársauka.“ Fleiri hundruð manns hafa deilt færslu Björgvins og mörg þúsund lesið og þakkað fyrir. Landsliðsmarkverðinum er þakkað fyrir að opna sig um svo alvarlegt málefni. Hann hefur verið óhræddur við að tjá sig um viðkvæm málefni og má minnast umræðu um einelti á haustmánuðum. Björgvin losnaði sjálfur úr sóttkví í gær og deildi með fylgjendum sínum á Facebook þegar hann hitti aftur börnin sín eftir mánaðarfjarveru og líklega tuttugu Covid-19 sýnatökur. Tæpum mánuði og 20 covid testum seinna Posted by Björgvin Páll Gústavsson on Sunday, January 31, 2021 Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Handbolti Geðheilbrigði Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Sjá meira
Björgvin tjáði sig opinskátt á Facebook á föstudaginn eftir að hafa horft á útför vinar síns sem féll fyrir eigin hendi. Björgvin, sem er kominn til landsins eftir keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta, segist hafa grátið í nánast klukkutíma að jarðarförinni lokinni. „Jæja þá hlaut að koma að því að einveran í sóttkví eftir langt stórmót gekk frá mér,“ sagði Björgvin í færslu á Facebook. Björgvin þurfti líkt og aðrir sem koma til landsins að fara í tvöfalda skimun með sóttkví á milli eftir komuna heim frá Egyptalandi. „Sjálfsvígstilraunar hafa litað mína æsku mikið eins og einhverjir vita en sjálfur hugsaði ég fyrst um að taka mitt eigið líf 8 ára gamall. Síðustu ár hef ég aldrei óttast dauðann en hinsvegar þegar ég komst á botninn fyrir ekki svo löngu síðan var ég oft hræddur um að ég myndi gera eitthvað sem að mig ekki langaði að gera,“ segir Björgvin. Jæja þa hlaut að koma að þvi að einveran i so ttkvi eftir langt sto rmo t gekk fra me r. Bu inn að gra ta na nast...Posted by Björgvin Páll Gústavsson on Friday, January 29, 2021 „Það sem að bjargaði minni geðheilsu var að tala um hlutina og opna mig með mína vanlíðan. Þetta snýst ekki um hvað maður á eða hvað maður á ekki. Þetta snýst um að vera fangi eigin hugsana.“ Hann segir afar mikilvægt að koma tilfinningum og kvíða oftar í orð. „Ef að einhver minna vina eða fylgjenda er að burðast með eitthvað og finnur engann til þess að deila því með, sendu mér línu. Því að það á enginn að burðast einn með sársauka.“ Fleiri hundruð manns hafa deilt færslu Björgvins og mörg þúsund lesið og þakkað fyrir. Landsliðsmarkverðinum er þakkað fyrir að opna sig um svo alvarlegt málefni. Hann hefur verið óhræddur við að tjá sig um viðkvæm málefni og má minnast umræðu um einelti á haustmánuðum. Björgvin losnaði sjálfur úr sóttkví í gær og deildi með fylgjendum sínum á Facebook þegar hann hitti aftur börnin sín eftir mánaðarfjarveru og líklega tuttugu Covid-19 sýnatökur. Tæpum mánuði og 20 covid testum seinna Posted by Björgvin Páll Gústavsson on Sunday, January 31, 2021 Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Handbolti Geðheilbrigði Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Sjá meira