Sigmundi Davíð hafa borist morðhótanir og hann óttaðist um líf sitt Jakob Bjarnar skrifar 1. febrúar 2021 17:14 Sigmundur Davíð segir að á sig hafi verið ráðist, með harkalegu ofbeldi og þá hefur honum borist morðhótanir sem lögreglan taldi fyllstu ástæðu til að taka alvarlega. vísir/vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segist hafa fengið að kenna á því vegna þátttöku í stjórnmálum. Meðal annars var ráðist á hann af mikilli hörku. Sigmundur Davíð var gestur útvarpsþáttarins Reykjavík sídegis nú áðan og lýsti því á hverju hefur gengið hvað sig varðar en uppleggið var harkaleg umræða á netinu. Sem margir vilja setja í þráðbeint samhengi við göt eftir riffilskot sem fundust á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Sigmundur segist hafa haft af þessu miklar áhyggjur af þessu og lengi haft. „Þegar ég byrjaði í stjórnmálum, í miðju bankahruninu, var töluvert um persónuárásir á stjórnmálamenn. Og ég hef tjáð mig um þetta í ræðu og riti oftar en hægt er að telja með góðu móti, ekki síst síðustu misseri. Þetta hefur verið að festast í sessi, stjórnmál snúast meira og meira um persónuníð, að reyna að ófrægja andstæðinginn fremur en taka rökræðu um pólitísk álitaefni.“ Ráðist á Sigmund í félagsheimili Sigmundur telur þetta afar ískyggilega þróun, fyrir pólitíkina en hann telur umræðuna á umliðnum árum hafa færst meira yfir á einstaklinga og jafnvel heimili þeirra fremur en að tekist sé á um málefni. „Jájá, gerir það náttúrlega. Fer að snúast um einstaklinga og reyna að sverta þá hefur það gríðarleg áhrif á alla fjölskyldu og jafnvel vini viðkomandi. Ég hef oft tekið sem dæmi að menn getu og gátu í gegnum tíðina rifist oft heiftarlega í þingsal um ólíka sýn á pólitík. Og gátu svo verið bestu vinir á eftir. Farið fram saman í kaffi og spjallað saman í vinsemd. En þegar átökin snúast um einstaklinga og persónuleika þá eru þessi góðu samskipti sem þurfa að fylgja í stjórnmálunum miklu erfiðari. Líður öll pólitísk umræða fyrir það. ekki síst þess vegna, ekki að ég sé að vorkenna mér, en ég tel að þetta eyðileggi stjórnmálin og komi í veg fyrir að finna bestu lausnirnar með umræðu.“ Sigmundur Davíð sagðist hafa fengið hótanir í gegnum tíðina, morðhótanir hafi borist í forsætisráðuneytið þegar hann var forsætisráðherra. Hann segist spurður hafa óttast um líf sitt enda hótanirnar þannig að lögreglan taldi fyllstu ástæðu til að taka þær alvarlega. „Þær voru þess eðlis. En svo náttúrlega eins og menn þekkja berst allskonar óskapnaður í gegnum netið og til manns persónulega á ýmsu formi. Og maður hefur svo sem reynt ýmislegt í þessu. Það hefur verið ráðist á mig. Sat við borð í félagsheimili. Upp úr þurru kom maður sem réðst á mig með mjög harkalegu ofbeldi.“ Sigmundur Davíð ítrekað sagður geðveikur Sá maður var fjarlægður af lögreglu og Sigmundur fékk aðhlynningu. Sigmundur segist ekki hafa viljað tilkynna um þessar hótanir. „Maður vill ekki, hvernig á maður að orða það, búa til einhver trend með þetta eða aðra svona hluti.“ Hann segist vonast til þess að umræðan þróist í aðrar áttir. En Sigmundur segir að í sínu tilfelli, þá er slík atriði hafi ratað í fjölmiðla, hafi það verið svo að menn hafi viljað gera frekar lítið úr málum. „Jafnvel gefið í skyn að maður væri vænisjúkur. Það er nú eitt af því sem maður fær að heyra, að maður sé geðveikur. Maður varð fyrir fjárkúgun, og hverju höfðu menn mestan áhuga á, jú; því hvað þeir kynnu að hafa á mig?“ Sigmundur Davíð segir mikilvægt að menn hverfi frá þessum persónuárásum, en hann telur ákveðin pólitísk öfl hafi viljað færa umræðuna þangað. Samfélagsmiðlar Lögreglumál Fjölmiðlar Alþingi Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Skotið á bíl borgarstjóra Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Sjá meira
Sigmundur Davíð var gestur útvarpsþáttarins Reykjavík sídegis nú áðan og lýsti því á hverju hefur gengið hvað sig varðar en uppleggið var harkaleg umræða á netinu. Sem margir vilja setja í þráðbeint samhengi við göt eftir riffilskot sem fundust á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Sigmundur segist hafa haft af þessu miklar áhyggjur af þessu og lengi haft. „Þegar ég byrjaði í stjórnmálum, í miðju bankahruninu, var töluvert um persónuárásir á stjórnmálamenn. Og ég hef tjáð mig um þetta í ræðu og riti oftar en hægt er að telja með góðu móti, ekki síst síðustu misseri. Þetta hefur verið að festast í sessi, stjórnmál snúast meira og meira um persónuníð, að reyna að ófrægja andstæðinginn fremur en taka rökræðu um pólitísk álitaefni.“ Ráðist á Sigmund í félagsheimili Sigmundur telur þetta afar ískyggilega þróun, fyrir pólitíkina en hann telur umræðuna á umliðnum árum hafa færst meira yfir á einstaklinga og jafnvel heimili þeirra fremur en að tekist sé á um málefni. „Jájá, gerir það náttúrlega. Fer að snúast um einstaklinga og reyna að sverta þá hefur það gríðarleg áhrif á alla fjölskyldu og jafnvel vini viðkomandi. Ég hef oft tekið sem dæmi að menn getu og gátu í gegnum tíðina rifist oft heiftarlega í þingsal um ólíka sýn á pólitík. Og gátu svo verið bestu vinir á eftir. Farið fram saman í kaffi og spjallað saman í vinsemd. En þegar átökin snúast um einstaklinga og persónuleika þá eru þessi góðu samskipti sem þurfa að fylgja í stjórnmálunum miklu erfiðari. Líður öll pólitísk umræða fyrir það. ekki síst þess vegna, ekki að ég sé að vorkenna mér, en ég tel að þetta eyðileggi stjórnmálin og komi í veg fyrir að finna bestu lausnirnar með umræðu.“ Sigmundur Davíð sagðist hafa fengið hótanir í gegnum tíðina, morðhótanir hafi borist í forsætisráðuneytið þegar hann var forsætisráðherra. Hann segist spurður hafa óttast um líf sitt enda hótanirnar þannig að lögreglan taldi fyllstu ástæðu til að taka þær alvarlega. „Þær voru þess eðlis. En svo náttúrlega eins og menn þekkja berst allskonar óskapnaður í gegnum netið og til manns persónulega á ýmsu formi. Og maður hefur svo sem reynt ýmislegt í þessu. Það hefur verið ráðist á mig. Sat við borð í félagsheimili. Upp úr þurru kom maður sem réðst á mig með mjög harkalegu ofbeldi.“ Sigmundur Davíð ítrekað sagður geðveikur Sá maður var fjarlægður af lögreglu og Sigmundur fékk aðhlynningu. Sigmundur segist ekki hafa viljað tilkynna um þessar hótanir. „Maður vill ekki, hvernig á maður að orða það, búa til einhver trend með þetta eða aðra svona hluti.“ Hann segist vonast til þess að umræðan þróist í aðrar áttir. En Sigmundur segir að í sínu tilfelli, þá er slík atriði hafi ratað í fjölmiðla, hafi það verið svo að menn hafi viljað gera frekar lítið úr málum. „Jafnvel gefið í skyn að maður væri vænisjúkur. Það er nú eitt af því sem maður fær að heyra, að maður sé geðveikur. Maður varð fyrir fjárkúgun, og hverju höfðu menn mestan áhuga á, jú; því hvað þeir kynnu að hafa á mig?“ Sigmundur Davíð segir mikilvægt að menn hverfi frá þessum persónuárásum, en hann telur ákveðin pólitísk öfl hafi viljað færa umræðuna þangað.
Samfélagsmiðlar Lögreglumál Fjölmiðlar Alþingi Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Skotið á bíl borgarstjóra Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Sjá meira