Vísa óánægðum kráareigendum á heilbrigðisráðuneytið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 14:00 Víðir Reynisson, Arnar Þór Gíslason og Þórólfur Guðnason. Vísir Sóttvarnarlæknir segir í höndum heilbrigðisráðuneytisins að setja sóttvarnartillögur sínar í regluform. Ef ef kráraeigendur telji jafnræðisreglu brotna á sér vísi hann þangað. Hann bendir á að þriðja bylga faraldursins hafi byrjað á krám og börum. Kráareigendur í miðbæ Reykjavíkru eru afar ósáttir við að þeir þurfi að hafa lokað meðan aðrir vínveitingastaðir sem hafa veitingaleyfi og selja mat fái að hafa opið. Þeir kanna nú hvort jafnræðisregla hafi verið brotin með sóttvarnarreglum. Meðal þeirra er Arnar Þór Gíslason, einn eigenda Kaldabars sem hefur verið lokaður í 8 mánuði. „Ég er báðum megin við borðið ég á líka Lebowskibar sem er opinn og þar hefur verið gætt að öllum sóttvarnarreglum. Ég þarf ekkert að pína fólk þar til að borða, þú mátt kaupa bjór eða kokteila ef þú fylgir öllum reglum þannig að ég skil ekki muninn á þessu,“ segir Arnar. Þórólfur Guðnason segir þessa gagnrýni ekki nýja af nálinni. Aðspurður hvað honum finnst um að verið sé að kanna hvort jafnræðisregla hafi verið brotinn segir hann: „Þetta er spurning um lögformlega hluti, eða skilgreiningar í lögum. Hvað á að kalla hvaða stað og það er erfitt fyrir mig að koma með tillögur um slíkt þegar lagaramminn er þannig. Ég verð eiginlega að vísa þessu á ráðuneytið sem setur sóttvarnarreglugerðina í form,“ segir Þórólfur. Hann segir að af sinni hálfu sé skýrt af hverju ákveðið var í síðustu tillögum að barir og skemmtistaðir yrðu lokaðir áfram. „Hvaða reynslu höfum við af uppruna smita? Ef við skoðum þriðju bylgjuna þá hófst hún á pöbbum og börum og hnefaleikastöð. Þetta eru líka þeir staðir sem hafa verið nefndir sem áhættustaðir erlendis,“ segir hann. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra segir þetta um málið: „Kráareigendum er auðvitað í sjálfsvald sett að sækja rétt sinn. Heilbrigðisráðherra setur reglugerðina og það þarf að beina þessu þangað. Það er hægt að fara yfir mjög margt í sóttvarnarreglunum gegnum tíðina og menn hafa séð að einhverjum finnst eitthvað sanngjarnt og öðrum ekki. Það eru alltaf einhver göt. En þá er það bara þannig, það er verið að reyna að finna einhverjar línur í þessum málum,“ segir hann. Hann segir mikilvægast að almenningur fari að settum reglum. „En fyrst og fremst segi ég að ef að fólk er að fara á veitingastaði í þeim tilgangi að nota þá sem krá en ekki veitingastað þá er það hegðun fólks sem er ekki í lagi og við erum alltaf að biðla til fólks að vera með okkur í þessu,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Kráareigendur í miðbæ Reykjavíkru eru afar ósáttir við að þeir þurfi að hafa lokað meðan aðrir vínveitingastaðir sem hafa veitingaleyfi og selja mat fái að hafa opið. Þeir kanna nú hvort jafnræðisregla hafi verið brotin með sóttvarnarreglum. Meðal þeirra er Arnar Þór Gíslason, einn eigenda Kaldabars sem hefur verið lokaður í 8 mánuði. „Ég er báðum megin við borðið ég á líka Lebowskibar sem er opinn og þar hefur verið gætt að öllum sóttvarnarreglum. Ég þarf ekkert að pína fólk þar til að borða, þú mátt kaupa bjór eða kokteila ef þú fylgir öllum reglum þannig að ég skil ekki muninn á þessu,“ segir Arnar. Þórólfur Guðnason segir þessa gagnrýni ekki nýja af nálinni. Aðspurður hvað honum finnst um að verið sé að kanna hvort jafnræðisregla hafi verið brotinn segir hann: „Þetta er spurning um lögformlega hluti, eða skilgreiningar í lögum. Hvað á að kalla hvaða stað og það er erfitt fyrir mig að koma með tillögur um slíkt þegar lagaramminn er þannig. Ég verð eiginlega að vísa þessu á ráðuneytið sem setur sóttvarnarreglugerðina í form,“ segir Þórólfur. Hann segir að af sinni hálfu sé skýrt af hverju ákveðið var í síðustu tillögum að barir og skemmtistaðir yrðu lokaðir áfram. „Hvaða reynslu höfum við af uppruna smita? Ef við skoðum þriðju bylgjuna þá hófst hún á pöbbum og börum og hnefaleikastöð. Þetta eru líka þeir staðir sem hafa verið nefndir sem áhættustaðir erlendis,“ segir hann. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra segir þetta um málið: „Kráareigendum er auðvitað í sjálfsvald sett að sækja rétt sinn. Heilbrigðisráðherra setur reglugerðina og það þarf að beina þessu þangað. Það er hægt að fara yfir mjög margt í sóttvarnarreglunum gegnum tíðina og menn hafa séð að einhverjum finnst eitthvað sanngjarnt og öðrum ekki. Það eru alltaf einhver göt. En þá er það bara þannig, það er verið að reyna að finna einhverjar línur í þessum málum,“ segir hann. Hann segir mikilvægast að almenningur fari að settum reglum. „En fyrst og fremst segi ég að ef að fólk er að fara á veitingastaði í þeim tilgangi að nota þá sem krá en ekki veitingastað þá er það hegðun fólks sem er ekki í lagi og við erum alltaf að biðla til fólks að vera með okkur í þessu,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira