Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í desember þar sem 137 starfsmönnum var sagt upp störfum. Þar af voru 94 starfsmenn í menningar, íþrótta og tómstundastarfsemi, 32 í iðnaði og ellefu í flutningastarfsemi. Uppsagnirnar koma allar til framkvæmda í apríl 2021.
Á árinu 2020 barst Vinnumálastofnun alls 141 tilkynning um hópuppsagnir, þar sem 8.789 manns var sagt upp störfum. Var um mesta fjöldi hópuppsagna sem tilkynntur hefur verið til Vinnumálastofnunar á einu ári.