Ronaldo sá til þess að Juventus er í góðri stöðu fyrir seinni leikinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. febrúar 2021 22:15 Ronaldo var að venju allt í öllu hjá Juventus í kvöld. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Juventus vann 2-1 útisigur á Inter Milan er liðin mættust í fyrri undanúrslitaleik Coppa Italia, ítalska bikarsins, í kvöld. Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk Juventus. Sjá má mörkin þrjú hér að neðan. Undanúrslit Coppa Italia eru þannig að leiknir eru tveir leikir og fór fyrri leikur liðanna fram á San Siro – heimavelli Inter – í kvöld. Bæði lið stilltu upp ógnarsterkum liðum og ljóst að þeir Antonio Conte og Andrea Pirlo ætla sér báðir sigur í bikarkeppninni. Inter var þó án Romelu Lukaku í leiknum á meðan Gianlugi Buffon lék milli stanganna hjá Juventus. 1100 - Gianluigi #Buffon will play tonight his 1100th match among clubs and Italy. Infinity.#InterJuventus #CoppaItalia #InterJuve pic.twitter.com/fOHMcVCujj— OptaPaolo (@OptaPaolo) February 2, 2021 Það voru heimamenn sem fengu sannkallaða draumabyrjun á níundu mínútu er Argentínumaðurinn Lautaro Martinez kom Inter yfir eftir sendingu Nicolo Barella. Mögulega hefði Buffon átt að gera betur í marki heimamanna. Rúmum fimmtán mínútum síðar braut Ashley Young hins vegar af sér innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Ronaldo – hver annar – fór á punktinn og skoraði af öryggi. Aðeins tíu mínútum síðar kom Ronaldo Juventus yfir þegar hann las aðstæður fullkomlega. Stakk Portúgalinn sér inn í slaka sendingu Inter til baka og hirti boltann áður en hann skoraði úr þröngu færi og kom Juventus 2-1 yfir. Cristiano Ronaldo this season:22 goals23 gamesAnd just days away from his 36th birthday @brfootball pic.twitter.com/6X8daTPkGM— Bleacher Report (@BleacherReport) February 2, 2021 Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik, raunar urðu þau ekki fleiri í leiknum og því fer Juventus með eins marks forystu inn í síðari leik liðanna sem verður leikinn þann 9. febrúar á Allianz-vellinum í Torino. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn Flytja heimsleikana í CrossFit til New York fylkis Sport Gaf flotta jakkann sinn í beinni Sport Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Sjá meira
Undanúrslit Coppa Italia eru þannig að leiknir eru tveir leikir og fór fyrri leikur liðanna fram á San Siro – heimavelli Inter – í kvöld. Bæði lið stilltu upp ógnarsterkum liðum og ljóst að þeir Antonio Conte og Andrea Pirlo ætla sér báðir sigur í bikarkeppninni. Inter var þó án Romelu Lukaku í leiknum á meðan Gianlugi Buffon lék milli stanganna hjá Juventus. 1100 - Gianluigi #Buffon will play tonight his 1100th match among clubs and Italy. Infinity.#InterJuventus #CoppaItalia #InterJuve pic.twitter.com/fOHMcVCujj— OptaPaolo (@OptaPaolo) February 2, 2021 Það voru heimamenn sem fengu sannkallaða draumabyrjun á níundu mínútu er Argentínumaðurinn Lautaro Martinez kom Inter yfir eftir sendingu Nicolo Barella. Mögulega hefði Buffon átt að gera betur í marki heimamanna. Rúmum fimmtán mínútum síðar braut Ashley Young hins vegar af sér innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Ronaldo – hver annar – fór á punktinn og skoraði af öryggi. Aðeins tíu mínútum síðar kom Ronaldo Juventus yfir þegar hann las aðstæður fullkomlega. Stakk Portúgalinn sér inn í slaka sendingu Inter til baka og hirti boltann áður en hann skoraði úr þröngu færi og kom Juventus 2-1 yfir. Cristiano Ronaldo this season:22 goals23 gamesAnd just days away from his 36th birthday @brfootball pic.twitter.com/6X8daTPkGM— Bleacher Report (@BleacherReport) February 2, 2021 Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik, raunar urðu þau ekki fleiri í leiknum og því fer Juventus með eins marks forystu inn í síðari leik liðanna sem verður leikinn þann 9. febrúar á Allianz-vellinum í Torino.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn Flytja heimsleikana í CrossFit til New York fylkis Sport Gaf flotta jakkann sinn í beinni Sport Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Sjá meira