Samkvæmt henni verður þremur ráðherrum falið að setja á fót starfshóp sem á að vinna stefnu og aðgerðaráætlun um orkuskipti í flugi á Íslandi, eða samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra.
Samkvæmt tillögunni er markmiðið að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi innan tíu ára.
Í umræðum á Alþingi í gær kom fram að gert sé ráð fyrir að litlar rafmagnsflugvélar verði komnar á markað árið 2022. „Það er á næsta ári og því er raunhæft að áætla og hvetja til þess að þróun í átt að notkun umhverfisvænna orkugjafa í innanlandsflugi verði hafin árið 2030 þannig að mögulegt verði að knýja allan flugflotann sem starfræktur verður í innanlandsflugi á komandi árum á umhverfisvænum orkugjöfum,“ sagði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, þegar hann mælti fyrir tillögunni í gær.