Sextán milljónir frá sveitarfélaginu vegna árásar í vinnunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. febrúar 2021 22:32 Héraðsdómur Vestfjarða taldi sveitarfélagið bera ábyrgð. Mynd/Bæjarins besta Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt konu bætur upp á rúmlega sextán og hálfa milljón króna. Konan starfaði á vegum sveitarfélags við umönnun fatlaðs einstaklings sem réðst á hana árið 2014 og var sveitarfélagið talið bera bótaábyrgð í málinu. Umrætt atvik áttu sér stað 13. október 2014. Konan vann þá í hlutastarfi við umönnun fatlaðs einstaklings sem bjó í eigin íbúð en naut sólarhringsþjónustu frá sveitarfélaginu. Kvaðst konan byggja á því að einstaklingurinn sem um ræðir hafi ráðist á hana með höggum og spörkum og tekið hana hálstaki með þeim afleiðingum að hún varð fyrir varanlegu andlegu tjóni. Sveitarfélagið mótmælti þessari atvikalýsingu. Sveitarfélagið hafnaði bótaábyrgð og byggði meðal annars á því að það hafi ekki fengið tilkynningu um atvikið fyrr en tæpu ári eftir að atvikið átti sér stað, eða í september 2015. Þá hafi Sjúkratryggingum og Vinnueftirlitinu sömuleiðis verið tilkynnt um atvikið. Konan byggði kröfur sínar á hendur sveitarfélaginu á ákvæði í kjarasamningi milli Samflots, stéttarfélags hennar, og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þar var kveðið á um að líkamstjón af hendi skjólstæðings sveitarfélaga, sem geti að takmörkuðu eða engu leyti borið ábyrgð á eigin gjörðum, sé á ábyrgð sveitarfélaganna. Dómari taldi þá að gögn málsins, ásamt framburði vitna fyrir dómi, renna stoðum undir málatilbúnað konunnar og þær fullyrðingar að andlegt tjón hennar mætti rekja til árásarinnar árið 2014. Voru konunni því dæmdar bætur upp á rúmlega sextán og hálfa milljón, auk þess sem sveitarfélaginu var gert að greiða málskostnað upp á tæplega tvær og hálfa milljón. Dómsmál Félagsmál Sveitarstjórnarmál Tryggingar Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Umrætt atvik áttu sér stað 13. október 2014. Konan vann þá í hlutastarfi við umönnun fatlaðs einstaklings sem bjó í eigin íbúð en naut sólarhringsþjónustu frá sveitarfélaginu. Kvaðst konan byggja á því að einstaklingurinn sem um ræðir hafi ráðist á hana með höggum og spörkum og tekið hana hálstaki með þeim afleiðingum að hún varð fyrir varanlegu andlegu tjóni. Sveitarfélagið mótmælti þessari atvikalýsingu. Sveitarfélagið hafnaði bótaábyrgð og byggði meðal annars á því að það hafi ekki fengið tilkynningu um atvikið fyrr en tæpu ári eftir að atvikið átti sér stað, eða í september 2015. Þá hafi Sjúkratryggingum og Vinnueftirlitinu sömuleiðis verið tilkynnt um atvikið. Konan byggði kröfur sínar á hendur sveitarfélaginu á ákvæði í kjarasamningi milli Samflots, stéttarfélags hennar, og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þar var kveðið á um að líkamstjón af hendi skjólstæðings sveitarfélaga, sem geti að takmörkuðu eða engu leyti borið ábyrgð á eigin gjörðum, sé á ábyrgð sveitarfélaganna. Dómari taldi þá að gögn málsins, ásamt framburði vitna fyrir dómi, renna stoðum undir málatilbúnað konunnar og þær fullyrðingar að andlegt tjón hennar mætti rekja til árásarinnar árið 2014. Voru konunni því dæmdar bætur upp á rúmlega sextán og hálfa milljón, auk þess sem sveitarfélaginu var gert að greiða málskostnað upp á tæplega tvær og hálfa milljón.
Dómsmál Félagsmál Sveitarstjórnarmál Tryggingar Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira