Chelsea vann sannfærandi 1-0 sigur á erkifjendum sínum í Tottenham Hotspur er liðin mættust á heimavelli síðarnefnda liðsins í kvöld.
Þó svo að leikurinn hafi aðeins farið 1-0 var sigurinn í meira lagi sannfærandi. Sigurmarkið gerði miðjumaðurinn Jorginho úr vítaspyrnu um miðbik fyrri hálfleiks. Spyrnan var dæmd eftir að Eric Dier braut klaufalega á Timo Werner innan vítateigs.
Jorginho brást ekki bogalistin og skoraði af öryggi. Þó mörkin hafi ekki orðið fleiri þó ógnuðu lærisveinar José Mourinho lítið sem ekkert þangað til alveg undir blálokin.
Þrátt fyrir að Tottenham hafi sárlega vantað mark þá ákvað Mourinho að gera aðeins tvær skiptingar í leiknum og fékk Gareth Bale að sitja allan leikinn á varamannabekknum.
Reminder: Tottenham were at the top of the Premier League on December 13th pic.twitter.com/o0K4yIh1i6
— B/R Football (@brfootball) February 4, 2021
Annar sigur Chelsea í röð og liðið hefur ekki enn fengið á sig mark síðan Tuchel tók við stjórnartaumunum á Brúnni.
Chelsea fer með sigrinum upp í 6. sæti deildarinnar með 36 stig, 11 stigum minna en topplið Manchester City. Tottenham Hotspur er dottið niður í 8. sæti með 33 stig.