Enski boltinn

Hádramatík í sex marka leik

Leeds United og Liverpool skildu jöfn, 3-3, í stórskemmtilegum leik á Elland Road í ensku úrvalsdeildinni. Gestirnir glutruðu niður tveggja marka forystu og fengu á sig jöfnunarmark í blálokin.

Enski boltinn

Salah enn á bekknum

Mohamed Salah situr áfram á varamannabekk Liverpool, þriðja leikinn í röð, er liðið sækir Leeds United heim í ensku úrvalsdeildinni klukkan 17:30. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport.

Enski boltinn

Hádramatík í lokin á Villa Park

Aston Villa kom sér upp í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og varð aðeins annað liðið til að vinna Arsenal á þessari leiktíð, með hádramatískum 2-1 sigri á Villa Park í dag, í fyrsat leik 15. umferðar.

Enski boltinn

Hislop með krabba­mein

Shaka Hislop, fyrrverandi markvörður Newcastle United og sérfræðingur hjá ESPN, sagði frá því á fimmtudag að hann væri með krabbamein í blöðruhálskirtli.

Enski boltinn

„Okkur sjálfum að kenna“

Diogo Dalot hélt að hann væri búinn að tryggja Manchester United sigurinn þegar hann var tekinn af velli en þurfti síðan að horfa upp á West Ham jafna metin á lokamínútum leiksins. United missti af tækifærinu að komast upp í fimmta sæti deildarinnar.

Enski boltinn

United missti frá sér sigurinn í lokin

Manchester United var á leiðinni upp í fimmta sætið í ensku úrvalsdeildinni þegar þeir gáfu færi á sér á lokamínútunum í lokaleik fjórtándu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. West Ham-menn nýttu sér það, jöfnuðu metin í 1-1 og tryggðu sér stig á Old Trafford.

Enski boltinn

Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig

Manchester United tekur á móti West Ham í kvöld í lokaleik 14. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Þegar liðin mættust tímabilið 2007-08 var Cristiano Ronaldo í essinu sínu.

Enski boltinn