

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.
Chelsea tekur á móti Tottenham í baráttu sinni um sæti í Meistaradeild Evrópu í fótbolta á næstu leiktíð. Gestirnir eru aðeins í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Kanadíski leikarinn Mike Myers er grjótharður stuðningsmaður enska fótboltafélagsins Liverpool. Hann lýsti ást sínu á félaginu í hlaðvarpi á dögunum.
Uriah Rennie, sem var fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, er að læra að ganga á ný eftir veikindi.
Deildabikarmeistarar Newcastle byrja vel eftir ævintýrið á Wembley því liðið vann í kvöld mikilvægan sigur á Brentford í baráttunni um Meistaradeildarsætin í ensku úrvalsdeildinni. Aston Villa vann líka risasigur á útivelli á móti Brighton & Hove Albion.
Manchester City komst upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 heimasigur á Leicester City í kvöld.
Framtíð egypska knattspyrnumannsins Mohamed Salah hjá Liverpool er enn í óvissu og stuðningsmenn Liverpool liggja því áfram á bæn að markahæsti leikmaður liðsins framlengi samning sinn við topplið ensku úrvalsdeildarinnar.
Eftir sigur Nottingham Forest á Manchester United í gær, 1-0, vildi Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Rauðu djöflanna, ekki viðurkenna að það hefðu verið mistök að selja Anthony Elanga. Hann skoraði eina mark leiksins á City Ground.
Erling Haaland verður frá vegna meiðsla í fimm til sjö vikur. Þjálfarinn Pep Guardiola vonar að hann verði tilbúinn til átaka fyrir síðustu leiki tímabilsins á Englandi og fyrir HM félagsliða sem fer fram í sumar.
Nottingham Forest vann 1-0 gegn Manchester United í þrítugustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar og hefur þar með haldið hreinu oftast allra liða í deildinni. Rauðu djöflarnir voru hársbreidd frá því að jafna leikinn undir lokin.
Bukayo Saka sneri aftur úr meiðslum og setti seinna mark Arsenal í 2-1 sigri gegn Fulham í þrítugustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Ruben Amorim, stjóri Manchester United, segir ekki koma til greina að fyrirliðinn Bruno Fernandes fari frá félaginu í sumar. Hann ræddi einnig um þá Antony og Marcus Rashford sem verið hafa að gera það gott sem lánsmenn í burtu frá United.
Uppgjör Everton fyrir tímabilið 2023-24 hefur verið birt og er það neikvætt um 53 milljónir punda. Er þetta sjöunda árið í röð sem félagið er rekið með tapi og er uppsafnað tap yfir þessi sjö ár 570 milljónir punda.
Ársreikningur Wrexham fyrir tímabilið 2023-24 hefur verið birtur og hafa tekjur félagsins aldrei verið meiri, eða 26,7 milljónir punda, sem er aukning um 155 prósent frá tímabilinu á undan.
Sóknarmaðurinn Erling Haaland mun væntanlega ekki skora fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni en hann meiddist á ökkla í bikarleik Manchester City í gær. Haaland er næst markahæstur í deildinni með 21 mark.
Stuðningsmönnum Arsenal bárust gleðitíðindi í dag þegar stjóri liðsins, Mikel Arteta, staðfesti að Bukayo Saka væri klár í slaginn á ný en Saka hefur verið frá vegna meiðsla síðan 21. desember.
Eftir martraðartíma sinn hjá Manchester United hefur hinn brasilíski Antony svo sannarlega slegið í gegn í spænska boltanum sem lánsmaður hjá Real Betis.
Arsenal er í leit að stjörnuframherja og The Athletic fjallar um það í nýrri grein að félagið sé afar áhugasamt um að klófesta sænska markahrókinn Viktor Gyökeres frá Sporting Lissabon.
Erling Haaland haltraði meiddur af velli í dag þegar Manchester City lagði Bournemouth í 8-liða úrslitum enska bikarsins 1-2. Haaland meiddist á ökkla og yfirgaf völlinn eftir leik á hækjum en enn er allt á huldu um alvarleika meiðslanna.
Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins og Bayern München, ætti að geta tekið þátt í leikjunum mikilvægu við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni í fótbolta eftir að hafa spilað í toppslag við Leverkusen í dag.
Manchester City hefur komist í úrslit ensku bikarkeppninnar tvisvar sinnum í röð og stefnir hraðbyri þangað aftur. Liðið mætti Bournemouth í 8-liða úrslitum í dag og þrátt fyrir að skora aðeins tvö mörk voru yfirburðir City algjörir í 1-2 sigri.
Stefán Teitur Þórðarson og félagar hans í Preston, eina B-deildarliðinu sem enn var með í keppninni, máttu sín lítils gegn Aston Villa og töpuðu 3-0 á heimavelli í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta.
Í enska bikarnum eigum við Íslendingar okkar fulltrúa í átta liða úrslitunum, Skagamanninn Stefán Teit Þórðarson, leikmann Preston North End, sem verður í eldlínunni þegar að enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa mætir í heimsókn í dag.
Kona sem starfaði fyrir Manchester City og sá um að klæða sig upp sem lukkudýr félagsins, Moonbeam, sakar Erling Haaland um að hafa slegið sig í höfuðið þegar hún var í búningnum. Hún hafi þurft að fara á sjúkrahús og farið með málið til lögreglu.
Tugþúsundir fólks gengu um götur Newcastle í gær og fögnuðu deildarbikarnum, sem liðið vann í úrslitaleik gegn Liverpool á dögunum og endaði sjötíu ára bið stuðningsmanna eftir titli.