Fótbolti

Liver­pool fær ekki að mæta Leipzig í Þýska­landi þann 16. febrúar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Liverpool fær ekki að ferðast til Þýskalands þann 16. febrúar.
Liverpool fær ekki að ferðast til Þýskalands þann 16. febrúar. Andrew Powell/Getty Images

Liverpool og RB Leipzig geta ekki mæst þann 16. febrúar í Þýskalandi er liðin eiga að mætast í Meistaradeild Evrópu. Ástæðan eru breyttar sóttvarnareglur Þýskalands sem gilda til 17. febrúar. Leikurinn gæti farið fram á Anfield eða á hlutlausum velli.

Sky Sports staðfesti í kvöld að ríkisstjórn Þýskaland hafi breytt inngönguskilyrðum erlendra ferðamanna til landsins. Fólk frá svæðum þar sem staðfest er að kórónuveiran hafi stökkbreyst fær inngöngu í landið. Undantekning er gerð fyrir þýska ríkisborgara eða fólk sem býr í Þýskalandi.

Bannið tók gildi á laugardaginn og nú hefur verið staðfest að engin undantekning verður gerð fyrir Liverpool né önnur atvinnumannalið eða atvinnumenn í íþróttum.

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur staðfest að það sé í viðræðum við þýska knattspyrnusambandið og þýsku ríkisstjórnina um að finna lausn á málinu.

UEFA hefur breytt regluverki sínu svo hægt er að skipta á heimaleikjum þannig að fyrri leikur Englandsmeistaranna og RB Leipzig gæti farið fram á Anfield í Liverpool og síðari leikur liðanna í Þýskalandi. Einnig geta leikir farið fram á hlutlausum velli og tveggja leikja einvígum breytt í aðeins einn leik ef þess er þörf.

Útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu hefst þann 16. febrúar með leikjum Barcelona og Paris Saint-Germain ásamt leik Leipzig og Liverpool. Allir leikir 16-liða úrslitanna verða sýndir í beinni útsendingu Stöð 2 Sport.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×