„Hefði aldrei trúað því að ég myndi enda í Harvard“ Sindri Sverrisson skrifar 8. febrúar 2021 08:00 Kristján Gunnarsson mun spila í Ivy League með Harvard næsta vetur. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Það er allt spennandi við þetta,“ segir knattspyrnumaðurinn Kristján Gunnarsson sem er á leið í hinn virta Harvard-háskóla í Bandaríkjunum í haust. Kristján er í hópi 4,6% umsækjenda sem tókst að þræða nálaraugað og komast inn í Harvard og það er ekki síst fótboltahæfileikunum að þakka. Fleira spilar þó inn í en Kristján útskrifast frá Verslunarskóla Íslands í vor þar sem hann hefur verið afar virkur í félagsstörfum og náð mjög góðum námsárangri. „Þetta er samt náttúrulega bara ótrúlegt. Ég byrjaði að pæla í þessu fyrir svona tveimur árum og langaði alltaf að komast í toppháskóla en ég hefði aldrei trúað því að ég myndi enda í Harvard,“ segir Kristján. Að minnsta kosti 40 milljóna króna virði Segja má að með fótboltahæfileikum sínum hafi Kristján unnið sér inn 40 milljóna króna vinning ef horft er til þess hvað nám í Harvard kostar, burtséð frá því hvað námsgráða frá skólanum er svo mikils virði að námi loknu. View this post on Instagram A post shared by Soccer and Education USA (@soccerandeducationusa) „Fótboltinn hjálpaði alla vega gríðarlega mikið. Þjálfararnir vildu fá mig inn í skólann og hjálpuðu mér við umsóknarferlið. Íþróttamenn eru mikils metnir í Bandaríkjunum. Það eru eflaust ýmsir með betri einkunnir en ég en félags- og íþróttastörf hjálpuðu mér að skara fram úr,“ segir Kristján sem hefur setið í ýmsum nefndum í Versló og segir það einnig kunna að hafa hjálpað sér að hafa verið á vinnumarkaðnum frá því að hann var í 8. bekk. Nýr þjálfari og stefnan sett hátt Kristján segir stefnuna setta á hagfræðinám. Hann er 18 ára gamall og hefur verið leikmaður Breiðabliks síðustu ár en er þessa dagana að íhuga hvar hann ætlar að spila fótbolta í sumar. Hann var viðloðandi meistaraflokk Blika síðasta sumar og kom inn á í einum bikarleik, í 3-0 sigri á Gróttu. Kristján Gunnarsson náði að spila einn leik með meistaraflokki Breiðabliks á síðustu leiktíð, þá 17 ára gamall.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Næsta vetur mun Kristján svo spila fótbolta í Ivy League þar sem flestir af elítuháskólum Bandaríkjanna tefla fram liði. Þar ætla Harvard-menn sér stærri hluti en undanfarin ár: „Þeir hafa ekki verið neitt sérstakir, svona um miðja deild síðustu ár, en það var að koma nýr þjálfari sem hefur gengið mjög vel þarna úti. Síðan er árangurinn minn og árgangurinn á undan með sterka leikmenn, svo að framtíðin er björt. Þeir ætla sér bara að vinna deildina á næstu árum.“ Yrði sáttur með að spila í Pepsi Max deildinni Kristján er hógvær þegar hann er spurður út í getu sína á fótboltavellinum, kveðst þó fínasti sóknarbakvörður, snöggur og með mikið þol, en hvað vill hann ná langt á því sviði? „Ég stefni ennþá á að ná eins langt og ég get í fótboltanum, ásamt því að það nám sem ég fæ þarna muni nýtast mér allt mitt líf. Ég er ekkert endilega að stefna á atvinnumennsku eða eitthvað slíkt, en yrði bara sáttur með að spila í Pepsi Max-deildinni á Íslandi og nýta gráðuna mína til að gera eitthvað á vinnumarkaðnum.“ Bandaríkin Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Kristján er í hópi 4,6% umsækjenda sem tókst að þræða nálaraugað og komast inn í Harvard og það er ekki síst fótboltahæfileikunum að þakka. Fleira spilar þó inn í en Kristján útskrifast frá Verslunarskóla Íslands í vor þar sem hann hefur verið afar virkur í félagsstörfum og náð mjög góðum námsárangri. „Þetta er samt náttúrulega bara ótrúlegt. Ég byrjaði að pæla í þessu fyrir svona tveimur árum og langaði alltaf að komast í toppháskóla en ég hefði aldrei trúað því að ég myndi enda í Harvard,“ segir Kristján. Að minnsta kosti 40 milljóna króna virði Segja má að með fótboltahæfileikum sínum hafi Kristján unnið sér inn 40 milljóna króna vinning ef horft er til þess hvað nám í Harvard kostar, burtséð frá því hvað námsgráða frá skólanum er svo mikils virði að námi loknu. View this post on Instagram A post shared by Soccer and Education USA (@soccerandeducationusa) „Fótboltinn hjálpaði alla vega gríðarlega mikið. Þjálfararnir vildu fá mig inn í skólann og hjálpuðu mér við umsóknarferlið. Íþróttamenn eru mikils metnir í Bandaríkjunum. Það eru eflaust ýmsir með betri einkunnir en ég en félags- og íþróttastörf hjálpuðu mér að skara fram úr,“ segir Kristján sem hefur setið í ýmsum nefndum í Versló og segir það einnig kunna að hafa hjálpað sér að hafa verið á vinnumarkaðnum frá því að hann var í 8. bekk. Nýr þjálfari og stefnan sett hátt Kristján segir stefnuna setta á hagfræðinám. Hann er 18 ára gamall og hefur verið leikmaður Breiðabliks síðustu ár en er þessa dagana að íhuga hvar hann ætlar að spila fótbolta í sumar. Hann var viðloðandi meistaraflokk Blika síðasta sumar og kom inn á í einum bikarleik, í 3-0 sigri á Gróttu. Kristján Gunnarsson náði að spila einn leik með meistaraflokki Breiðabliks á síðustu leiktíð, þá 17 ára gamall.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Næsta vetur mun Kristján svo spila fótbolta í Ivy League þar sem flestir af elítuháskólum Bandaríkjanna tefla fram liði. Þar ætla Harvard-menn sér stærri hluti en undanfarin ár: „Þeir hafa ekki verið neitt sérstakir, svona um miðja deild síðustu ár, en það var að koma nýr þjálfari sem hefur gengið mjög vel þarna úti. Síðan er árangurinn minn og árgangurinn á undan með sterka leikmenn, svo að framtíðin er björt. Þeir ætla sér bara að vinna deildina á næstu árum.“ Yrði sáttur með að spila í Pepsi Max deildinni Kristján er hógvær þegar hann er spurður út í getu sína á fótboltavellinum, kveðst þó fínasti sóknarbakvörður, snöggur og með mikið þol, en hvað vill hann ná langt á því sviði? „Ég stefni ennþá á að ná eins langt og ég get í fótboltanum, ásamt því að það nám sem ég fæ þarna muni nýtast mér allt mitt líf. Ég er ekkert endilega að stefna á atvinnumennsku eða eitthvað slíkt, en yrði bara sáttur með að spila í Pepsi Max-deildinni á Íslandi og nýta gráðuna mína til að gera eitthvað á vinnumarkaðnum.“
Bandaríkin Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira