Pence stekkur á hlaðvarpsvagninn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. febrúar 2021 17:49 Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og brátt hlaðvarpsstjórnandi. Vísir/Getty Mike Pence, sem lét af embætti varaforseta Bandaríkjanna í janúar, hyggur á útgáfu nýrra hlaðvarpsþátta á næstu mánuðum. Politico greindi frá málinu en þetta nýjasta ævintýri Pence verður í samstarfi við Young America‘s Foundation (YAF), samtök íhaldssamra ungmenna sem voru stofnuð á sjöunda áratugnum. Varaforsetinn fyrrverandi er reyndar enginn nýgræðingur í þessum geira. Í um áratug, áður en hann var kjörinn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings árið 2000, stýrði hann útvarpsþætti um stjórnmál í Miðvesturríkjunum sem var nokkuð vinsæll á meðal íhaldsmanna. Í fótspor Reagans Markhópurinn fyrir nýju þættina samanstendur af íhaldssömum ungmennum, enda verður Pence í samstarfi við YAF. Áður höfðu samtökin stutt Ronald Reagan, sem var forseti frá 1981 til 1989, þegar hann hélt úti útvarpsþætti á áttunda áratugnum. „Varaforsetinn mun án nokkurs vafa einbeita sér að því að fjalla um afrek íhaldsmanna undanfarin fjögur ár og um það hvaða lærdóm við getum dregið af þeim,“ hafði Politico eftir talsmanni Pence. Scott Walker, fyrrverandi ríkisstjóri Wisconsin og nú forseti samtakanna, sagði samstarfið við Pence til þess fallið að auka áhuga ungmenna á hugmyndafræði bandarískra íhaldsmanna. Frá því þegar stuðningsmenn Trumps réðust á þinghúsið þann 6. janúar. Getty/Win McNamee Framtíðin óljós Mikið hefur verið fjallað um stirt samband Pence við Donald Trump, fyrrverandi forseta, síðustu vikur. Sambandið er sagt hafa versnað töluvert eftir að Pence neitaði þeirri bón forseta síns að hafna niðurstöðum forsetakosninga nóvembermánaðar. Einnig eftir árás stuðningsmanna Trumps á þinghúsið, þar sem Pence var staddur einmitt til þess að staðfesta niðurstöðurnar. Með hlaðvarpsþáttunum gæti Pence sum sé verið að styrkja stöðu sína á ný innan Repúblikanaflokksins, en ljóst er að meirihluti kjósenda flokksins er enn á bandi Trumps. Auk hlaðvarpsins er Pence sagður ætla að gefa út bók, aðstoða frambjóðendur Repúblikana við fjármögnun kosningabaráttu árið 2022 og jú, skoða hvort hann eigi að bjóða sig fram til forseta árið 2024. Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Politico greindi frá málinu en þetta nýjasta ævintýri Pence verður í samstarfi við Young America‘s Foundation (YAF), samtök íhaldssamra ungmenna sem voru stofnuð á sjöunda áratugnum. Varaforsetinn fyrrverandi er reyndar enginn nýgræðingur í þessum geira. Í um áratug, áður en hann var kjörinn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings árið 2000, stýrði hann útvarpsþætti um stjórnmál í Miðvesturríkjunum sem var nokkuð vinsæll á meðal íhaldsmanna. Í fótspor Reagans Markhópurinn fyrir nýju þættina samanstendur af íhaldssömum ungmennum, enda verður Pence í samstarfi við YAF. Áður höfðu samtökin stutt Ronald Reagan, sem var forseti frá 1981 til 1989, þegar hann hélt úti útvarpsþætti á áttunda áratugnum. „Varaforsetinn mun án nokkurs vafa einbeita sér að því að fjalla um afrek íhaldsmanna undanfarin fjögur ár og um það hvaða lærdóm við getum dregið af þeim,“ hafði Politico eftir talsmanni Pence. Scott Walker, fyrrverandi ríkisstjóri Wisconsin og nú forseti samtakanna, sagði samstarfið við Pence til þess fallið að auka áhuga ungmenna á hugmyndafræði bandarískra íhaldsmanna. Frá því þegar stuðningsmenn Trumps réðust á þinghúsið þann 6. janúar. Getty/Win McNamee Framtíðin óljós Mikið hefur verið fjallað um stirt samband Pence við Donald Trump, fyrrverandi forseta, síðustu vikur. Sambandið er sagt hafa versnað töluvert eftir að Pence neitaði þeirri bón forseta síns að hafna niðurstöðum forsetakosninga nóvembermánaðar. Einnig eftir árás stuðningsmanna Trumps á þinghúsið, þar sem Pence var staddur einmitt til þess að staðfesta niðurstöðurnar. Með hlaðvarpsþáttunum gæti Pence sum sé verið að styrkja stöðu sína á ný innan Repúblikanaflokksins, en ljóst er að meirihluti kjósenda flokksins er enn á bandi Trumps. Auk hlaðvarpsins er Pence sagður ætla að gefa út bók, aðstoða frambjóðendur Repúblikana við fjármögnun kosningabaráttu árið 2022 og jú, skoða hvort hann eigi að bjóða sig fram til forseta árið 2024.
Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira