Fyrsta lota Borgarlínu kosti 25 milljarða og þar muni mestu um byggingu brúa Birgir Olgeirsson skrifar 5. febrúar 2021 21:00 Reiknað er með að fyrsti áfangi Borgarlínu verði tekinn í gagnið seinni hluta ársins 2025. Frumdrög þessa áfanga upp á tuttugu og fimm milljarða voru kynnt í dag og munar þar mestu um kostnað við brýr yfir Fossvog og Elliðaárvog. Fyrsta lota Borgarlínunnar mun ná frá Ártúnshöfða og niður í miðbæ. Þaðan fer hún um miðborgina, yfir í Vatnsmýrina, yfir Fossvog út á Kársnes og þaðan upp í Hamraborg. Áætlanir eru einnig uppi um að þessar leiðir muni einnig teygja sig frá Ártúnshöfða og í Grafarvog og frá Hamraborg upp í Vatnsenda. Vonir standa til að framkvæmdir hefjist í fyrsta lagi 2023 og fyrsti Borgarlínustrætóinn fari þessa leið seinni hluta ársins 2025. Í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins er gert ráð fyrir 50 milljörðum í borgarlínuna. Þessi fyrsta lota mun nema 25 milljörðum af þeirri upphæð. Mestu munar um byggingu brúa yfir Fossvog og Elliðaárvog sem verða aðeins fyrir vistvæna ferðamáta. Brúin yfir Fossvog mun liggja frá enda Reykjavíkurflugvallar og að Bakkabraut á Kársnesi. Brýr yfir Elliðárvog mun liggja frá Vogabyggöð, yfir Geirsnef og inn á Sævarhöfða þar sem Borgarlínan fer um nýjan veg að Stórhöfða. Um byltingu verður að ræða fyrir íbúa að sögn þeirra sem að Borgarlínunni standa. „Þetta eru nýir tímar í almenningssamgöngum því Borgarlínan mun ekki bara nýtast þeim sem nota hana. Heldur mun hún létta á umferð á höfuðborgarsvæðinu í heild sinni. Þetta mun nýtast öllum, hvort sem þeir nota einkabíl eða ekki,“ segir Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf.Vísir/Egill „Fólk sem notar Borgarlínuna mun upplifa styttri ferðatíma. Á algengum leiðum getur ferðatími verið að styttast um allt að helming.“ Samgöngusáttmálinn snýr einnig að uppbyggingu stofnvega, virkra ferðamáta og umferðarflæðis. Davíð segir kostnaðinn við fyrstu lotu borgarlínunnar mega vera háan. „Þetta eru arðbærustu leiðirnar og eðlilega byrjar maður á þeim. Þetta má alveg kosta því það er gert ráð fyrir að arðsemin af þessu sé sjö prósent. Þetta mun nýtast mjög mörgum og verður mjög arðbært. Þetta eru háar fjárhæðir en þeim er mjög vel varið.“ Um er að ræða frumdrög en ekki endanlegar tillögur. Hægt er að kynna sér frumdrögin nánar á vef Borgarlínunnar þar sem er óskað eftir athugasemdum. Reykjavík Kópavogur Borgarlína Samgöngur Skipulag Fossvogsbrú Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira
Fyrsta lota Borgarlínunnar mun ná frá Ártúnshöfða og niður í miðbæ. Þaðan fer hún um miðborgina, yfir í Vatnsmýrina, yfir Fossvog út á Kársnes og þaðan upp í Hamraborg. Áætlanir eru einnig uppi um að þessar leiðir muni einnig teygja sig frá Ártúnshöfða og í Grafarvog og frá Hamraborg upp í Vatnsenda. Vonir standa til að framkvæmdir hefjist í fyrsta lagi 2023 og fyrsti Borgarlínustrætóinn fari þessa leið seinni hluta ársins 2025. Í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins er gert ráð fyrir 50 milljörðum í borgarlínuna. Þessi fyrsta lota mun nema 25 milljörðum af þeirri upphæð. Mestu munar um byggingu brúa yfir Fossvog og Elliðaárvog sem verða aðeins fyrir vistvæna ferðamáta. Brúin yfir Fossvog mun liggja frá enda Reykjavíkurflugvallar og að Bakkabraut á Kársnesi. Brýr yfir Elliðárvog mun liggja frá Vogabyggöð, yfir Geirsnef og inn á Sævarhöfða þar sem Borgarlínan fer um nýjan veg að Stórhöfða. Um byltingu verður að ræða fyrir íbúa að sögn þeirra sem að Borgarlínunni standa. „Þetta eru nýir tímar í almenningssamgöngum því Borgarlínan mun ekki bara nýtast þeim sem nota hana. Heldur mun hún létta á umferð á höfuðborgarsvæðinu í heild sinni. Þetta mun nýtast öllum, hvort sem þeir nota einkabíl eða ekki,“ segir Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf.Vísir/Egill „Fólk sem notar Borgarlínuna mun upplifa styttri ferðatíma. Á algengum leiðum getur ferðatími verið að styttast um allt að helming.“ Samgöngusáttmálinn snýr einnig að uppbyggingu stofnvega, virkra ferðamáta og umferðarflæðis. Davíð segir kostnaðinn við fyrstu lotu borgarlínunnar mega vera háan. „Þetta eru arðbærustu leiðirnar og eðlilega byrjar maður á þeim. Þetta má alveg kosta því það er gert ráð fyrir að arðsemin af þessu sé sjö prósent. Þetta mun nýtast mjög mörgum og verður mjög arðbært. Þetta eru háar fjárhæðir en þeim er mjög vel varið.“ Um er að ræða frumdrög en ekki endanlegar tillögur. Hægt er að kynna sér frumdrögin nánar á vef Borgarlínunnar þar sem er óskað eftir athugasemdum.
Reykjavík Kópavogur Borgarlína Samgöngur Skipulag Fossvogsbrú Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira