Landsréttur taldi ekki sannað að faðir hafi kýlt dóttur sína í andlitið Eiður Þór Árnason skrifar 5. febrúar 2021 21:53 Landsréttur sýknaði hinn ákærða af kröfum ákæruvaldsins. vísir/hanna Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknaði föður af ákæru fyrir að hafa beitt dóttur sína líkamlegu ofbeldi árið 2016. Maðurinn var sakfelldur í héraði árið 2019 fyrir að hafa veist að dóttur sinni og kýlt hana í andlitið með þeim afleiðingum að hún hlaut nefbrot og bólgu yfir hægra kinnbeini. Var hann þá dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi en hinn ákærði hefur ætíð neitað sök. Landsréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í dag að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sanna svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa að faðirinn hafi gerst sekur um líkamsárásina. Sagðist hafa verið sofandi Manninum var einnig gert að sök að hafa rifið í hár dóttur sinnar og ýtt henni upp við vegg en hann var sýknaður af þeim ásökunum í héraði. Hann sagði í skýrslu fyrir héraðsdómi að hann hafi verið að vinna fram undir morgun þann dag sem um ræðir og því verið sofandi þegar brotaþoli fékk áverkana. Hann hefði síðan frétt hjá eiginkonu sinni um kvöldið að brotaþoli hefði dottið. Í dómi Landsréttar kemur fram að dóttirin hefði verið eina vitnið sem hafi beinlínis borið um að faðir hennar hefði ráðist á hana. Önnur vitni sem hefðu komið fyrir dóm í héraði eru sögð hafa byggt frásögn sína um ætlaða árás á frásögn dótturinnar og því hefði sá vitnisburður ekki verið bein sönnun fyrir því hvernig áverkar hennar hefðu komið til. Hið sama hefði gilt um upplýsingar sem hefðu komið fram í læknisvottorði og gögnum frá geðsviði Landspítalans. Í dómnum segir að dóttirin hefði upphaflega lýst því fyrir öðrum vitnum í héraði að hún hefði hlotið áverkana vegna falls í stiga en gefið þá skýringu að það hefði hún gert að áeggjan móður sinnar og að hún væri vön að segja ósatt um ofbeldi sem hún hefði sætt frá unga aldri. Dóttirin vildi ekki gefa skýrslu Þrátt fyrir þessa skýringu segir Landsréttur ekki verið fram hjá því litið að framburður hennar hefði ekki verið stöðugur um það hvernig hún hefði hlotið þá áverka sem ákært hefði verið fyrir. Systur hennar skoruðust undan því að gefa skýrslu fyrir dómi og því var ekki unnt að spyrja þær nánar út í framburð þeirra hjá lögreglu og atvik málsins. Þá segir í dómi Landsréttar að þótt framburður þeirra kynni að hafa styrkt frásögn brotaþola um ofbeldi á heimilinu yrði hann ekki talinn bein sönnun um þá háttsemi sem ákært var fyrir í málinu og hefði því ekki stutt lýsingu hennar að því leyti. Við flutning málsins fyrir Landsrétti staðfesti réttargæslumaður brotaþola að hún vildi ekki gefa skýrslu fyrir Landsrétti þar sem hún væri að reyna að ná tengslum við móður sína og systkin. Dómsmál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira
Var hann þá dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi en hinn ákærði hefur ætíð neitað sök. Landsréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í dag að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sanna svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa að faðirinn hafi gerst sekur um líkamsárásina. Sagðist hafa verið sofandi Manninum var einnig gert að sök að hafa rifið í hár dóttur sinnar og ýtt henni upp við vegg en hann var sýknaður af þeim ásökunum í héraði. Hann sagði í skýrslu fyrir héraðsdómi að hann hafi verið að vinna fram undir morgun þann dag sem um ræðir og því verið sofandi þegar brotaþoli fékk áverkana. Hann hefði síðan frétt hjá eiginkonu sinni um kvöldið að brotaþoli hefði dottið. Í dómi Landsréttar kemur fram að dóttirin hefði verið eina vitnið sem hafi beinlínis borið um að faðir hennar hefði ráðist á hana. Önnur vitni sem hefðu komið fyrir dóm í héraði eru sögð hafa byggt frásögn sína um ætlaða árás á frásögn dótturinnar og því hefði sá vitnisburður ekki verið bein sönnun fyrir því hvernig áverkar hennar hefðu komið til. Hið sama hefði gilt um upplýsingar sem hefðu komið fram í læknisvottorði og gögnum frá geðsviði Landspítalans. Í dómnum segir að dóttirin hefði upphaflega lýst því fyrir öðrum vitnum í héraði að hún hefði hlotið áverkana vegna falls í stiga en gefið þá skýringu að það hefði hún gert að áeggjan móður sinnar og að hún væri vön að segja ósatt um ofbeldi sem hún hefði sætt frá unga aldri. Dóttirin vildi ekki gefa skýrslu Þrátt fyrir þessa skýringu segir Landsréttur ekki verið fram hjá því litið að framburður hennar hefði ekki verið stöðugur um það hvernig hún hefði hlotið þá áverka sem ákært hefði verið fyrir. Systur hennar skoruðust undan því að gefa skýrslu fyrir dómi og því var ekki unnt að spyrja þær nánar út í framburð þeirra hjá lögreglu og atvik málsins. Þá segir í dómi Landsréttar að þótt framburður þeirra kynni að hafa styrkt frásögn brotaþola um ofbeldi á heimilinu yrði hann ekki talinn bein sönnun um þá háttsemi sem ákært var fyrir í málinu og hefði því ekki stutt lýsingu hennar að því leyti. Við flutning málsins fyrir Landsrétti staðfesti réttargæslumaður brotaþola að hún vildi ekki gefa skýrslu fyrir Landsrétti þar sem hún væri að reyna að ná tengslum við móður sína og systkin.
Dómsmál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira