Elton John reiður fyrir hönd tónlistarfólks og vill stjórnvöld aftur að borðinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. febrúar 2021 23:23 Tónlistargoðsögnin Elton John vandar breskum stjórnvöldum ekki kveðjurnar. epa/Hugo Marie Tónlistarmaðurinn Elton John er síður en svo ánægður með bresk stjórnvöld og kallar eftir því að þau freisti þess að setjast aftur að samningaborðinu með Evrópusambandinu. John, sem var harðlega mótfallinn Brexit, segir bresku ríkisstjórnina hafa klúðrað málum fyrir breska tónlistarmenn, sem hafi annað hvort gleymst eða ekki verið ofarlega á lista þegar viðræður fóru fram um tilhögun mála milli Bretlands og ESB í kjölfar Brexit. Í grein sem birtist í Guardian segir tónlistarmaðurinn stöðuna fáránlega; tónlist sé ein af helstu útflutningsgreinum Breta en hún hafi orðið útundan þegar núgildandi fríverslunarsamningur var í smíðum. Að sögn John er um að ræða 5,8 milljarð punda iðnað. Málið verður tekið fyrir í þinginu á morgun en 280 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að semja um frjálsa för og atvinnu listamanna. Tónleikaferðalög orðin flókin og kostnaðarsöm Vandamálið er þetta: Áður gat tónlistarfólk ferðast um Evrópu og stundað sína list án vandkvæða en í dag þurfa breskir tónlistarmenn að sækja um áritun eða atvinnuleyfi í hverju Evrópuríki fyrir sig. Um er að ræða mikla „pappírsvinnu“ og töluverðan kostnað og þá geta reglur verið afar mismunandi milli ríkja. Þessu til viðbótar þarf tónlistarfólkið svo að greiða gjöld fyrir að flytja hljóðfærin sín yfir landamæri. Að sögn John munu nýju reglurnar einnig koma illa niður á öðrum í bransanum. Bresk flutningsfyrirtæki mega til dæmis einungis koma við á tveimur stöðum innan Evrópusambandsins áður en þau neyðast til að snúa aftur heim. Þetta mun gera það að verkum að þau geta ekki samið við tónlistarmenn um að þjónusta stór og löng tónleikaferðalög. Þá hefur Colin Greenwood, bassaleikari Radiohead, áhyggjur af öllum þeim bresku fyrirtækjum sem koma að uppsetningu tónleika og tónlistarhátíða, og munu mögulega verða undir í samkeppni við evrópsk fyrirtæki vegna aukins kostnaðar. Guardian greindi frá. Bretland Brexit Tónlist Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
John, sem var harðlega mótfallinn Brexit, segir bresku ríkisstjórnina hafa klúðrað málum fyrir breska tónlistarmenn, sem hafi annað hvort gleymst eða ekki verið ofarlega á lista þegar viðræður fóru fram um tilhögun mála milli Bretlands og ESB í kjölfar Brexit. Í grein sem birtist í Guardian segir tónlistarmaðurinn stöðuna fáránlega; tónlist sé ein af helstu útflutningsgreinum Breta en hún hafi orðið útundan þegar núgildandi fríverslunarsamningur var í smíðum. Að sögn John er um að ræða 5,8 milljarð punda iðnað. Málið verður tekið fyrir í þinginu á morgun en 280 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að semja um frjálsa för og atvinnu listamanna. Tónleikaferðalög orðin flókin og kostnaðarsöm Vandamálið er þetta: Áður gat tónlistarfólk ferðast um Evrópu og stundað sína list án vandkvæða en í dag þurfa breskir tónlistarmenn að sækja um áritun eða atvinnuleyfi í hverju Evrópuríki fyrir sig. Um er að ræða mikla „pappírsvinnu“ og töluverðan kostnað og þá geta reglur verið afar mismunandi milli ríkja. Þessu til viðbótar þarf tónlistarfólkið svo að greiða gjöld fyrir að flytja hljóðfærin sín yfir landamæri. Að sögn John munu nýju reglurnar einnig koma illa niður á öðrum í bransanum. Bresk flutningsfyrirtæki mega til dæmis einungis koma við á tveimur stöðum innan Evrópusambandsins áður en þau neyðast til að snúa aftur heim. Þetta mun gera það að verkum að þau geta ekki samið við tónlistarmenn um að þjónusta stór og löng tónleikaferðalög. Þá hefur Colin Greenwood, bassaleikari Radiohead, áhyggjur af öllum þeim bresku fyrirtækjum sem koma að uppsetningu tónleika og tónlistarhátíða, og munu mögulega verða undir í samkeppni við evrópsk fyrirtæki vegna aukins kostnaðar. Guardian greindi frá.
Bretland Brexit Tónlist Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira