Landsréttur neitar að viðurkenna faðerni þrátt fyrir jákvæða erfðafræðirannsókn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. febrúar 2021 19:00 Í dómnum er meðal annars rakin saga barnalaga. Áhugaverður dómur féll í Landsrétti á dögunum þar sem niðurstaðan var sú að ekki væri mögulegt að fallast á kröfu systkina um að faðir þeirra hefði verið sonur ákveðins manns, jafnvel þótt mannerfðafræðileg rannsókn hefði leitt í ljós að 99 prósent líkur væru á að hann væri það sannarlega. Málið er þannig vaxið að fram til ársins 2017 var L skráður faðir K. Það ár viðurkenndi Héraðsdómur Norðurlands eystra hins vegar, að kröfu móður K, að hann væri ekki sonur L. K og L voru báðir látnir. Móðir K, sem er kölluð J í dómnum, hugðist höfða barnfaðernismál á hendur erfingum M, sem lést árið 2016, en lést sjálf áður en til þess kom. Dánarbú hennar freistaði þess að taka við aðild að málinu en ekki var fallist á að lagaskilyrði væru til þess og var málinu vísað frá. H og I, börn K, höfðuðu þá mál á hendur öðrum börnum M; A, B, C, D, E, F og G, og kröfðust þess að viðurkennt yrði að M heitinn væri faðir föður þeirra, K. Hagsmunir H og I ekki sambærilegir við hagsmuni manns og barns Sem fyrr segir var það niðurstaða mannerfðafræðilegrar rannsóknar að allar líkur væru á að K væri sannarlega sonur M og Héraðsdómur Norðurlands eystra viðurkenndi þá niðurstöðu. A, B, C, D, E, F og G áfrýjuðu hins vegar dómnum, á þeirri forsendu að H og I gætu ekki átt aðild að máli til viðurkenningar á faðerni föður þeirra. Landsréttur reyndist sammála og rekur meðal annars sögu barnalaga. Í dómnum segir að takmarkanir á aðild að barnsfaðernismálum byggist upphaflega á hagsmunum móður og barns af því að hafa ákvörðunarvald um höfðun farðernismáls og síðar af beinum hagsmunum barnsins af því að vera rétt feðrað og réttar þess til að njóta umgengni og samvista við föður. Í umræddu máli séu þeir menn sem málið hverfist um ekki aðeins látnir, heldur standi aðilar málsins hvor öðrum mun fær en vera myndi um líffræðilegan föður og ætlað barn hans. „Verður að telja að hagsmunir stefndu af því að fá faðerni föður síns viðurkennt séu ekki sambærilegir við hagsmuni manns, og eftir atvikum barns, af því að fá dóm um að hann sé faðir barnsins. Þegar þetta er haft í huga og jafnframt litið til þeirra sjónarmiða og hagsmuna sem aðildarreglur í faðernismálum byggjast á verður ekki talið að stefndu hafi sýnt fram á að haldbær rök standi til þess, að óbreyttum lögum, að unnt sé að fallast á kröfur þeirra um viðurkenningu á því að M hafi verið faðir föður þeirra, K.“ Dómurinn í heild. Réttindi barna Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Málið er þannig vaxið að fram til ársins 2017 var L skráður faðir K. Það ár viðurkenndi Héraðsdómur Norðurlands eystra hins vegar, að kröfu móður K, að hann væri ekki sonur L. K og L voru báðir látnir. Móðir K, sem er kölluð J í dómnum, hugðist höfða barnfaðernismál á hendur erfingum M, sem lést árið 2016, en lést sjálf áður en til þess kom. Dánarbú hennar freistaði þess að taka við aðild að málinu en ekki var fallist á að lagaskilyrði væru til þess og var málinu vísað frá. H og I, börn K, höfðuðu þá mál á hendur öðrum börnum M; A, B, C, D, E, F og G, og kröfðust þess að viðurkennt yrði að M heitinn væri faðir föður þeirra, K. Hagsmunir H og I ekki sambærilegir við hagsmuni manns og barns Sem fyrr segir var það niðurstaða mannerfðafræðilegrar rannsóknar að allar líkur væru á að K væri sannarlega sonur M og Héraðsdómur Norðurlands eystra viðurkenndi þá niðurstöðu. A, B, C, D, E, F og G áfrýjuðu hins vegar dómnum, á þeirri forsendu að H og I gætu ekki átt aðild að máli til viðurkenningar á faðerni föður þeirra. Landsréttur reyndist sammála og rekur meðal annars sögu barnalaga. Í dómnum segir að takmarkanir á aðild að barnsfaðernismálum byggist upphaflega á hagsmunum móður og barns af því að hafa ákvörðunarvald um höfðun farðernismáls og síðar af beinum hagsmunum barnsins af því að vera rétt feðrað og réttar þess til að njóta umgengni og samvista við föður. Í umræddu máli séu þeir menn sem málið hverfist um ekki aðeins látnir, heldur standi aðilar málsins hvor öðrum mun fær en vera myndi um líffræðilegan föður og ætlað barn hans. „Verður að telja að hagsmunir stefndu af því að fá faðerni föður síns viðurkennt séu ekki sambærilegir við hagsmuni manns, og eftir atvikum barns, af því að fá dóm um að hann sé faðir barnsins. Þegar þetta er haft í huga og jafnframt litið til þeirra sjónarmiða og hagsmuna sem aðildarreglur í faðernismálum byggjast á verður ekki talið að stefndu hafi sýnt fram á að haldbær rök standi til þess, að óbreyttum lögum, að unnt sé að fallast á kröfur þeirra um viðurkenningu á því að M hafi verið faðir föður þeirra, K.“ Dómurinn í heild.
Réttindi barna Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira