ESPN: Man City ætlar að reyna við Messi en fara allt aðra leið en PSG Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2021 13:00 Brotið á Lionel Messi í leik Barcelona og Real Betis í spænska boltanum um helgina. EPA-EFE/Julio Munoz Manchester City hefur ekki gefið upp vonina um að ná í Lionel Messi á frjálsri sölu í sumar ef marka má heimildir bandaríska íþróttamiðilsins ESPN. Samkvæmt frétt ESPN þá ætlar Manchester City hins vegar að sýna þolinmæði í þessu máli og bíða þar til í mars eða apríl til að kanna stöðuna á argentínska snillingnum. Hinn 33 ára gamli Lionel Messi rennur út á samningi í júní og hefur mátt ræða við önnur lið síðan 1. janúar síðastliðinn. Það leit út að Manchester City væri í forystunni í kapphlaupinu um undirskrift Messi í ágúst í fyrra þegar hann bað um að fá að fara frá Barcelona. Man City have not given up on signing Lionel Messi, according to ESPN pic.twitter.com/q9gbitaO2H— Goal (@goal) February 8, 2021 Það hefur minna heyrst af Messi málum hjá Manchester City síðan þá. Aðra sögu hefur verið að segja af franska félaginu Paris Saint-Germain. Paris Saint-Germain hefur látið það vel í ljós að félagið ætli að reyna að semja við Messi í lok tímabilsins. Það lítur út fyrir að leið Manchester City sé miklu líklegri til árangurs en sú hjá PSG. Heimildarmenn ESPN hjá Barcelona segja að það sé miklu skynsamlegra að gera eins og City sem er að leyfa tímabilinu hjá Barcelona að þróast og tala frekar við Messi seinna í vor. „PSG er að gera mistök í sinni aðferðafræði,“ sagði einn heimildarmaðurinn við ESPN en annar sagði: „Leo er ekki hrifinn af öllum fjaðrafokinu í fjölmiðlum og er jafnvel enn minna hrifinn af því sem PSG menn eru að láta frá sér.“ They just wanted the best view of Messi's free kicks pic.twitter.com/5KplV7P7Q2— ESPN FC (@ESPNFC) February 3, 2021 Það gæti líka haft mikil áhrif á framtíð Lionel Messi hjá Barcelona hver fagnar sigri í forsetakosningum félagsins í mars. Barcelona liðið er í ágætis gír þessa dagana. Liðið er taplaust í ellefu síðustu deildarleikjum, vann sinn sjöunda deildarleik í röð á sunnudaginn, er komið í undanúrslit spænska bikarsins þar sem liðið mætir Sevilla og fram undan er síðan fyrri leikurinn á móti Paris Saint-Germain í sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar. Sá leikur er í næstu viku. A #SuperBowl broadcast in Spain officially listed Messi as the of (via @vamos) pic.twitter.com/vq0qYKgv09— ESPN FC (@ESPNFC) February 8, 2021 Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Sjá meira
Samkvæmt frétt ESPN þá ætlar Manchester City hins vegar að sýna þolinmæði í þessu máli og bíða þar til í mars eða apríl til að kanna stöðuna á argentínska snillingnum. Hinn 33 ára gamli Lionel Messi rennur út á samningi í júní og hefur mátt ræða við önnur lið síðan 1. janúar síðastliðinn. Það leit út að Manchester City væri í forystunni í kapphlaupinu um undirskrift Messi í ágúst í fyrra þegar hann bað um að fá að fara frá Barcelona. Man City have not given up on signing Lionel Messi, according to ESPN pic.twitter.com/q9gbitaO2H— Goal (@goal) February 8, 2021 Það hefur minna heyrst af Messi málum hjá Manchester City síðan þá. Aðra sögu hefur verið að segja af franska félaginu Paris Saint-Germain. Paris Saint-Germain hefur látið það vel í ljós að félagið ætli að reyna að semja við Messi í lok tímabilsins. Það lítur út fyrir að leið Manchester City sé miklu líklegri til árangurs en sú hjá PSG. Heimildarmenn ESPN hjá Barcelona segja að það sé miklu skynsamlegra að gera eins og City sem er að leyfa tímabilinu hjá Barcelona að þróast og tala frekar við Messi seinna í vor. „PSG er að gera mistök í sinni aðferðafræði,“ sagði einn heimildarmaðurinn við ESPN en annar sagði: „Leo er ekki hrifinn af öllum fjaðrafokinu í fjölmiðlum og er jafnvel enn minna hrifinn af því sem PSG menn eru að láta frá sér.“ They just wanted the best view of Messi's free kicks pic.twitter.com/5KplV7P7Q2— ESPN FC (@ESPNFC) February 3, 2021 Það gæti líka haft mikil áhrif á framtíð Lionel Messi hjá Barcelona hver fagnar sigri í forsetakosningum félagsins í mars. Barcelona liðið er í ágætis gír þessa dagana. Liðið er taplaust í ellefu síðustu deildarleikjum, vann sinn sjöunda deildarleik í röð á sunnudaginn, er komið í undanúrslit spænska bikarsins þar sem liðið mætir Sevilla og fram undan er síðan fyrri leikurinn á móti Paris Saint-Germain í sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar. Sá leikur er í næstu viku. A #SuperBowl broadcast in Spain officially listed Messi as the of (via @vamos) pic.twitter.com/vq0qYKgv09— ESPN FC (@ESPNFC) February 8, 2021
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Sjá meira