Hafa drengir gleymst í skólakerfinu? Já Júlíus Viggó Ólafsson og Hermann Nökkvi Gunnarsson skrifa 9. febrúar 2021 08:00 „Hafa drengir gleymst í skólakerfinu? Nei.“ Þetta var fyrirsögn Þorsteins V. Einarssonar í Instagrampistli hans í gær, þar sem hann gerði lítið úr þeim áhyggjum sem varpað hefur verið fram um slæma stöðu drengja í íslenska menntakerfinu. Þorsteinn stýrir Instagram aðgangi sem nefnist Karlmennskan og hefur rúmlega 17.000 fylgjendur. Stór hluti fylgjenda hans eru ungmenni og hefur Instagram reikningur hans verið styrktur af Jafnréttissjóði Íslands, það liggur því í augum uppi að ábyrgð hans í upplýsingaveitu er gríðarleg. Í þessum pistli sínum vitnar hann ekki í heimildir máli sínu til stuðnings. Mikilvægt er að fara yfir niðurstöður úr rannsóknum og þá tölfræði sem liggur fyrir um íslenska menntakerfið þegar fullyrðingum sem þessari er fleygt fram. Samkvæmt niðurstöðum PISA þá geta 34.2% íslenskra drengja ekki lesið sér til gagns eftir útskrift úr grunnskóla sem er nánast tvöfalt hærra hlutfall en hjá stúlkum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnunninni (WHO) þá finnst íslenskum strákum þeir fá minni stuðning frá kennurum sínum heldur en íslenskum stúlkum finnst þær fá. Karlkyns nemendur eru aðeins 32% af nýskráðum nemendum í Háskóla Íslands og hefur þetta hlutfall farið markvisst lækkandi á síðustu árum. Vert er að benda á að innritunarstig kvenna í Háskóla Íslands er á pari við önnur OECD lönd en innritunarstig karla á Íslandi er tíu prósentustigum lægra en meðaltal OECD landanna. Þetta er samkvæmt samantekt úr Education at Glance, skýrslu OECD frá árinu 2018, en þar kemur einnig fram að 24% karla á aldrinum 25 - 34 ára hafi ekki lokið framhaldsskólamenntun, en hlutfallið er 15% meðal kvenna á Íslandi, sem er þrefalt hærri kynjamunur en hjá nágrönnum okkar í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Nú þegar tölurnar liggja fyrir þá er mikilvægt að lyfta samfélagsumræðunni um þetta mál á hærra plan. Óumdeilanlegt er að hér er um að ræða eitt stærsta vandamál sem steðjar að menntakerfi okkar Íslendinga. Ákjósanlegasta leiðin við að takast á við þetta vandamál ætti að vera með þeim hætti að fólk festi sig ekki í pólitískum skotgröfum heldur fari að vinna saman í leit að lausnum. Það að við séum loksins farin að ræða þann vanda að einn af hverjum þremur drengjum geti ekki lesið sér til gagns eftir grunnskóla og það að einn af hverjum fjórum körlum á aldrinum 25-34 ára hafi ekki útskrifast úr framhaldsskóla þýðir ekki að verið sé að gera lítið úr umræðunni um slæma líðan stúlkna í samfélaginu. Við getum aukið umræðuna um stöðu drengja í menntakerfinu án þess að draga úr umræðunni um stúlkur. Þetta vandamál er raunverulegt, það er mælanlegt og sá sem efast um þetta gerist sekur um að hafna þeim virtu- og mörgu rannsóknum sem gerðar hafa verið um þetta mál. Við ættum öll að láta okkur málið varða, viðurkenna vandann og stefna að því að laga hann sem fyrst. Júlíus Viggó Ólafsson er forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema og Hermann Nökkvi Gunnarsson er formaður Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Júlíus Viggó Ólafsson Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
„Hafa drengir gleymst í skólakerfinu? Nei.“ Þetta var fyrirsögn Þorsteins V. Einarssonar í Instagrampistli hans í gær, þar sem hann gerði lítið úr þeim áhyggjum sem varpað hefur verið fram um slæma stöðu drengja í íslenska menntakerfinu. Þorsteinn stýrir Instagram aðgangi sem nefnist Karlmennskan og hefur rúmlega 17.000 fylgjendur. Stór hluti fylgjenda hans eru ungmenni og hefur Instagram reikningur hans verið styrktur af Jafnréttissjóði Íslands, það liggur því í augum uppi að ábyrgð hans í upplýsingaveitu er gríðarleg. Í þessum pistli sínum vitnar hann ekki í heimildir máli sínu til stuðnings. Mikilvægt er að fara yfir niðurstöður úr rannsóknum og þá tölfræði sem liggur fyrir um íslenska menntakerfið þegar fullyrðingum sem þessari er fleygt fram. Samkvæmt niðurstöðum PISA þá geta 34.2% íslenskra drengja ekki lesið sér til gagns eftir útskrift úr grunnskóla sem er nánast tvöfalt hærra hlutfall en hjá stúlkum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnunninni (WHO) þá finnst íslenskum strákum þeir fá minni stuðning frá kennurum sínum heldur en íslenskum stúlkum finnst þær fá. Karlkyns nemendur eru aðeins 32% af nýskráðum nemendum í Háskóla Íslands og hefur þetta hlutfall farið markvisst lækkandi á síðustu árum. Vert er að benda á að innritunarstig kvenna í Háskóla Íslands er á pari við önnur OECD lönd en innritunarstig karla á Íslandi er tíu prósentustigum lægra en meðaltal OECD landanna. Þetta er samkvæmt samantekt úr Education at Glance, skýrslu OECD frá árinu 2018, en þar kemur einnig fram að 24% karla á aldrinum 25 - 34 ára hafi ekki lokið framhaldsskólamenntun, en hlutfallið er 15% meðal kvenna á Íslandi, sem er þrefalt hærri kynjamunur en hjá nágrönnum okkar í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Nú þegar tölurnar liggja fyrir þá er mikilvægt að lyfta samfélagsumræðunni um þetta mál á hærra plan. Óumdeilanlegt er að hér er um að ræða eitt stærsta vandamál sem steðjar að menntakerfi okkar Íslendinga. Ákjósanlegasta leiðin við að takast á við þetta vandamál ætti að vera með þeim hætti að fólk festi sig ekki í pólitískum skotgröfum heldur fari að vinna saman í leit að lausnum. Það að við séum loksins farin að ræða þann vanda að einn af hverjum þremur drengjum geti ekki lesið sér til gagns eftir grunnskóla og það að einn af hverjum fjórum körlum á aldrinum 25-34 ára hafi ekki útskrifast úr framhaldsskóla þýðir ekki að verið sé að gera lítið úr umræðunni um slæma líðan stúlkna í samfélaginu. Við getum aukið umræðuna um stöðu drengja í menntakerfinu án þess að draga úr umræðunni um stúlkur. Þetta vandamál er raunverulegt, það er mælanlegt og sá sem efast um þetta gerist sekur um að hafna þeim virtu- og mörgu rannsóknum sem gerðar hafa verið um þetta mál. Við ættum öll að láta okkur málið varða, viðurkenna vandann og stefna að því að laga hann sem fyrst. Júlíus Viggó Ólafsson er forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema og Hermann Nökkvi Gunnarsson er formaður Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun